Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 25. september 2025 16:15 Halla Tómasdóttir er forseti Íslands. Breytingar hafa orðið og eru í vændum á skrifstofu embættis forseta Íslands. Prófessor í bókmenntafræði hefur tekið til starfa og forsætisráðherra hyggst leyfa forseta að ráða sér aðstoðarmann. Þrautreyndur skrifstofustjóri fer brátt á eftirlaun skömmu eftir að sérfræðingur leitaði á önnur mið. Jón Karl Helgason, prófessor í bókmenntafræði, hefur tekið til starfa hjá forseta Íslands. Á heimasíðu embættisins er hann titlaður sérfræðingur. Heimildir fréttastofu herma að einungis sé um tímabundna ráðningu að ræða en hún var gerð án auglýsingar. Á heimasíðu Háskóla Íslands er Jón Karl titlaður sem prófessor og kennari fyrir nemendur sem stunda nám í íslensku sem annað tungumál. Jón Karl stundaði nám í bókmenntafræði og íslensku við Háskóla Íslands og lauk síðar doktorsprófi í samanburðarbókmenntum í Bandaríkjunum. Doktorsritgerð hans var rannsókn á sex ólíkum þýðingum og endurritunum á Njálu. Hann hefur starfað hjá Ríkisútvarpinu og verið afkastamikill þýðandi skáldverka. Árni Sigurjónsson, skrifstofustjóri skrifstofu forseta, verður sjötugur á árinu og verður hann því að láta af störfum samkvæmt lögum. Árni hefur gegnt starfi skrifstofustjóra frá árinu 2006 en hann er líkt og Jón Karl með doktorsgráðu í bókmenntafræði. Að óbreyttu verður embættið að auglýsa starf skrifstofustjóra. Í byrjun sumars tilkynnti Una Sighvatsdóttir, fyrrverandi sérfræðingur á skrifstofu forseta, að hún hefði ákveðið að róa á ný mið. Í samtali við Vísi sagði hún ástæðuna þá að hún hefði ekki fundið sér stað í breytingum sem fram undan væru á skrifstofunni. Þá er möguleiki er á að það bætist við starfsmannafjöldann á næsta ári. Á þingmálaskrá Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra er frumvarp sem gerir forseta kleift að ráða sérstakan aðstoðarmann forseta. Nái frumvarpið í gegnum þingið fær Halla Tómasdóttir að handvelja sinn eigin aðstoðarmann án þess að auglýsa stöðuna, með sama hætti og ráðherrar ráða sér aðstoðarmenn. Aðstoðarmaðurinn verður þó að láta af störfum þegar Halla hættir að gegna embættinu. Ekki náðist í Jón Karl Helgason við vinnslu fréttarinnar. Forseti Íslands Stjórnsýsla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Halla Tómasdóttir Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli sigraði Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira
Jón Karl Helgason, prófessor í bókmenntafræði, hefur tekið til starfa hjá forseta Íslands. Á heimasíðu embættisins er hann titlaður sérfræðingur. Heimildir fréttastofu herma að einungis sé um tímabundna ráðningu að ræða en hún var gerð án auglýsingar. Á heimasíðu Háskóla Íslands er Jón Karl titlaður sem prófessor og kennari fyrir nemendur sem stunda nám í íslensku sem annað tungumál. Jón Karl stundaði nám í bókmenntafræði og íslensku við Háskóla Íslands og lauk síðar doktorsprófi í samanburðarbókmenntum í Bandaríkjunum. Doktorsritgerð hans var rannsókn á sex ólíkum þýðingum og endurritunum á Njálu. Hann hefur starfað hjá Ríkisútvarpinu og verið afkastamikill þýðandi skáldverka. Árni Sigurjónsson, skrifstofustjóri skrifstofu forseta, verður sjötugur á árinu og verður hann því að láta af störfum samkvæmt lögum. Árni hefur gegnt starfi skrifstofustjóra frá árinu 2006 en hann er líkt og Jón Karl með doktorsgráðu í bókmenntafræði. Að óbreyttu verður embættið að auglýsa starf skrifstofustjóra. Í byrjun sumars tilkynnti Una Sighvatsdóttir, fyrrverandi sérfræðingur á skrifstofu forseta, að hún hefði ákveðið að róa á ný mið. Í samtali við Vísi sagði hún ástæðuna þá að hún hefði ekki fundið sér stað í breytingum sem fram undan væru á skrifstofunni. Þá er möguleiki er á að það bætist við starfsmannafjöldann á næsta ári. Á þingmálaskrá Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra er frumvarp sem gerir forseta kleift að ráða sérstakan aðstoðarmann forseta. Nái frumvarpið í gegnum þingið fær Halla Tómasdóttir að handvelja sinn eigin aðstoðarmann án þess að auglýsa stöðuna, með sama hætti og ráðherrar ráða sér aðstoðarmenn. Aðstoðarmaðurinn verður þó að láta af störfum þegar Halla hættir að gegna embættinu. Ekki náðist í Jón Karl Helgason við vinnslu fréttarinnar.
Forseti Íslands Stjórnsýsla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Halla Tómasdóttir Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli sigraði Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira