Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2025 10:26 Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakklands, í dómshúsi í París í morgun. AP/Christophe Ena Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakklands, hefur verið sakfelldur fyrir að taka ólöglega við milljónum evra frá Muammar Gaddafi, fyrrverandi einræðisherra Líbíu, á árum áður. Peningarnir rötuðu i kosningasjóði Sarkozy fyrir forsetakosningar. Sarkozy hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi og mun hann þurfa að sitja inni hvort sem hann áfrýjar úrskurðinum eða ekki. Honum hefur einnig verið gert að borga hundrað þúsund evrur í sekt. Forsetinn fyrrverandi var sakfelldur í dómstól i París í morgun. Hann var dæmdur fyrir að hafa gert samkomulag við Gaddafi árið 2005, þegar Sarkozy var innanríkisráðherra Frakklands, í skiptum fyrir það að styðja hinn einangraða einræðisherra á alþjóðasviðinu. Sarskozy, sem er nú sjötugur, var forseti Frakklands frá 2007 til 2012. Hann var hreinsaður af sök í þremur ákæruliðum sem sneru að spillingu, brotum á kosningalögum og fjárdrátt, samkvæmt frétt France24. Sarkozy heldur því fram að ásakanirnar gegn honum séu pólitískar í eðli sínu og segist saklaus. Talið er að hann muni áfrýja úrskurðinum. Dæmdur fyrir að þrýsta á vitni Rannsóknin gegn Sarkozy hófst árið 2013, tveimur árum eftir að Saif al-Islam, sonur Gaddafi sakaði hann um að hafa tekið við milljónum evra frá föður sínum. Í kjölfarið steig Ziad Takieddine, athafnamaður frá Líbanon sem var lengi milliliður milli yfirvalda í Frakklandi og ráðamanna víða í Mið-Austurlöndum, fram og sagðist hafa sannanir fyrir því að Gaddafi hafi fjármagnað forsetaframboð Sarkozy. Takieddine sagði einnig að greiðslurnar hefðu haldið áfram eftir að Sarkozy varð forseti. Hann lést í Líbanon á þriðjudaginn. Sarkosy hefur í gegnum árin staðið frammi fyrir fjölda lögsókna og ákæra, meðal annars fyrir að þrýsta á Takieddine að breyta sögu sinni, sem athafnamaðurinn gerði tvisvar sinnum. Fréttin hefur verið uppfærð. Frakkland Líbía Tengdar fréttir Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Hæstiréttur Frakklands staðfesti í dag þriggja ára fangelsisdóm fyrir forsetanum fyrrverandi, Nicolas Sarkozy. Tvö ár skulu vera skilorðsbundin en hann mun geta afplánað það þriðja með því að bera ökklaband. 18. desember 2024 14:20 Sarkozy tapar áfrýjun en sleppur við að sitja inni Nicolas Sarkozy, fyrrverandi Frakklandsforseti, hefur tapað áfrýjun í spillingarmáli sínu. Dómstóllinn hefur þó úrskurðað að hann muni ekki þurfa að afplána fangelsisdóm heldur nægir fyrir hann að afplána heima hjá sér og vera með ökklaband. 17. maí 2023 08:21 Sarkozy dæmdur í eins árs stofufangelsi Franskur dómstóll dæmdi Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseta Frakklands, í eins árs stofufangelsi fyrir brot á lögum um fjármál stjórnmálaframboða þegar hann barðist fyrir endurkjöri árið 2012. Hann fær að afplána refsinguna heima hjá sér undir rafrænu eftirliti. 30. september 2021 10:04 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira
Sarkozy hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi og mun hann þurfa að sitja inni hvort sem hann áfrýjar úrskurðinum eða ekki. Honum hefur einnig verið gert að borga hundrað þúsund evrur í sekt. Forsetinn fyrrverandi var sakfelldur í dómstól i París í morgun. Hann var dæmdur fyrir að hafa gert samkomulag við Gaddafi árið 2005, þegar Sarkozy var innanríkisráðherra Frakklands, í skiptum fyrir það að styðja hinn einangraða einræðisherra á alþjóðasviðinu. Sarskozy, sem er nú sjötugur, var forseti Frakklands frá 2007 til 2012. Hann var hreinsaður af sök í þremur ákæruliðum sem sneru að spillingu, brotum á kosningalögum og fjárdrátt, samkvæmt frétt France24. Sarkozy heldur því fram að ásakanirnar gegn honum séu pólitískar í eðli sínu og segist saklaus. Talið er að hann muni áfrýja úrskurðinum. Dæmdur fyrir að þrýsta á vitni Rannsóknin gegn Sarkozy hófst árið 2013, tveimur árum eftir að Saif al-Islam, sonur Gaddafi sakaði hann um að hafa tekið við milljónum evra frá föður sínum. Í kjölfarið steig Ziad Takieddine, athafnamaður frá Líbanon sem var lengi milliliður milli yfirvalda í Frakklandi og ráðamanna víða í Mið-Austurlöndum, fram og sagðist hafa sannanir fyrir því að Gaddafi hafi fjármagnað forsetaframboð Sarkozy. Takieddine sagði einnig að greiðslurnar hefðu haldið áfram eftir að Sarkozy varð forseti. Hann lést í Líbanon á þriðjudaginn. Sarkosy hefur í gegnum árin staðið frammi fyrir fjölda lögsókna og ákæra, meðal annars fyrir að þrýsta á Takieddine að breyta sögu sinni, sem athafnamaðurinn gerði tvisvar sinnum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Frakkland Líbía Tengdar fréttir Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Hæstiréttur Frakklands staðfesti í dag þriggja ára fangelsisdóm fyrir forsetanum fyrrverandi, Nicolas Sarkozy. Tvö ár skulu vera skilorðsbundin en hann mun geta afplánað það þriðja með því að bera ökklaband. 18. desember 2024 14:20 Sarkozy tapar áfrýjun en sleppur við að sitja inni Nicolas Sarkozy, fyrrverandi Frakklandsforseti, hefur tapað áfrýjun í spillingarmáli sínu. Dómstóllinn hefur þó úrskurðað að hann muni ekki þurfa að afplána fangelsisdóm heldur nægir fyrir hann að afplána heima hjá sér og vera með ökklaband. 17. maí 2023 08:21 Sarkozy dæmdur í eins árs stofufangelsi Franskur dómstóll dæmdi Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseta Frakklands, í eins árs stofufangelsi fyrir brot á lögum um fjármál stjórnmálaframboða þegar hann barðist fyrir endurkjöri árið 2012. Hann fær að afplána refsinguna heima hjá sér undir rafrænu eftirliti. 30. september 2021 10:04 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira
Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Hæstiréttur Frakklands staðfesti í dag þriggja ára fangelsisdóm fyrir forsetanum fyrrverandi, Nicolas Sarkozy. Tvö ár skulu vera skilorðsbundin en hann mun geta afplánað það þriðja með því að bera ökklaband. 18. desember 2024 14:20
Sarkozy tapar áfrýjun en sleppur við að sitja inni Nicolas Sarkozy, fyrrverandi Frakklandsforseti, hefur tapað áfrýjun í spillingarmáli sínu. Dómstóllinn hefur þó úrskurðað að hann muni ekki þurfa að afplána fangelsisdóm heldur nægir fyrir hann að afplána heima hjá sér og vera með ökklaband. 17. maí 2023 08:21
Sarkozy dæmdur í eins árs stofufangelsi Franskur dómstóll dæmdi Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseta Frakklands, í eins árs stofufangelsi fyrir brot á lögum um fjármál stjórnmálaframboða þegar hann barðist fyrir endurkjöri árið 2012. Hann fær að afplána refsinguna heima hjá sér undir rafrænu eftirliti. 30. september 2021 10:04