Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar 25. september 2025 10:17 Skrifræði og regluverk atvinnulífsins er meira íþyngjandi á Íslandi en annars staðar, þetta sýna bæði greiningar frá OECD og þetta segja félagsmenn Samtaka atvinnulífsins. Óþarflega strangt regluverk veikir undirstöður atvinnulífs á breiðum grunni með því að draga úr virkni markaða og viðhalda háum viðskiptakostnaði. Dómsmálaráðherra hefur nú lagt fram frumvarp er varðar skyldu fyrirtækja og stofnana til jafnlaunavottunar og jafnlaunastaðfestingar. Frumvarpið felur í sér mikilvægar breytingar sem kallað hefur verið eftir af hálfu atvinnulífsins. Í stað jafnlaunavottunar verður fyrirtækjum með 50 starfsmenn eða fleiri skylt að skila inn til Jafnréttisstofu skýrslu sem upplýsir um starfaflokkun og launagreiningu á þriggja ára fresti. Ef kynbundinn launamunur mælist hjá fyrirtækjum þurfa þau jafnframt að skila inn tímasettri úrbótaáætlun. Samtök atvinnulífsins hafa um árabil mælt með breytingum og fagna frumvarpi ráðherra. Jafnlaunavottun á að vera val en ekki skylda. Ítrekað hefur komið fram í könnunum samtakanna á meðal félagsmanna neikvætt viðhorf til lögbundinnar jafnlaunavottunar og hár kostnaður vegna hennar. Miðað við þær kannanir má gera ráð fyrir því að kostnaður vegna jafnlaunavottunarinnar hafi hlaupið á bilinu 5-6 milljarðar, miðað við eigið mat fyrirtækjanna. Breytingin getur þýtt kostnaðarlækkun sem hleypur á bilinu 200 þúsund – 20 milljónir fyrir hvert fyrirtæki. Undirstaða góðra lífskjara á Íslandi er útflutningsdrifinn hagvöxtur, alþjóðaviðskipti eru lífæð landsins. 42% félagsmanna Samtaka atvinnulífsins sem stunda útflutning telja innlent regluverk eina helstu hindrunina sem þau mæta við útflutning. Á hringferð samtakanna í júní hittum við á fjórða hundrað fulltrúa fyrirtækja augliti til auglitis. Við héldum vinnufundi í níu bæjarfélögum þar sem rætt var um áskoranir, hvað stjórnvöld gætu gert og hvernig mætti auka útflutningstekjur Íslands. Það voru þrír þættir sem fyrirtæki landsins lögðu áherslu á gagnvart stjórnvöldum. Í fyrsta lagi ættu þau að móta stefnu til að auka fyrirsjáanleika, í öðru lagi lækka skatta og í þriðja lagi einfalda regluverk. Við fengum beint í æð skýrt ákall um að afnema bæri jafnlaunavottun sem lið í því að styðja við verðmætasköpun og aukin tækifæri. Á nýju þingi er yfirlýst áhersla stjórnvalda verðmætasköpun og það fer vel á því að hefja það með raunverulegri sönnun þess fyrir atvinnulífið. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Margrét Oddsdóttir Jafnréttismál Kjaramál Atvinnurekendur Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Sjá meira
Skrifræði og regluverk atvinnulífsins er meira íþyngjandi á Íslandi en annars staðar, þetta sýna bæði greiningar frá OECD og þetta segja félagsmenn Samtaka atvinnulífsins. Óþarflega strangt regluverk veikir undirstöður atvinnulífs á breiðum grunni með því að draga úr virkni markaða og viðhalda háum viðskiptakostnaði. Dómsmálaráðherra hefur nú lagt fram frumvarp er varðar skyldu fyrirtækja og stofnana til jafnlaunavottunar og jafnlaunastaðfestingar. Frumvarpið felur í sér mikilvægar breytingar sem kallað hefur verið eftir af hálfu atvinnulífsins. Í stað jafnlaunavottunar verður fyrirtækjum með 50 starfsmenn eða fleiri skylt að skila inn til Jafnréttisstofu skýrslu sem upplýsir um starfaflokkun og launagreiningu á þriggja ára fresti. Ef kynbundinn launamunur mælist hjá fyrirtækjum þurfa þau jafnframt að skila inn tímasettri úrbótaáætlun. Samtök atvinnulífsins hafa um árabil mælt með breytingum og fagna frumvarpi ráðherra. Jafnlaunavottun á að vera val en ekki skylda. Ítrekað hefur komið fram í könnunum samtakanna á meðal félagsmanna neikvætt viðhorf til lögbundinnar jafnlaunavottunar og hár kostnaður vegna hennar. Miðað við þær kannanir má gera ráð fyrir því að kostnaður vegna jafnlaunavottunarinnar hafi hlaupið á bilinu 5-6 milljarðar, miðað við eigið mat fyrirtækjanna. Breytingin getur þýtt kostnaðarlækkun sem hleypur á bilinu 200 þúsund – 20 milljónir fyrir hvert fyrirtæki. Undirstaða góðra lífskjara á Íslandi er útflutningsdrifinn hagvöxtur, alþjóðaviðskipti eru lífæð landsins. 42% félagsmanna Samtaka atvinnulífsins sem stunda útflutning telja innlent regluverk eina helstu hindrunina sem þau mæta við útflutning. Á hringferð samtakanna í júní hittum við á fjórða hundrað fulltrúa fyrirtækja augliti til auglitis. Við héldum vinnufundi í níu bæjarfélögum þar sem rætt var um áskoranir, hvað stjórnvöld gætu gert og hvernig mætti auka útflutningstekjur Íslands. Það voru þrír þættir sem fyrirtæki landsins lögðu áherslu á gagnvart stjórnvöldum. Í fyrsta lagi ættu þau að móta stefnu til að auka fyrirsjáanleika, í öðru lagi lækka skatta og í þriðja lagi einfalda regluverk. Við fengum beint í æð skýrt ákall um að afnema bæri jafnlaunavottun sem lið í því að styðja við verðmætasköpun og aukin tækifæri. Á nýju þingi er yfirlýst áhersla stjórnvalda verðmætasköpun og það fer vel á því að hefja það með raunverulegri sönnun þess fyrir atvinnulífið. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar