Erlent

Bein út­sending: Trump á­varpar alls­herjar­þingið

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá ávarpi Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna.
Frá ávarpi Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. AP Photo/Richard Drew

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun taka til máls á áttugasta allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í dag. Þar er hann meðal annars sagður ætla að gagnrýna stofnunina og hnattvæðingu og saka stofnanir hnattvæðingarsinna um að valda skaða á alþjóðakerfinu.

Frá því hann tók við embætti forseta á nýjan leik í janúar hefur Trump þegar dregið töluvert úr stuðningi Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðanna. Þá hefur hann dregið Bandaríkin úr alþjóðlegu samstarfi eins og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunni og Mannréttindaráðuneyti Sameinuðu þjóðanna.

Í síðustu viku sagði Trump að Sameinuðu þjóðirnar væru efnilegar en illa væri haldið utan um þær.

Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna tók fyrstur til máls. Síðan tók Annalena Baerbock, forseti allsherjarþingsins til máls og er hún að tala þegar þetta er skrifað.

Því næst er Luiz Inácio Lula da Silva, forseti Brasilíu, og er Trump á eftir honum. Fleiri þjóðarleiðtogar fylgja svo á eftir út daginn. Dagskrána má finna hér.


Tengdar fréttir

Trump lofaði þjóðernishyggju í ræðu sinni hjá SÞ

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um ýmsa aðila í ræðu sinni á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag og teiknaði hann upp alvarlega mynd af stöðu heimsins og Bandaríkjanna.

Hlegið að grobbi Trump hjá Sameinuðu þjóðunum

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var tiltölulega nýbyrjaður á ræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag þegar aðrir þjóðarleiðtogar hlóu að honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×