Innlent

Dular­fullir drónar og um­deildar kenningar um ein­hverfu og para­seta­mól

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum fjöllum við um drónana dularfullu sem sáust svífa um í grennd við flugvellina í Kaupmannahöfn og í Osló í gærkvöldi. 

Drónarnir leiddu til þess að fresta þurfti fleiri tugum flugferða og beina flugumferð annað og hafði þetta meðal annars áhrif á ferðir Icelandair.

Einnig fjöllum við um óhugnalegt mál á Selfossi en þar hefur kviknað eldur í fjölbýlishúsi þrisvar sinnum á einni viku. Grunur leikur á að um íkveikjur sé að ræða.

Og þá verður rætt við lækni sem bregst við þeim fréttum frá Bandaríkjunum að þar hafi læknar nú fengið þau skilaboð að ávísa ekki Paracetamóli til ófrískra kvenna. 

Í sportpakka dagsins fjöllum við svo um mál körfuboltadómarans Davíðs Tómasar Tómassonar sem hefur verið á milli tannanna á fólki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×