Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar 22. september 2025 09:32 Við upplifum öll vanlíðan á lífsleiðinni og margir lenda á þeim stað að upplifa algert vonleysi. Tilfinningin fyrir því að öll sund séu lokuð getur verið yfirþyrmandi. Þá skiptir mestu máli að til séu leiðir til að komast í samband við fólk – að geta náð til einhvers sem getur hlustað, gefið tíma og veitt von. Aðgengi að þjónustu er lykilatriðið: að hægt sé að hringja, fá tíma fljótt og upplifa að maður sé ekki einn í heiminum. Sem betur fer eru slíkir staðir til á Íslandi. Hugtakið lágþröskuldaþjónusta er notað um úrræði sem virka þannig að hægt er að koma hratt og vel til móts við fólk á eigin forsendum, með viðeigandi stuðning og hjálp á réttum tíma. Uppfærð aðgerðaráætlun um fækkun sjálfsvíga sem lögð var fyrir Alþingi í vor setur sem aðgerð að tryggja skuli aðgengi að gagnreyndu lágþröskuldaúrræði án biðtíma, bæði fyrir fullorðið fólk og fyrir börn og ungmenni. Félagasamtök hafa byggt upp fagleg úrræði sem veita slíka þjónustu: Pieta samtökin hafa lagt sérstaka áherslu á að veita fólki í sjálfsvígshættu meðferð og styðja aðstandenda þeirra. Bergið headspace þjónustar ungt fólk á aldrinum 12-25 ára. Þar er ekki skilyrði að vera í hættu heldur lögð áhersla á að öll ungmenni á þessum aldri geti fengið faglegan stuðning án þess að gefa upp ástæðu fyrir komu. 1717 sími rauða krossins er opinn öllum á öllum aldri allan sólarhringinn og veitir samtal og stuðning. Ég vil einnig minnast á Sorgarmiðstöðina sem sameinaði mörg smærri samtök syrgjenda í öfluga miðstöð. Hún veitir ómetanlegan stuðning til syrgjenda, sem er forvörn í sjálfu sér. Sjálfsvíg eru stórt samfélagslegt mein á Íslandi. Á undanförnum 10 árum (2014-2023) hafa 398 manns látist á Íslandi úr sjálfsvígum. Sjálfsvíg eru orsök um þriðjungs andláta fólks á aldrinum 18-29 ára og algengasta dánarorsök fólks á þeim aldri. Samkvæmt sérfræðingum hefur hvert sjálfsvíg bein áhrif á um 135 einstaklinga. Börn, makar, foreldrar, afar og ömmur, frændfólk, vinir og samstarfsfélagar verða fyrir áhrifum slíks missis. Eðli andlátsins gerir alla sorgarúrvinnslu mun flóknari og oft geta afleiðingar orðið mjög miklar fyrir eftirlifendur. Ef við miðum við andlát síðustu 10 ára eru þetta yfir 50 þúsund manns sem sitja eftir. Þetta er mjög dýrt í peningum fyrir samfélag okkar, en ekki síður dýrt fyrir fólkið sem ekki lifði og fær ekki að lifa lífinu sínu, elska, læra og þroskast og gefa til samfélagsins. Mikilvægt er að stjórnvöld átti sig á mikilvægi lágþröskuldaþjónustu á Íslandi og hlutverki þeirra í því að koma í veg fyrir sjálfsvíg. Ég er algerlega sannfærð um að þessi úrræði hafa bjargað mannslífum á síðustu árum og það er á ábyrgð stjórnvalda að tryggja með fjárhagslegum stuðningi að þau verði áfram til og geti veitt lífsbjargandi þjónustu okkur öllum til heilla. Við eigum að gera allt í okkar valdi til að koma til móts við fólk á sinni verstu stund. Það er ekki bara hagkvæmt fyrir samfélagið – það er einfaldlega rétt. Höfundur er starfandi varaþingmaður, fyrrverandi framkvæmdastjóri Bergsins headspace og aðstandandi. Þau sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á; Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Einnig geta ungmenni fengið aðstoð í Berginu headspace, bergid.is, s. 571-5580. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurþóra Bergsdóttir Geðheilbrigði Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Sjá meira
Við upplifum öll vanlíðan á lífsleiðinni og margir lenda á þeim stað að upplifa algert vonleysi. Tilfinningin fyrir því að öll sund séu lokuð getur verið yfirþyrmandi. Þá skiptir mestu máli að til séu leiðir til að komast í samband við fólk – að geta náð til einhvers sem getur hlustað, gefið tíma og veitt von. Aðgengi að þjónustu er lykilatriðið: að hægt sé að hringja, fá tíma fljótt og upplifa að maður sé ekki einn í heiminum. Sem betur fer eru slíkir staðir til á Íslandi. Hugtakið lágþröskuldaþjónusta er notað um úrræði sem virka þannig að hægt er að koma hratt og vel til móts við fólk á eigin forsendum, með viðeigandi stuðning og hjálp á réttum tíma. Uppfærð aðgerðaráætlun um fækkun sjálfsvíga sem lögð var fyrir Alþingi í vor setur sem aðgerð að tryggja skuli aðgengi að gagnreyndu lágþröskuldaúrræði án biðtíma, bæði fyrir fullorðið fólk og fyrir börn og ungmenni. Félagasamtök hafa byggt upp fagleg úrræði sem veita slíka þjónustu: Pieta samtökin hafa lagt sérstaka áherslu á að veita fólki í sjálfsvígshættu meðferð og styðja aðstandenda þeirra. Bergið headspace þjónustar ungt fólk á aldrinum 12-25 ára. Þar er ekki skilyrði að vera í hættu heldur lögð áhersla á að öll ungmenni á þessum aldri geti fengið faglegan stuðning án þess að gefa upp ástæðu fyrir komu. 1717 sími rauða krossins er opinn öllum á öllum aldri allan sólarhringinn og veitir samtal og stuðning. Ég vil einnig minnast á Sorgarmiðstöðina sem sameinaði mörg smærri samtök syrgjenda í öfluga miðstöð. Hún veitir ómetanlegan stuðning til syrgjenda, sem er forvörn í sjálfu sér. Sjálfsvíg eru stórt samfélagslegt mein á Íslandi. Á undanförnum 10 árum (2014-2023) hafa 398 manns látist á Íslandi úr sjálfsvígum. Sjálfsvíg eru orsök um þriðjungs andláta fólks á aldrinum 18-29 ára og algengasta dánarorsök fólks á þeim aldri. Samkvæmt sérfræðingum hefur hvert sjálfsvíg bein áhrif á um 135 einstaklinga. Börn, makar, foreldrar, afar og ömmur, frændfólk, vinir og samstarfsfélagar verða fyrir áhrifum slíks missis. Eðli andlátsins gerir alla sorgarúrvinnslu mun flóknari og oft geta afleiðingar orðið mjög miklar fyrir eftirlifendur. Ef við miðum við andlát síðustu 10 ára eru þetta yfir 50 þúsund manns sem sitja eftir. Þetta er mjög dýrt í peningum fyrir samfélag okkar, en ekki síður dýrt fyrir fólkið sem ekki lifði og fær ekki að lifa lífinu sínu, elska, læra og þroskast og gefa til samfélagsins. Mikilvægt er að stjórnvöld átti sig á mikilvægi lágþröskuldaþjónustu á Íslandi og hlutverki þeirra í því að koma í veg fyrir sjálfsvíg. Ég er algerlega sannfærð um að þessi úrræði hafa bjargað mannslífum á síðustu árum og það er á ábyrgð stjórnvalda að tryggja með fjárhagslegum stuðningi að þau verði áfram til og geti veitt lífsbjargandi þjónustu okkur öllum til heilla. Við eigum að gera allt í okkar valdi til að koma til móts við fólk á sinni verstu stund. Það er ekki bara hagkvæmt fyrir samfélagið – það er einfaldlega rétt. Höfundur er starfandi varaþingmaður, fyrrverandi framkvæmdastjóri Bergsins headspace og aðstandandi. Þau sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á; Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Einnig geta ungmenni fengið aðstoð í Berginu headspace, bergid.is, s. 571-5580. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar