Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar 22. september 2025 09:32 Við upplifum öll vanlíðan á lífsleiðinni og margir lenda á þeim stað að upplifa algert vonleysi. Tilfinningin fyrir því að öll sund séu lokuð getur verið yfirþyrmandi. Þá skiptir mestu máli að til séu leiðir til að komast í samband við fólk – að geta náð til einhvers sem getur hlustað, gefið tíma og veitt von. Aðgengi að þjónustu er lykilatriðið: að hægt sé að hringja, fá tíma fljótt og upplifa að maður sé ekki einn í heiminum. Sem betur fer eru slíkir staðir til á Íslandi. Hugtakið lágþröskuldaþjónusta er notað um úrræði sem virka þannig að hægt er að koma hratt og vel til móts við fólk á eigin forsendum, með viðeigandi stuðning og hjálp á réttum tíma. Uppfærð aðgerðaráætlun um fækkun sjálfsvíga sem lögð var fyrir Alþingi í vor setur sem aðgerð að tryggja skuli aðgengi að gagnreyndu lágþröskuldaúrræði án biðtíma, bæði fyrir fullorðið fólk og fyrir börn og ungmenni. Félagasamtök hafa byggt upp fagleg úrræði sem veita slíka þjónustu: Pieta samtökin hafa lagt sérstaka áherslu á að veita fólki í sjálfsvígshættu meðferð og styðja aðstandenda þeirra. Bergið headspace þjónustar ungt fólk á aldrinum 12-25 ára. Þar er ekki skilyrði að vera í hættu heldur lögð áhersla á að öll ungmenni á þessum aldri geti fengið faglegan stuðning án þess að gefa upp ástæðu fyrir komu. 1717 sími rauða krossins er opinn öllum á öllum aldri allan sólarhringinn og veitir samtal og stuðning. Ég vil einnig minnast á Sorgarmiðstöðina sem sameinaði mörg smærri samtök syrgjenda í öfluga miðstöð. Hún veitir ómetanlegan stuðning til syrgjenda, sem er forvörn í sjálfu sér. Sjálfsvíg eru stórt samfélagslegt mein á Íslandi. Á undanförnum 10 árum (2014-2023) hafa 398 manns látist á Íslandi úr sjálfsvígum. Sjálfsvíg eru orsök um þriðjungs andláta fólks á aldrinum 18-29 ára og algengasta dánarorsök fólks á þeim aldri. Samkvæmt sérfræðingum hefur hvert sjálfsvíg bein áhrif á um 135 einstaklinga. Börn, makar, foreldrar, afar og ömmur, frændfólk, vinir og samstarfsfélagar verða fyrir áhrifum slíks missis. Eðli andlátsins gerir alla sorgarúrvinnslu mun flóknari og oft geta afleiðingar orðið mjög miklar fyrir eftirlifendur. Ef við miðum við andlát síðustu 10 ára eru þetta yfir 50 þúsund manns sem sitja eftir. Þetta er mjög dýrt í peningum fyrir samfélag okkar, en ekki síður dýrt fyrir fólkið sem ekki lifði og fær ekki að lifa lífinu sínu, elska, læra og þroskast og gefa til samfélagsins. Mikilvægt er að stjórnvöld átti sig á mikilvægi lágþröskuldaþjónustu á Íslandi og hlutverki þeirra í því að koma í veg fyrir sjálfsvíg. Ég er algerlega sannfærð um að þessi úrræði hafa bjargað mannslífum á síðustu árum og það er á ábyrgð stjórnvalda að tryggja með fjárhagslegum stuðningi að þau verði áfram til og geti veitt lífsbjargandi þjónustu okkur öllum til heilla. Við eigum að gera allt í okkar valdi til að koma til móts við fólk á sinni verstu stund. Það er ekki bara hagkvæmt fyrir samfélagið – það er einfaldlega rétt. Höfundur er starfandi varaþingmaður, fyrrverandi framkvæmdastjóri Bergsins headspace og aðstandandi. Þau sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á; Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Einnig geta ungmenni fengið aðstoð í Berginu headspace, bergid.is, s. 571-5580. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurþóra Bergsdóttir Geðheilbrigði Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Skoðun Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Við upplifum öll vanlíðan á lífsleiðinni og margir lenda á þeim stað að upplifa algert vonleysi. Tilfinningin fyrir því að öll sund séu lokuð getur verið yfirþyrmandi. Þá skiptir mestu máli að til séu leiðir til að komast í samband við fólk – að geta náð til einhvers sem getur hlustað, gefið tíma og veitt von. Aðgengi að þjónustu er lykilatriðið: að hægt sé að hringja, fá tíma fljótt og upplifa að maður sé ekki einn í heiminum. Sem betur fer eru slíkir staðir til á Íslandi. Hugtakið lágþröskuldaþjónusta er notað um úrræði sem virka þannig að hægt er að koma hratt og vel til móts við fólk á eigin forsendum, með viðeigandi stuðning og hjálp á réttum tíma. Uppfærð aðgerðaráætlun um fækkun sjálfsvíga sem lögð var fyrir Alþingi í vor setur sem aðgerð að tryggja skuli aðgengi að gagnreyndu lágþröskuldaúrræði án biðtíma, bæði fyrir fullorðið fólk og fyrir börn og ungmenni. Félagasamtök hafa byggt upp fagleg úrræði sem veita slíka þjónustu: Pieta samtökin hafa lagt sérstaka áherslu á að veita fólki í sjálfsvígshættu meðferð og styðja aðstandenda þeirra. Bergið headspace þjónustar ungt fólk á aldrinum 12-25 ára. Þar er ekki skilyrði að vera í hættu heldur lögð áhersla á að öll ungmenni á þessum aldri geti fengið faglegan stuðning án þess að gefa upp ástæðu fyrir komu. 1717 sími rauða krossins er opinn öllum á öllum aldri allan sólarhringinn og veitir samtal og stuðning. Ég vil einnig minnast á Sorgarmiðstöðina sem sameinaði mörg smærri samtök syrgjenda í öfluga miðstöð. Hún veitir ómetanlegan stuðning til syrgjenda, sem er forvörn í sjálfu sér. Sjálfsvíg eru stórt samfélagslegt mein á Íslandi. Á undanförnum 10 árum (2014-2023) hafa 398 manns látist á Íslandi úr sjálfsvígum. Sjálfsvíg eru orsök um þriðjungs andláta fólks á aldrinum 18-29 ára og algengasta dánarorsök fólks á þeim aldri. Samkvæmt sérfræðingum hefur hvert sjálfsvíg bein áhrif á um 135 einstaklinga. Börn, makar, foreldrar, afar og ömmur, frændfólk, vinir og samstarfsfélagar verða fyrir áhrifum slíks missis. Eðli andlátsins gerir alla sorgarúrvinnslu mun flóknari og oft geta afleiðingar orðið mjög miklar fyrir eftirlifendur. Ef við miðum við andlát síðustu 10 ára eru þetta yfir 50 þúsund manns sem sitja eftir. Þetta er mjög dýrt í peningum fyrir samfélag okkar, en ekki síður dýrt fyrir fólkið sem ekki lifði og fær ekki að lifa lífinu sínu, elska, læra og þroskast og gefa til samfélagsins. Mikilvægt er að stjórnvöld átti sig á mikilvægi lágþröskuldaþjónustu á Íslandi og hlutverki þeirra í því að koma í veg fyrir sjálfsvíg. Ég er algerlega sannfærð um að þessi úrræði hafa bjargað mannslífum á síðustu árum og það er á ábyrgð stjórnvalda að tryggja með fjárhagslegum stuðningi að þau verði áfram til og geti veitt lífsbjargandi þjónustu okkur öllum til heilla. Við eigum að gera allt í okkar valdi til að koma til móts við fólk á sinni verstu stund. Það er ekki bara hagkvæmt fyrir samfélagið – það er einfaldlega rétt. Höfundur er starfandi varaþingmaður, fyrrverandi framkvæmdastjóri Bergsins headspace og aðstandandi. Þau sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á; Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Einnig geta ungmenni fengið aðstoð í Berginu headspace, bergid.is, s. 571-5580. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar