Fótbolti

Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skraut­legum leik United og Chelsea

Siggeir Ævarsson skrifar
Casemiro skoraði í gær en lét svo reka sig útaf skömmu seinna
Casemiro skoraði í gær en lét svo reka sig útaf skömmu seinna EPA/PETER POWELL

Manchester United vann kærkominn 2-1 sigur á Chelsea í gær en það gekk ýmislegt á í þessum leik og liðin enduðu leikinn bæði manni færri.

Robert Sánchez, markvörður Chelsea, fékk að líta rauða spjaldið strax í upphafi leiks fyrir glórulaust brot og Chelsea gerði tvær skiptingar í kjölfarið. Þær áttu svo eftir að bíta liðið í rassinn þegar Casemiro lét reka sig út af undir lok fyrri hálfleiks þar sem hann nældi sér í sitt annað gula spjald en allur broddur var úr sóknarleik Chelsea eftir skiptingarnar.

Bruno Fernandes og Casemiro komu United í 2-0 í fyrri hálfleik en Trevoh Chalobah minnkaði muninn undir lok leiks. 

Stefán Árni Pálsson fer yfir allt það helsta úr leiknum í spilaranum hér að neðan.


Tengdar fréttir

Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez

Chelsea getur ekki lagt Manchester United að velli á Old Trafford í ensku úrvalsdeild karla. Fara þarf til ársins 2013 til að finna síðasta deildarsigur Chelsea á þeim velli. Það sama var upp á teningnum í dag.

Tveir í röð á Old Traf­ford í fyrsta sinn

Manchester United hefur ekki beinlínis raðað inn sigrum undir stjórn Ruben Amorim hingað til en í gær náði hann þó ákveðnum áfanga með því að vinna tvo heimaleiki í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×