Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. september 2025 20:04 Plokkara vinkonurnar á Selfossi með viðurkenningarskjalið sitt. Frá vinstri, Ágústa, Sigrún, Gunndís og Katrín. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þær eru öflugar fjórar vinkonurnar á besta aldri á Selfossi, sem fara reglulega út saman til að plokka rusl í bæjarfélaginu enda fengu þær Umhverfisverðlaun Árborgar fyrir framtakið. Stundum finna þær notaðar nærbuxur og sokka á ferðum sínum. Umhverfisverðlaun Árborgar voru afhent á bæjarhátíðinni Sumar á Selfossi í sumar og þá fengu vinkonurnar verðlaunin fyrir sitt framtak en þær hittast tvisvar í viku og ganga um göturnar á Selfossi og plokka og tína upp allt rusl, sem á vegi þeirra verður. Allar eru þær eldri borgarar, komnar yfir áttrætt og segja plokkið gefa þeim góða hreyfingu og þær kalla sig Tínurnar. Þetta eru þær Katrín Þóroddsdóttir, Ágústa Guðlaugsdóttir, Sigrún Skúladóttir og Gunndís Sigurðardóttir. Er þetta ekki bara skemmtilegt? „Jú, það er voða gaman hjá okkur. Gaman að spjalla og svona. Við erum með verki þegar við komum heim af hlátri, heyrum illa og misskiljum og allt, allur pakkinn,” segir Ágústa hlæjandi. En hvers konar rusl er það, sem þær tína mest af? „Ísmál og huppuskeiðar, já, og allskonar, til dæmis föt og vettlingar og sokkar og hvað eina og veip og nærbuxur finnum við stundum”, segir Sigrún. Þetta er þá mjög fjölbreytt, sem þið finnið? „Já, já, algjörlega, það vantar ekkert upp á það,” segir Gunndís. Konurnar eru að vonum mjög ánægðar og stoltar aðhafa fengið Umhverfisverðlaun Árborgar 2025.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þessir púðar og það, púðarnir, sem fólk er að troða upp í sig, þeir eru hræðilegir og það er mikið af þeim og líka sígarettustubbar”, segir Ágústa. Eruð þið ekki stoltar af umhverfisverðlaununum, sem þið fenguð? „Jú, mjög, það er bara frábært,” segir Katrín. „Það eru margir að stoppa okkur úti á götu og þakka okkur fyrir og segja hvað við séum duglegar," bætir Gunndís við. Og konurnar eru með kúst og fægiskúffu með sér þegar þær sjá glerbrot úti á víðavangi, þá er því öllu sópað saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Sorphirða Eldri borgarar Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Umhverfisverðlaun Árborgar voru afhent á bæjarhátíðinni Sumar á Selfossi í sumar og þá fengu vinkonurnar verðlaunin fyrir sitt framtak en þær hittast tvisvar í viku og ganga um göturnar á Selfossi og plokka og tína upp allt rusl, sem á vegi þeirra verður. Allar eru þær eldri borgarar, komnar yfir áttrætt og segja plokkið gefa þeim góða hreyfingu og þær kalla sig Tínurnar. Þetta eru þær Katrín Þóroddsdóttir, Ágústa Guðlaugsdóttir, Sigrún Skúladóttir og Gunndís Sigurðardóttir. Er þetta ekki bara skemmtilegt? „Jú, það er voða gaman hjá okkur. Gaman að spjalla og svona. Við erum með verki þegar við komum heim af hlátri, heyrum illa og misskiljum og allt, allur pakkinn,” segir Ágústa hlæjandi. En hvers konar rusl er það, sem þær tína mest af? „Ísmál og huppuskeiðar, já, og allskonar, til dæmis föt og vettlingar og sokkar og hvað eina og veip og nærbuxur finnum við stundum”, segir Sigrún. Þetta er þá mjög fjölbreytt, sem þið finnið? „Já, já, algjörlega, það vantar ekkert upp á það,” segir Gunndís. Konurnar eru að vonum mjög ánægðar og stoltar aðhafa fengið Umhverfisverðlaun Árborgar 2025.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þessir púðar og það, púðarnir, sem fólk er að troða upp í sig, þeir eru hræðilegir og það er mikið af þeim og líka sígarettustubbar”, segir Ágústa. Eruð þið ekki stoltar af umhverfisverðlaununum, sem þið fenguð? „Jú, mjög, það er bara frábært,” segir Katrín. „Það eru margir að stoppa okkur úti á götu og þakka okkur fyrir og segja hvað við séum duglegar," bætir Gunndís við. Og konurnar eru með kúst og fægiskúffu með sér þegar þær sjá glerbrot úti á víðavangi, þá er því öllu sópað saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Sorphirða Eldri borgarar Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira