„Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. september 2025 14:01 Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra kemur til dyranna eins og hann er klæddur. Vísir/Anton Brink Mennta- og barnamálaráðherra segist ekki láta umræðu um málfar, enskukunnáttu og hæfni í starfi á sig fá. Hann segir af og frá að hann nenni ekki að setja sig inn í hlutina, ummæli þess efnis sem vakið hafa mikla athygli hafi verið á misskilningi byggð. Hann hafi meint að hann nenni ekki fortíðinni. Guðmundur Ingi Kristinsson tók við ráðherradómi af Ásthildi Lóu Þórsdóttur í lok mars og hefur síðan vakið töluverða athygli í starfi. Meðal annars fyrir opnunarávarp á tæpri ensku á alþjóðlegum fundi í Hörpu og fyrir málfar sitt og þágufallssýki. Þá vakti það mikla athygli í ágúst þegar hann sagðist í Bítinu á Bylgjunni ekki nenna að gá að því hvers vegna gömlu samræmdu prófin virki ekki. Meðal þeirra sem gagnrýndi orð ráðherra var Hjörvar Hafliðason fjölmiðlamaður sem sagði í Spursmálum að enginn fótboltaþjálfari myndi komast upp með að nenna ekki að setja sig inn í helstu veikleika liðs síns, sá yrði einfaldlega rekinn. Mun alltaf nenna Guðmundur segir við fréttastofu nú að hann hafi í raun alls ekki meint að hann hafi ekki nennt að setja sig inn í málið. Hann hafi meint að hann nenni ekki að dvelja í fortíðinni, hafi ekki tíma í það. „Ég ætla að vera í nútíðinni og það er það sem ég var að meina. Ég var að búa til nýtt matsferli sem ég tel að virki mjög flott, það mun koma í ljós, ég hef trú á því. En að ég nenni ekki að gera hlutina, það hef ég aldrei verið, ég mun alltaf nenna að gera hlutina. En í þessu tilviki nennti ég ekki að vera að hanga í fortíðinni.“ Vonar að hann sé fyrirmynd krakka Ræða sem þú hélst á ensku í upphafi ráðherraferils þíns vakti mikla athygli, talsmáti þinn hefur sömuleiðis fengið mikla athygli og þú greindur með þágufallssýki, hvernig finnst þér að sitja undir þessu og jafnvel spurningum um það hvort þú sért hæfur til þess að sinna þessu starfi? Bjóstu við því þessu þegar þú tókst við ráðherraembættinu? „Já já ég bjóst við hverju sem er. Ég er búinn að vera á þingi í sjö ár, þannig þetta er bara allt í lagi og bara flott umræða. Það er bara gaman að því að fólk sé að spá í þetta vegna þess að ég bara er eins og ég er og ég tala eins og ég tala. Ég lærði iðnám og ég ætla ekkert að reyna að vera eitthvað annað en ég er og ég ætla að vona að allir krakkar þarna úti átti sig á því að þau mega bara vera þau sjálf, eins og ég.“ Guðmundur lauk gagnfræðiprófi frá trésmíðadeild við Ármúlaskóla árið 1972. Hann sat á skólabekk við trésmíðadeild Iðnskólans í Reykjavík árið 1974. Þá stundaði hann skrifstofunám, vefsíðugerð og myndvinnslu í Nýja tölvu- og viðskiptaskólanum 1997. Tekur maður þessu ekkert inn á sig, ekkert persónulega? „Nei. Þá væri ég ekki hér. Þá væri ég löngu hættur að vera í þessu starfi.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Guðmundur Ingi Kristinsson tók við ráðherradómi af Ásthildi Lóu Þórsdóttur í lok mars og hefur síðan vakið töluverða athygli í starfi. Meðal annars fyrir opnunarávarp á tæpri ensku á alþjóðlegum fundi í Hörpu og fyrir málfar sitt og þágufallssýki. Þá vakti það mikla athygli í ágúst þegar hann sagðist í Bítinu á Bylgjunni ekki nenna að gá að því hvers vegna gömlu samræmdu prófin virki ekki. Meðal þeirra sem gagnrýndi orð ráðherra var Hjörvar Hafliðason fjölmiðlamaður sem sagði í Spursmálum að enginn fótboltaþjálfari myndi komast upp með að nenna ekki að setja sig inn í helstu veikleika liðs síns, sá yrði einfaldlega rekinn. Mun alltaf nenna Guðmundur segir við fréttastofu nú að hann hafi í raun alls ekki meint að hann hafi ekki nennt að setja sig inn í málið. Hann hafi meint að hann nenni ekki að dvelja í fortíðinni, hafi ekki tíma í það. „Ég ætla að vera í nútíðinni og það er það sem ég var að meina. Ég var að búa til nýtt matsferli sem ég tel að virki mjög flott, það mun koma í ljós, ég hef trú á því. En að ég nenni ekki að gera hlutina, það hef ég aldrei verið, ég mun alltaf nenna að gera hlutina. En í þessu tilviki nennti ég ekki að vera að hanga í fortíðinni.“ Vonar að hann sé fyrirmynd krakka Ræða sem þú hélst á ensku í upphafi ráðherraferils þíns vakti mikla athygli, talsmáti þinn hefur sömuleiðis fengið mikla athygli og þú greindur með þágufallssýki, hvernig finnst þér að sitja undir þessu og jafnvel spurningum um það hvort þú sért hæfur til þess að sinna þessu starfi? Bjóstu við því þessu þegar þú tókst við ráðherraembættinu? „Já já ég bjóst við hverju sem er. Ég er búinn að vera á þingi í sjö ár, þannig þetta er bara allt í lagi og bara flott umræða. Það er bara gaman að því að fólk sé að spá í þetta vegna þess að ég bara er eins og ég er og ég tala eins og ég tala. Ég lærði iðnám og ég ætla ekkert að reyna að vera eitthvað annað en ég er og ég ætla að vona að allir krakkar þarna úti átti sig á því að þau mega bara vera þau sjálf, eins og ég.“ Guðmundur lauk gagnfræðiprófi frá trésmíðadeild við Ármúlaskóla árið 1972. Hann sat á skólabekk við trésmíðadeild Iðnskólans í Reykjavík árið 1974. Þá stundaði hann skrifstofunám, vefsíðugerð og myndvinnslu í Nýja tölvu- og viðskiptaskólanum 1997. Tekur maður þessu ekkert inn á sig, ekkert persónulega? „Nei. Þá væri ég ekki hér. Þá væri ég löngu hættur að vera í þessu starfi.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira