Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Atli Ísleifsson skrifar 17. september 2025 10:36 Halldór Örn Jónsson, rekstrarstjóri Ölmu, og Birkir Snær Brynleifsson, formaður Orators, skoða húsaleigulögin. Laganemar við Háskóla Íslands munu áfram bjóða leigjendum upp á ókeypis ráðgjöf eftir að samkomulag náðist um áframhaldandi starfsemi Leigjendalínunnar svokölluðu. Alls leituðu um sjötíu leigjendur aðstoðar hjá Leigjendalínunni á síðasta skólaári og hafa algengustu spurningarnar um riftun leifusamninga og kröfur um tryggingafé. Í tilkynningu segir að samkomulag hafi náðst milli Orators og Ölmu leigjendafélags um áframhaldandi starfsemi Leigjendalínunnar. Þar kemur fram að um helmingur samtalanna fari fram á ensku. Haft er eftir Birki Snæ Brynleifssyni, formanni Orators, að laganemar vilji fjölga þeim sem þeir aðstoði og sömuleiðis leggja meira í þjónustuna en áður. Leigjendalínan hefur undanfarin ár boðið leigjendum upp á ókeypis ráðgjöf um réttindi og skyldur á leigumarkaði, en hún verður opin alla miðvikudaga í vetur frá klukkan 18 til 20. Birkir Snær segir að málin séu mjög fjölbreytt og geti sömuleiðis verið flókin. „Við heyrum að oft er mikill samskiptavandi milli leigjanda og leigusala en við bendum alltaf á að senda kvartanir á leigusala skriflega. Við bendum svo á kærunefnd húsamála ef leigusali bregst ekki við,” segir Birkir. Um það bil helmingur símtala sem Leigjendalínunni berast eru á ensku. „Og það er ekkert skrýtið, því erlendum aðilum finnst oft flókið að feta sig inn á íslenskan leigumarkað,“ segir Birkir. Fram kemur að Alma hafi stutt við verkefnið frá árinu 2017 sem felist að hluta í greiðslu launa óháðs lögfræðings sem sinni ráðgjöfinni ásamt laganemum. Aðkoma félagsins sé að öðru leyti engin og að markmiðið sé að stuðla að traustum og öruggum leigumarkaði. Háskólar Leigumarkaður Neytendur Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
Í tilkynningu segir að samkomulag hafi náðst milli Orators og Ölmu leigjendafélags um áframhaldandi starfsemi Leigjendalínunnar. Þar kemur fram að um helmingur samtalanna fari fram á ensku. Haft er eftir Birki Snæ Brynleifssyni, formanni Orators, að laganemar vilji fjölga þeim sem þeir aðstoði og sömuleiðis leggja meira í þjónustuna en áður. Leigjendalínan hefur undanfarin ár boðið leigjendum upp á ókeypis ráðgjöf um réttindi og skyldur á leigumarkaði, en hún verður opin alla miðvikudaga í vetur frá klukkan 18 til 20. Birkir Snær segir að málin séu mjög fjölbreytt og geti sömuleiðis verið flókin. „Við heyrum að oft er mikill samskiptavandi milli leigjanda og leigusala en við bendum alltaf á að senda kvartanir á leigusala skriflega. Við bendum svo á kærunefnd húsamála ef leigusali bregst ekki við,” segir Birkir. Um það bil helmingur símtala sem Leigjendalínunni berast eru á ensku. „Og það er ekkert skrýtið, því erlendum aðilum finnst oft flókið að feta sig inn á íslenskan leigumarkað,“ segir Birkir. Fram kemur að Alma hafi stutt við verkefnið frá árinu 2017 sem felist að hluta í greiðslu launa óháðs lögfræðings sem sinni ráðgjöfinni ásamt laganemum. Aðkoma félagsins sé að öðru leyti engin og að markmiðið sé að stuðla að traustum og öruggum leigumarkaði.
Háskólar Leigumarkaður Neytendur Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira