Innlent

Ekkert bólaði á ræðu­manni

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Hildur bíður en ekkert bólar á Bergþóri Ólasyni.
Hildur bíður en ekkert bólar á Bergþóri Ólasyni.

Skondin uppákoma varð á Alþingi í vikunni þegar Hildur Sverrisdóttir varaforseti þurfti að bíða í nokkrar mínútur eftir ræðumanni sem var á leið í pontu. Hildur birti myndband af uppákomunni á samfélagsmiðlum í dag.

„Takk innilega Bergþór Ólason fyrir lengstu mínútur lífs míns,“ skrifar Hildur.

Í upphafi myndbandsins situr Hildur í forsetastól Alþingis, þegar hún stendur upp og segir: „Við hinkrum nú eftir næsta ræðumanni,“ og hefst þá biðin langa.

Hildur stendur grafkyrr í nokkra hríð og ekkert bólar á Bergþóri Ólasyni, þingmanni Miðflokksins.

Um þremur mínútum síðar er Bergþór kominn og í kjölfarið kynnir Hildur hann til leiks.

Bergþór stígur svo upp í pontu og biðst afsökunar á seinaganginum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×