Sport

Ítalskur skíðakappi lést eftir á­rekstur á æfingu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Matteo Franzoso lést eftir að hafa lent í slysi á æfingu.
Matteo Franzoso lést eftir að hafa lent í slysi á æfingu. getty/Severin Aichbauer

Matteo Franzoso, ítalskur skíðamaður, lést eftir árekstur á æfingu í Síle á laugardaginn. Hann hefði orðið 26 ára í dag.

Franzoso lenti á grindverki og varð fyrir alvarlegum höfuðáverkum. Hann var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús í Santiago þar sem hann lést.

Franzoso er annar ítalski skíðakappinn sem deyr eftir slys á æfingu á innan við ári. Í lok október í fyrra lést Matilde Lorenzi eftir að hún varð fyrir alvarlegum höfuðáverkum á æfingu á Val Senales skíðasvæðinu í suður Týrol. Hún var aðeins nítján ára.

Franzoso keppti á sautján heimsbikarmótum. Besti árangur hans var 28. sæti á Cortina d'Ampezzo á Norður-Ítalíu fyrir tveimur árum.

„Þetta er harmleikur fyrir fjölskyldu hans og íþróttina okkar,“ sagði forseti ítalska vetraríþróttasambandsins, Flavio Roda, um andlát Franzosos.

„Við verðum að gera allt til að koma í veg fyrir að svona lagað komi fyrir aftur,“ bætti Roda við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×