Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar 16. september 2025 10:31 Frekja og yfirgangur bílastæðafyrirtækja í garð almennings, ekki síst fatlaðra, hefur náð nýjum hæðum. Hreyfihamlaðir einstaklingar geta sótt um sérstakt stæðiskort, sem á að koma fyrir í framrúðu þess ökutækis sem lagt er í stæði. Samkvæmt reglugerð um útgáfu og notkun slíkra skírteina má ekki rukka hreyfihamlaða fyrir bílastæði, jafnvel þótt um hefðbundin stæði sé að ræða. Í stað hefðbundinna bílastæðavarða nota fyrirtækin nú myndavélar sem skrá númer bíla. Þessar vélar ná aðeins númeraplötunni, ekki framrúðunni þar sem stæðiskort fatlaðra eru staðsett lögum samkvæmt. Þetta leiðir til þess að fatlaðir einstaklingar eru í sífellu rukkaðir um sektir, einfaldlega vegna þess að myndavélin „sér ekki“ kortið sem lög kveða á um að veiti undanþágu. Sjálfur fékk ég slíka sekt, þrátt fyrir að hafa verið með gilt stæðiskort. Þegar ég kvartaði var mér sagt að ég gæti einfaldlega sent inn athugasemd og að það yrði tekið tillit til þess. En hvar er réttlætið í því að sektarkerfið virki þannig að allir séu sektaðir fyrirfram, og svo þurfi fólk, sem gjarnan glímir við skerðingar eða erfiðleika, að sanna sakleysi sitt í eftirfarandi bréfaskiptum? Sum bílastæðafyrirtæki vilja nú binda stæðiskort við ákveðin bílnúmer, að því er virðist til að auðvelda sjálfvirka myndgreiningu. Slík hugmynd er auðvitað fráleit. Skírteinið fylgir einstaklingnum en ekki bílnum. Hreyfihamlaður einstaklingur getur verið farþegi í lánsbíl, leigubíl eða bíl í eigu fjölskyldumeðlims eða vinar. Að krefja fólk um að nota eingöngu „skráð“ ökutæki með stæðiskortinu er ekki aðeins óréttlátt, heldur jafnframt útilokandi og mismunandi. Ætla þessi fyrirtæki virkilega að halda því fram að fatlaðir eigi bara að bíða eftir ranglátum sektum í heimabankann og svo verja tíma og orku í að reyna að fá þær felldar niður? Ef einhver er að brjóta lög í þessum málum, þá eru það bílastæðafyrirtækin sjálf. Ef þau sekta ranglega, er eðlilegra að kalla til lögreglu vegna ólögmætra krafna, frekar en að leggja byrðina á fatlað fólk. Sífellt fleiri rekast á þessi óréttlátu vinnubrögð. Spurningin er einföld:Hvenær ætla stjórnvöld að grípa inn í og stöðva þetta? Höfundur er fyrrverandi framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bílastæði Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Frekja og yfirgangur bílastæðafyrirtækja í garð almennings, ekki síst fatlaðra, hefur náð nýjum hæðum. Hreyfihamlaðir einstaklingar geta sótt um sérstakt stæðiskort, sem á að koma fyrir í framrúðu þess ökutækis sem lagt er í stæði. Samkvæmt reglugerð um útgáfu og notkun slíkra skírteina má ekki rukka hreyfihamlaða fyrir bílastæði, jafnvel þótt um hefðbundin stæði sé að ræða. Í stað hefðbundinna bílastæðavarða nota fyrirtækin nú myndavélar sem skrá númer bíla. Þessar vélar ná aðeins númeraplötunni, ekki framrúðunni þar sem stæðiskort fatlaðra eru staðsett lögum samkvæmt. Þetta leiðir til þess að fatlaðir einstaklingar eru í sífellu rukkaðir um sektir, einfaldlega vegna þess að myndavélin „sér ekki“ kortið sem lög kveða á um að veiti undanþágu. Sjálfur fékk ég slíka sekt, þrátt fyrir að hafa verið með gilt stæðiskort. Þegar ég kvartaði var mér sagt að ég gæti einfaldlega sent inn athugasemd og að það yrði tekið tillit til þess. En hvar er réttlætið í því að sektarkerfið virki þannig að allir séu sektaðir fyrirfram, og svo þurfi fólk, sem gjarnan glímir við skerðingar eða erfiðleika, að sanna sakleysi sitt í eftirfarandi bréfaskiptum? Sum bílastæðafyrirtæki vilja nú binda stæðiskort við ákveðin bílnúmer, að því er virðist til að auðvelda sjálfvirka myndgreiningu. Slík hugmynd er auðvitað fráleit. Skírteinið fylgir einstaklingnum en ekki bílnum. Hreyfihamlaður einstaklingur getur verið farþegi í lánsbíl, leigubíl eða bíl í eigu fjölskyldumeðlims eða vinar. Að krefja fólk um að nota eingöngu „skráð“ ökutæki með stæðiskortinu er ekki aðeins óréttlátt, heldur jafnframt útilokandi og mismunandi. Ætla þessi fyrirtæki virkilega að halda því fram að fatlaðir eigi bara að bíða eftir ranglátum sektum í heimabankann og svo verja tíma og orku í að reyna að fá þær felldar niður? Ef einhver er að brjóta lög í þessum málum, þá eru það bílastæðafyrirtækin sjálf. Ef þau sekta ranglega, er eðlilegra að kalla til lögreglu vegna ólögmætra krafna, frekar en að leggja byrðina á fatlað fólk. Sífellt fleiri rekast á þessi óréttlátu vinnubrögð. Spurningin er einföld:Hvenær ætla stjórnvöld að grípa inn í og stöðva þetta? Höfundur er fyrrverandi framhaldsskólakennari.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar