Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. september 2025 21:54 Um er að ræða aðra árásina á meinta fíkniefnasmyglara á skömmum tíma. AP Bandaríski herinn grandaði í morgun báti á alþjóðlegu hafsvæði nærri Suður-Ameríku þar sem talið var að fíkniefni væru innanborðs. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir þrjá hafa fallið í árásinni en tæpar tvær vikur eru síðan ellefu voru drepnir í sams konar árás. Trump greinir frá aðgerðinni á eigin samfélagsmiðli, Truth Social, og á X. „Árásin var gerð þegar fíkniefnahryðjuverkamenn frá Venesúela voru á alþjóðahafsvæði að flytja ólögleg fíkniefni (BANVÆNT VOPN SEM EITRAR FYRIR BANDARÍKJAMÖNNUM) til Bandaríkjanna,“ segir Trump í færslunni. Hann segir fíkniefnaflutninga af þessu tagi mikla ógn við þjóðaröryggi, utanríkisstefnu og hagsmuni Bandaríkjanna. Þrír „hryðjuverkamenn“ hafi fallið í árásinni og engum hermanni Bandaríkjahers hafi orðið meint af. pic.twitter.com/CvQdkW76Y7— Trump War Room (@TrumpWarRoom) September 15, 2025 Trump greindi frá því í byrjun mánaðar að hann hefði skipað bandaríska hernum að granda hraðbát í sunnanverðu Karíbahafi sem bar fíkniefni. Ellefu féllu í þeirri árás en þeir eru sagðir hafa verið um borð á vegum venesúelsku fíkniefnasamtakanna Tren de Arague. Ekki kemur fram í færslu Trump hvort báturinn sem herinn hæfði í dag væri frá sömu samtökum. New York Times segir frá því að fyrirliggjandi gögn bendi til þess að bátnum, sem var grandaður fyrr í mánuðinum, hafi verið snúið við áður en herinn hóf að skjóta á hann. Áhöfnin hafi uppgötvað að herflugvélar fylgdust með ferðum bátsins og haldið til baka. Lögspekingar vestanhafs hafa sagt aðgerðina ólögmæta og að Trump hafi ekki valdheimildir til að mæta meintum fíkniefnasmyglurum með þessum hætti þar sem ekki hafi stafað nægileg ógn af þeim. Þá vegi þau rök þungt að báturinn virtist þegar hafa snúið við þegar árásin var gerð. Bandaríkin Venesúela Hernaður Donald Trump Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Trump greinir frá aðgerðinni á eigin samfélagsmiðli, Truth Social, og á X. „Árásin var gerð þegar fíkniefnahryðjuverkamenn frá Venesúela voru á alþjóðahafsvæði að flytja ólögleg fíkniefni (BANVÆNT VOPN SEM EITRAR FYRIR BANDARÍKJAMÖNNUM) til Bandaríkjanna,“ segir Trump í færslunni. Hann segir fíkniefnaflutninga af þessu tagi mikla ógn við þjóðaröryggi, utanríkisstefnu og hagsmuni Bandaríkjanna. Þrír „hryðjuverkamenn“ hafi fallið í árásinni og engum hermanni Bandaríkjahers hafi orðið meint af. pic.twitter.com/CvQdkW76Y7— Trump War Room (@TrumpWarRoom) September 15, 2025 Trump greindi frá því í byrjun mánaðar að hann hefði skipað bandaríska hernum að granda hraðbát í sunnanverðu Karíbahafi sem bar fíkniefni. Ellefu féllu í þeirri árás en þeir eru sagðir hafa verið um borð á vegum venesúelsku fíkniefnasamtakanna Tren de Arague. Ekki kemur fram í færslu Trump hvort báturinn sem herinn hæfði í dag væri frá sömu samtökum. New York Times segir frá því að fyrirliggjandi gögn bendi til þess að bátnum, sem var grandaður fyrr í mánuðinum, hafi verið snúið við áður en herinn hóf að skjóta á hann. Áhöfnin hafi uppgötvað að herflugvélar fylgdust með ferðum bátsins og haldið til baka. Lögspekingar vestanhafs hafa sagt aðgerðina ólögmæta og að Trump hafi ekki valdheimildir til að mæta meintum fíkniefnasmyglurum með þessum hætti þar sem ekki hafi stafað nægileg ógn af þeim. Þá vegi þau rök þungt að báturinn virtist þegar hafa snúið við þegar árásin var gerð.
Bandaríkin Venesúela Hernaður Donald Trump Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira