Handbolti

Fimm ís­lensk mörk í stórtapi Kol­stad

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sigvaldi Björn skoraði tvö mörk úr sex skotum í kvöld.
Sigvaldi Björn skoraði tvö mörk úr sex skotum í kvöld. Getty/Igor Kralj

Íslendingaliðið Kolstad sá aldrei til sólar þegar liðið sótti Kielce heim í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Það var í raun ljóst í hvað stefndi eftir aðeins fimm mínútur en heimamenn í Kielce skoruðu fyrstu fjögur mörk leiksins. Eftir tíu mínútna leik var staðan 9-4 en og var það munur sem hélst allt nærri til loka fyrri hálfleiks.

Gestirnir í Kolstad minnkuðu muninn í fjögur mörk rétt fyrir lok fyrri hálfleiks, staðan þá 16-12. Aftur byrjaði heimaliðið af krafti í síðari hálfleik, skoraði fyrstu fjögur mörkin og gerði út um leikinn.

Kolstad var aldrei nálægt því að vinna þann mun upp og lauk leiknum með 11 marka sigri heimamanna, lokatölur 38-27.

Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði þrjú mörk í liði gestanna og Sigvaldi Björn Guðjónsson tvö.

Um var að ræða fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu. Situr Kolstad að botni A-riðils að henni lokinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×