Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Samúel Karl Ólason skrifar 9. september 2025 21:58 Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur ítrekað úrskurðað Trump í vil. AP/J. Scott Applewhite Hæstiréttur Bandaríkjanna mun taka áfrýjun ríkisstjórnar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna umfangsmikilla tolla sem voru dæmdir ólöglegir í flýtimeðferð. Tollarnir hafa verið úrskurðaðir ólöglegir á tveimur lægri dómstigum en verða áfram í gildi þar til Hæstiréttur úrskurðar í málinu. Fólkið sem höfðaði málið upprunalega og samtök smárra fyrirtækja sem standa við bak þeirra, fóru einnig fram á að málið fengi flýtimeðferð hjá Hæstarétti, á þeim grundvelli að tollarnir séu mikill skaðvaldur. Sjá einnig: Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Málið verður tekið fyrir hæstarétt í byrjun nóvember og gæti úrskurður legið fyrir í lok árs, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Trump hefur beitt fjölmörg ríki heims umfangsmiklum tollum frá því hann tók við embætti forseta í janúar. Marga þeirra setti hann á á grunni laga um neyðarástand frá 1977. Þessum lögum hafði þangað til að mestu verið beitt til að koma á refsiaðgerðum vegna ógna gegn Bandaríkjunum. Tollana hefur Trump notað til að þrýsta á ríki og ríkjasambönd til að samþykkja nýja viðskiptasamninga, sem þykja í flestum tilfellum hagstæðari Bandaríkjunum. Þá hafa tollarnir reynst stór tekjulind fyrir bandaríska ríkið. Í fyrri úrskurðum í málinu sögðu dómarar að umrædd lög veiti forseta Bandaríkjanna umfangsmiklar heimildir en það að beita tollum eða sköttum sé ekki þar á meðal. Það ætti samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna að vera á höndum þingsins. Trump hefur ítrekað tekið sér völd sem hingað til hafa verið þingsins en Repúblikanar, sem eru í meirihluta í báðum deildum þingsins, hafa sýnt lítinn mótþróa. Ríkisstjórn Trumps segir að verði tollarnir úrskurðaðir ólöglegir muni það leiða til hamfara í Bandaríkjunum. Búist sé við því að ríkið muni afla allt að þúsund milljörðum dala vegna tollanna fyrir næsta sumar og falli það niður myndu afleiðingarnar á ríkisreksturinn verða miklar. Einnig þyrfti að semja við fjölda ríkja upp á nýtt og jafnvel endurgreiða ríkjum sem búið er að semja við á grunni tollanna. Vongóðir fyrir hæstarétti Sex af níu dómurum hæstaréttar voru skipaðir af forseta úr Repúblikanaflokknum og þar af þrír af Trump. Þegar dómurinn hefur formlega störf í október eru nokkur mál um valdsvið Trumps sem fara á borð dómara þar og eru Trump-liðar borubrattir um að málin muni fara þeim í vil. Dómarar á neðri dómstigum hafa ítrekað staðið í vegi Trumps en hæstiréttur hefur í fjölda tilfella úrskurðað forsetanum í vil í umdeildum málum. Sjá einnig: Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Á undanförnum árum hafa dómarar hæstaréttar ítrekað verið gagnrýndir fyrir að hafa hraðar hendur þegar það hentar Trump en draga lappirnar í öðrum málum. Fyrr í sumar komst hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að lægri dómstólar hefðu ekki vald til að leggja lögbann á landsvísu á stjórnarathafnir forsetans en slíkt hefur þekkst í áratugi í Bandaríkjunum en hefur færst í aukana á undanförnum árum. Það er að miklu leyti vegna þess að Trump sjálfur hefur á undanförnum árum ítrekað teygt á lögunum. Nú í kvöld frysti John Roberts, forseti hæstaréttar, úrksurð lægra dómstigs um að Trump væri ekki heimilt að stöðva fjárútlát til þróunaraðstoðar sem þingið hefði þegar samþykkt. Hann færði engin rök fyrir ákvörðun sinni en hún felur í sér að peningunum verði ekki eytt að svo stöddu. Þetta mál byggir á því að Trump hefur neitað að verja um fimm milljörðum dala í þróunaraðstoð, eins og þingið hefur sagt að eigi að gera. Það gerði Trump á gunni laga frá 1974. Sjá einnig: Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Lögin hafa ekki verið notuð í nærri því hálfa öld og áður hafa sérfræðingar komist að því að ólöglegt sé að beita þeim með þessum hætti. Þessi lög fela í sér að forseti geti sent þinginu kröfu um að tilteknum fjármunum verði ekki varið og hefst þá 45 daga ferli þar sem þingið má ekki snerta peningana. Núverandi fjárlagaári lýkur í lok september, svo með þessu er Trump í raun að taka fyrir hendurnar á þinginu og koma í veg fyrir að peningunum verði varið í það sem þingið samþykkti. Á fyrra kjörtímabili Trumps komust sérfræðingar sjálfstæðrar eftirlitsstofnunar, sem kallast Government Accountability Office, eða GAO, að þeirri niðurstöðu að ólöglegt væri að beita áðurnefndum lögum með þessum hætti. John Roberts, forseti hæstaréttar Bandaríkjanna.AP/Manuel Balce Ceneta Bandaríkin Donald Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna Skattar og tollar Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Fólkið sem höfðaði málið upprunalega og samtök smárra fyrirtækja sem standa við bak þeirra, fóru einnig fram á að málið fengi flýtimeðferð hjá Hæstarétti, á þeim grundvelli að tollarnir séu mikill skaðvaldur. Sjá einnig: Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Málið verður tekið fyrir hæstarétt í byrjun nóvember og gæti úrskurður legið fyrir í lok árs, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Trump hefur beitt fjölmörg ríki heims umfangsmiklum tollum frá því hann tók við embætti forseta í janúar. Marga þeirra setti hann á á grunni laga um neyðarástand frá 1977. Þessum lögum hafði þangað til að mestu verið beitt til að koma á refsiaðgerðum vegna ógna gegn Bandaríkjunum. Tollana hefur Trump notað til að þrýsta á ríki og ríkjasambönd til að samþykkja nýja viðskiptasamninga, sem þykja í flestum tilfellum hagstæðari Bandaríkjunum. Þá hafa tollarnir reynst stór tekjulind fyrir bandaríska ríkið. Í fyrri úrskurðum í málinu sögðu dómarar að umrædd lög veiti forseta Bandaríkjanna umfangsmiklar heimildir en það að beita tollum eða sköttum sé ekki þar á meðal. Það ætti samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna að vera á höndum þingsins. Trump hefur ítrekað tekið sér völd sem hingað til hafa verið þingsins en Repúblikanar, sem eru í meirihluta í báðum deildum þingsins, hafa sýnt lítinn mótþróa. Ríkisstjórn Trumps segir að verði tollarnir úrskurðaðir ólöglegir muni það leiða til hamfara í Bandaríkjunum. Búist sé við því að ríkið muni afla allt að þúsund milljörðum dala vegna tollanna fyrir næsta sumar og falli það niður myndu afleiðingarnar á ríkisreksturinn verða miklar. Einnig þyrfti að semja við fjölda ríkja upp á nýtt og jafnvel endurgreiða ríkjum sem búið er að semja við á grunni tollanna. Vongóðir fyrir hæstarétti Sex af níu dómurum hæstaréttar voru skipaðir af forseta úr Repúblikanaflokknum og þar af þrír af Trump. Þegar dómurinn hefur formlega störf í október eru nokkur mál um valdsvið Trumps sem fara á borð dómara þar og eru Trump-liðar borubrattir um að málin muni fara þeim í vil. Dómarar á neðri dómstigum hafa ítrekað staðið í vegi Trumps en hæstiréttur hefur í fjölda tilfella úrskurðað forsetanum í vil í umdeildum málum. Sjá einnig: Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Á undanförnum árum hafa dómarar hæstaréttar ítrekað verið gagnrýndir fyrir að hafa hraðar hendur þegar það hentar Trump en draga lappirnar í öðrum málum. Fyrr í sumar komst hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að lægri dómstólar hefðu ekki vald til að leggja lögbann á landsvísu á stjórnarathafnir forsetans en slíkt hefur þekkst í áratugi í Bandaríkjunum en hefur færst í aukana á undanförnum árum. Það er að miklu leyti vegna þess að Trump sjálfur hefur á undanförnum árum ítrekað teygt á lögunum. Nú í kvöld frysti John Roberts, forseti hæstaréttar, úrksurð lægra dómstigs um að Trump væri ekki heimilt að stöðva fjárútlát til þróunaraðstoðar sem þingið hefði þegar samþykkt. Hann færði engin rök fyrir ákvörðun sinni en hún felur í sér að peningunum verði ekki eytt að svo stöddu. Þetta mál byggir á því að Trump hefur neitað að verja um fimm milljörðum dala í þróunaraðstoð, eins og þingið hefur sagt að eigi að gera. Það gerði Trump á gunni laga frá 1974. Sjá einnig: Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Lögin hafa ekki verið notuð í nærri því hálfa öld og áður hafa sérfræðingar komist að því að ólöglegt sé að beita þeim með þessum hætti. Þessi lög fela í sér að forseti geti sent þinginu kröfu um að tilteknum fjármunum verði ekki varið og hefst þá 45 daga ferli þar sem þingið má ekki snerta peningana. Núverandi fjárlagaári lýkur í lok september, svo með þessu er Trump í raun að taka fyrir hendurnar á þinginu og koma í veg fyrir að peningunum verði varið í það sem þingið samþykkti. Á fyrra kjörtímabili Trumps komust sérfræðingar sjálfstæðrar eftirlitsstofnunar, sem kallast Government Accountability Office, eða GAO, að þeirri niðurstöðu að ólöglegt væri að beita áðurnefndum lögum með þessum hætti. John Roberts, forseti hæstaréttar Bandaríkjanna.AP/Manuel Balce Ceneta
Bandaríkin Donald Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna Skattar og tollar Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira