Lærisveinar Heimis fara illa af stað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. september 2025 18:07 Heimir getur ekki verið sáttur með byrjun sinna manna. EPA/VASSIL DONEV Heimir Hallgrímsson og lærisveinar hans í írska landsliðinu í fótbolta hafa farið vægast sagt illa af stað í undankeppni HM 2026. Eftir að koma til baka og bjarga stigi gegn Ungverjalandi á heimavelli hélt Heimir með lærisveina sína til Armeníu í von um að landa mikilvægum útisigri gegn liði sem tapaði 5-0 fyrir Portúgal í 1. umferð undankeppninnar. Annað kom á daginn. Það stefndi í markalausan fyrri hálfleik á Vazgen Sargsyan Republican-vellinum í Yerevan en allt kom fyrir ekki. Í uppbótartíma fékk heimaliðið nefnilega vítaspyrnu. Á punktinn fór Eduard Spertsyan, miðjumaður Krasnodar í Rússlandi, og skoraði framhjá Caoimhin Kelleher, markverði Brentford og írska landsliðsins. Írar voru því marki undir í hálfleik. Segja má að um framför hafi verið að ræða þar sem liðið var 0-2 undir í hálfleik gegn Ungverjum í síðasta leik. Ireland go in behind at the break pic.twitter.com/Btsm6OPnUx— Ireland Football ⚽️🇮🇪 (@IrelandFootball) September 9, 2025 Því miður fyrir Írland var staðan orðin 2-0 Armeníu í vil eftir aðeins sex mínútna leik í síðari hálfleik. Grant-Leon Ranos, framherji Borussia Mönchengladbach í Þýskalandi, með markið. Líkt og gegn Ungverjalandi minnkaði Evan Ferguson, framherji Roma á Ítalíu, muninn en að þessu sinni tókst Írlandi ekki að jafna metin. Raunar voru það heimamenn sem voru nær því að bæta við og var til að mynda mark dæmt af eftir að hafa verið skoðað af myndbandsdómara leiksins. Lokatölur í Yerevan 2-1 og lærisveinar Heimis því aðeins með eitt stig í F-riðli að tveimur umferðum loknum. Fótbolti HM 2026 í fótbolta Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Eftir að koma til baka og bjarga stigi gegn Ungverjalandi á heimavelli hélt Heimir með lærisveina sína til Armeníu í von um að landa mikilvægum útisigri gegn liði sem tapaði 5-0 fyrir Portúgal í 1. umferð undankeppninnar. Annað kom á daginn. Það stefndi í markalausan fyrri hálfleik á Vazgen Sargsyan Republican-vellinum í Yerevan en allt kom fyrir ekki. Í uppbótartíma fékk heimaliðið nefnilega vítaspyrnu. Á punktinn fór Eduard Spertsyan, miðjumaður Krasnodar í Rússlandi, og skoraði framhjá Caoimhin Kelleher, markverði Brentford og írska landsliðsins. Írar voru því marki undir í hálfleik. Segja má að um framför hafi verið að ræða þar sem liðið var 0-2 undir í hálfleik gegn Ungverjum í síðasta leik. Ireland go in behind at the break pic.twitter.com/Btsm6OPnUx— Ireland Football ⚽️🇮🇪 (@IrelandFootball) September 9, 2025 Því miður fyrir Írland var staðan orðin 2-0 Armeníu í vil eftir aðeins sex mínútna leik í síðari hálfleik. Grant-Leon Ranos, framherji Borussia Mönchengladbach í Þýskalandi, með markið. Líkt og gegn Ungverjalandi minnkaði Evan Ferguson, framherji Roma á Ítalíu, muninn en að þessu sinni tókst Írlandi ekki að jafna metin. Raunar voru það heimamenn sem voru nær því að bæta við og var til að mynda mark dæmt af eftir að hafa verið skoðað af myndbandsdómara leiksins. Lokatölur í Yerevan 2-1 og lærisveinar Heimis því aðeins með eitt stig í F-riðli að tveimur umferðum loknum.
Fótbolti HM 2026 í fótbolta Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira