Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. september 2025 11:55 Sigfús Aðalsteinsson hefur komið fram sem talsmaður hópsins Íslands þvert á flokka. Vísir Rúmlega helmingur landsmanna er óánægður með núverandi stefnu ríkisstjórnar í málefnum hælisleitenda. Fjórir af hverjum fimm vilja að sett sé árlegt hámark á fjölda þeirra sem Íslandi tekur á móti. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Prósent vann fyrir hópinn Ísland þvert á flokka. Hópurinn hefur staðið fyrir mótmælum á Austurvelli til að mótmæla stefnu stjórnvalda í útlendingamálum. Könnunin var framkvæmd yfir tvær vikur seinni hluta ágúst og var netkönnun með úrtaki upp á tvö þúsund manns átján ára og eldri. Svarhlutfal var 51 prósent. Spurt var hvort fólk vildi að breytingar yrðu gerðar á fjölskyldusameiningum hælisleitenda. Alls svöruðu 82 prósent því játandi en 18 prósent neitandi. Svörin voru svipuð þegar spurt var hvort setja ætti árlegan hámarksfjölda á hælisleitendur sem landið tæki á móti. Alls svöruðu 83 prósent játandi en 17 prósent neitandi. Fram kom að 58 prósent landsmanna telja núverandi útlendingalög of væg, tíu prósent telja þau sanngjörn og sex prósent of ströng. Alls voru 53 prósent óánægð með stefnu ríkisstjórnarinnar í málefnum hælisleitenda, 24 prósent voru ánægð og 22 prósent hvorki né. Þá sögðust 73 prósent að Ísland ætti að taka á móti færri hælisleitendum en í fyrra en tólf prósent sögðu fleiri. Þá var spurt hvort framfylgja ætti brottvísun hælisleitenda sem hafa fengið synjun, jafnvel þótt það kalli á samstarf við þriðju ríki - þ.e. landa sem eru hvorki upprunaland hælisleitenda né viðtökulanda. Níu af hverjum tíu svöruðu já en tíu prósent nei. Alls sóttu 1944 einstaklingar um alþjóðlega vernd árið 2024 sem var mikil fækkun frá árinu 2023 þegar 4168 umsóknir bárust. Langflestir umsækjenda það ár voru frá Úkraínu og Venesúela. Árið 2024 voru 3416 umsóknir afgreiddar. Af þeim voru 1443 umsóknir samþykktar sem svarar til rúmlega fjöguríu prósenta, langflestar á grundvelli verndar vegna fjöldaflótta. 1251 umsókn var synjað, rúmlega fjögur hundruð umsóknir voru ekki teknar til efnismeðferðar og í 34 tilfellum var um endurtekna umsókn að ræða sem vísað var frá. Þá fengu 284 umsóknir önnur málalok. Ítarlegri upplýsingar um tölfræði yfir hælisleitendur má finna á vef Útlendingastofnunar. Könnun Prósents í heild sinni má sjá í PDF-skjalinu að neðan. Tengd skjöl KönnunPDF2.6MBSækja skjal Hælisleitendur Skoðanakannanir Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Prósent vann fyrir hópinn Ísland þvert á flokka. Hópurinn hefur staðið fyrir mótmælum á Austurvelli til að mótmæla stefnu stjórnvalda í útlendingamálum. Könnunin var framkvæmd yfir tvær vikur seinni hluta ágúst og var netkönnun með úrtaki upp á tvö þúsund manns átján ára og eldri. Svarhlutfal var 51 prósent. Spurt var hvort fólk vildi að breytingar yrðu gerðar á fjölskyldusameiningum hælisleitenda. Alls svöruðu 82 prósent því játandi en 18 prósent neitandi. Svörin voru svipuð þegar spurt var hvort setja ætti árlegan hámarksfjölda á hælisleitendur sem landið tæki á móti. Alls svöruðu 83 prósent játandi en 17 prósent neitandi. Fram kom að 58 prósent landsmanna telja núverandi útlendingalög of væg, tíu prósent telja þau sanngjörn og sex prósent of ströng. Alls voru 53 prósent óánægð með stefnu ríkisstjórnarinnar í málefnum hælisleitenda, 24 prósent voru ánægð og 22 prósent hvorki né. Þá sögðust 73 prósent að Ísland ætti að taka á móti færri hælisleitendum en í fyrra en tólf prósent sögðu fleiri. Þá var spurt hvort framfylgja ætti brottvísun hælisleitenda sem hafa fengið synjun, jafnvel þótt það kalli á samstarf við þriðju ríki - þ.e. landa sem eru hvorki upprunaland hælisleitenda né viðtökulanda. Níu af hverjum tíu svöruðu já en tíu prósent nei. Alls sóttu 1944 einstaklingar um alþjóðlega vernd árið 2024 sem var mikil fækkun frá árinu 2023 þegar 4168 umsóknir bárust. Langflestir umsækjenda það ár voru frá Úkraínu og Venesúela. Árið 2024 voru 3416 umsóknir afgreiddar. Af þeim voru 1443 umsóknir samþykktar sem svarar til rúmlega fjöguríu prósenta, langflestar á grundvelli verndar vegna fjöldaflótta. 1251 umsókn var synjað, rúmlega fjögur hundruð umsóknir voru ekki teknar til efnismeðferðar og í 34 tilfellum var um endurtekna umsókn að ræða sem vísað var frá. Þá fengu 284 umsóknir önnur málalok. Ítarlegri upplýsingar um tölfræði yfir hælisleitendur má finna á vef Útlendingastofnunar. Könnun Prósents í heild sinni má sjá í PDF-skjalinu að neðan. Tengd skjöl KönnunPDF2.6MBSækja skjal
Hælisleitendur Skoðanakannanir Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira