Fótbolti

Depay orðinn marka­hæstur í sögu Hollands

Siggeir Ævarsson skrifar
Memphis Depay hefur nú skorað 51 mark í 104 landsleikjum
Memphis Depay hefur nú skorað 51 mark í 104 landsleikjum Vísir/Getty

Hollendingar tylltu sér á topp G-riðils í undankeppni HM 2026 í dag með 2-3 sigra á Litháen en Litháar eru enn án sigurs í riðlinum. Memphis Depay skoraði tvö mörk í dag og varð þar með markahæsti leikmaður í sögu hollenska landsliðsins.

Depay, sem er 31 árs og leikur í dag fyrir Corinthians í Brasilíu, er kominn með 51 mark í 104 landsleikjum fyrir Holland. Með mörkunum tveimur skaut hann sér upp fyrir Robin van Persie sem skoraði 50 mörk í 102 leikjum.

Met Depay mun væntanlega standa í einhvern tíma þar sem hann er eini leikmaðurinn af tíu markahæstum leikmönnum Hollands sem er enn að spila.

Markahæstu leikmenn Hollands

1. Mempis Depay - 51 mark í 104 leikjum

2. Robin van Persie - 50 mörk í 102 leikjum

3. Klaas-Jan Huntelaar - 42 mörk í 76 leikjum

4. Patrick Kluivert - 40 mörk í 79 leikjum

5. Dennis Bergkamp - 37 mörk í 79 leikjum

6. Arjen Robben - 37 mörk í 96 leikjum

7. Faas Wilkes - 35 mörk í 38 leikjum

8. Ruud van Nistelrooy - 35 mörk í 70 leikjum

9. Abe Lenstra - 33 mörk í 47 leikjum

10. Johan Cruyff - 33 mörk í 48 leikjum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×