Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. september 2025 13:04 Þúsundir hafa sótt Ljósanótt um helgina enda búið að vera gott veður og allir í hátíðaskapi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ljósanótt í Reykjanesbæ náði hápunkti sínum í gærkvöldi með stórtónleikum, sem haldnir voru undir berum himni og glæsilegri flugeldasýningu. Hátíðinni lýkur í kvöld með Ljósanæturmessu með Bjartmari Guðlaugssyni. Ljósanótt var nú haldin í tuttugasta og fjórða sinn í Reykjanesbæ og hafa hátíðarhöldin til þessa tekist mjög vel en formlegri dagskrá hátíðarinnar líkur í kvöld. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar er alsæll með Ljósanótt og hvað allt hefur gengið vel. „Þetta er tuttugasta og fjórða árið, sem við höldum Ljósanótt hér í Reykjanesbæ og hún stækkar og vex með hverju árinu,“ segir Kjartan Már. Hversu mikilvægt er að halda svona hátíð? „Það er gríðarlega mikilvægt því að hér eru allir að taka saman höndum, listamenn og félagasamtök og íþróttafélögin og allir að leggja sín lóð á vogarskálarnar, þetta skiptir okkur gríðarlegu máli,“ segir Kjartan Már. Veðrið hefur haft mikið að segja á hátíðarhöld helgarinnar, bongó blíða, þó það hafi aðeins rignt um miðjan dag í gær. Mikill fjöldi tók þátt í árgangagöngunni í gær niður Hafnargötuna í Keflavík.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þú fékkst hlutverk, sem bæjarstjóri að setja hátíðina. „Já, já, það fylgir, það er eitt skemmtilegri verkefnum bæjarstjórans, það er að setja Ljósanætur hátíðina“. Og ertu duglegur að taka þátt í viðburðum? „Já, ég reyni það, ég kemst nú ekki yfir allt. Þetta eru um 60 sýningar og tónleikar út um allt en ég reyni að fara eins hratt yfir og ég mögulega get“, segir Kjartan Már. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sem er hæstánægður hvað allt hefur gengið vel um helgina á Ljósanótt í Reykjanesbæ.Magnús Hlynur Hreiðarsson Lögreglan hefur verið mjög áberandi og sýnileg á Ljósanótt. Á myndinni eru þau frá vinstri, Ómar Mehmet Annisius, aðstoðaryfirlögregluþjónn, Margrét Kristín Pálsdóttir, lögreglustjóri og Sigvaldi Arnar Lárusson Aðalvarðstjóri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjanesbær Ljósanótt Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Sjá meira
Ljósanótt var nú haldin í tuttugasta og fjórða sinn í Reykjanesbæ og hafa hátíðarhöldin til þessa tekist mjög vel en formlegri dagskrá hátíðarinnar líkur í kvöld. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar er alsæll með Ljósanótt og hvað allt hefur gengið vel. „Þetta er tuttugasta og fjórða árið, sem við höldum Ljósanótt hér í Reykjanesbæ og hún stækkar og vex með hverju árinu,“ segir Kjartan Már. Hversu mikilvægt er að halda svona hátíð? „Það er gríðarlega mikilvægt því að hér eru allir að taka saman höndum, listamenn og félagasamtök og íþróttafélögin og allir að leggja sín lóð á vogarskálarnar, þetta skiptir okkur gríðarlegu máli,“ segir Kjartan Már. Veðrið hefur haft mikið að segja á hátíðarhöld helgarinnar, bongó blíða, þó það hafi aðeins rignt um miðjan dag í gær. Mikill fjöldi tók þátt í árgangagöngunni í gær niður Hafnargötuna í Keflavík.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þú fékkst hlutverk, sem bæjarstjóri að setja hátíðina. „Já, já, það fylgir, það er eitt skemmtilegri verkefnum bæjarstjórans, það er að setja Ljósanætur hátíðina“. Og ertu duglegur að taka þátt í viðburðum? „Já, ég reyni það, ég kemst nú ekki yfir allt. Þetta eru um 60 sýningar og tónleikar út um allt en ég reyni að fara eins hratt yfir og ég mögulega get“, segir Kjartan Már. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sem er hæstánægður hvað allt hefur gengið vel um helgina á Ljósanótt í Reykjanesbæ.Magnús Hlynur Hreiðarsson Lögreglan hefur verið mjög áberandi og sýnileg á Ljósanótt. Á myndinni eru þau frá vinstri, Ómar Mehmet Annisius, aðstoðaryfirlögregluþjónn, Margrét Kristín Pálsdóttir, lögreglustjóri og Sigvaldi Arnar Lárusson Aðalvarðstjóri.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjanesbær Ljósanótt Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Sjá meira