Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Tómas Arnar Þorláksson skrifar 6. september 2025 13:38 Mótmæli fara fram um allt land í dag. vísir/anton Mótmælin Þjóð gegn þjóðarmorði hefjast klukkan tvö um allt land en komið verður saman í sjö bæjarfélögum. Skipuleggjandi á Akureyri segist finna fyrir miklum meðbyr. Nöfn myrtra barna í Ísrael og Palestínu verða lesin upp í Glerárkirkju sem mun taka allan dag. Fjöldafundir munu fara fram í Reykjavík, á Ísafirði, Egilsstöðum, Akureyri, Stykkishólmi, Húsavík og Hólmavík samtímis í dag og er búist við margmenni víðast hvar. 185 félög standa að fundunum en markmið þeirra er að sýna íbúum á Gaza samstöðu og krefjast aðgerða frá ríkisstjórninni til að stöðva þjóðarmorð í Palestínu. Eitt ár og 324 dagar eru síðan Hamas gerðu árás á Ísrael þann sjöunda október 2023 en síðan þá hefur geisað stanslaus hernaðar Ísraelhers á Gaza og tugir þúsunda verið myrtir. Oddný Björg Rafnsdóttir, einn skipuleggjenda mótmælanna á Akureyri, segist aldrei hafa fundið fyrir jafn miklum meðbyr og núna. „Ég vonast eftir sem flestum. Sólin skín og mér finnst vera baráttuhugur í fólki. Mér finnst vera orðin svona almenn hneykslun í samfélaginu og nú sé fólk tilbúið að koma og mæta og segja að það standi gegn þjóðarmorði.“ Drífa Snædal, talskona stígamóta er fundarstjóri á Akureyri og þá munu fjölmargir fara með ræðu ásamt tónlistaratriðum. „Síðan verða leiklesin bréf frá Gaza. Það verða lesin bréf frá móður á gaza og bréf frá föður á gaza. Edda Björgvinsdóttir mun lesa móður og Hlynur Hallsson, forstöðumaður myndlistarsafnsins á Akureyri, mun lesa föður.“ Kristín S.Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur og stofnandi Vonarbrúar Hildur Eir Bolladóttir prestur, Katla Ósk Káradóttir, fulltrúi Stúdentafélags Háskólans á Akureyri og Guðjón Hreinn Hauksson, formaður Félags framhaldsskólakennara fara með ræður en Svavar Knútur, Ösp Kristjánsdóttir og Helga Ragnarsdóttir sjá um tónlistaratriði. Prestar í Glerárkirkju standa fyrir gjörningi í allan dag. „Þar er búið að lesa núna, upp nöfn allra ísraelskra barna sem voru myrt 7. október. Núna stendur yfir lestur nafna þeirra barna á Gaza sem hafa verið myrt. Sá lestur mun líklega standa yfir í sjö klukkustundir. Þetta er það mikið af nöfnum. Ég vona að nú sjái stjórnvöld að það verði að grípa til alvöru aðgerða.“ Palestína Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Sjá meira
Fjöldafundir munu fara fram í Reykjavík, á Ísafirði, Egilsstöðum, Akureyri, Stykkishólmi, Húsavík og Hólmavík samtímis í dag og er búist við margmenni víðast hvar. 185 félög standa að fundunum en markmið þeirra er að sýna íbúum á Gaza samstöðu og krefjast aðgerða frá ríkisstjórninni til að stöðva þjóðarmorð í Palestínu. Eitt ár og 324 dagar eru síðan Hamas gerðu árás á Ísrael þann sjöunda október 2023 en síðan þá hefur geisað stanslaus hernaðar Ísraelhers á Gaza og tugir þúsunda verið myrtir. Oddný Björg Rafnsdóttir, einn skipuleggjenda mótmælanna á Akureyri, segist aldrei hafa fundið fyrir jafn miklum meðbyr og núna. „Ég vonast eftir sem flestum. Sólin skín og mér finnst vera baráttuhugur í fólki. Mér finnst vera orðin svona almenn hneykslun í samfélaginu og nú sé fólk tilbúið að koma og mæta og segja að það standi gegn þjóðarmorði.“ Drífa Snædal, talskona stígamóta er fundarstjóri á Akureyri og þá munu fjölmargir fara með ræðu ásamt tónlistaratriðum. „Síðan verða leiklesin bréf frá Gaza. Það verða lesin bréf frá móður á gaza og bréf frá föður á gaza. Edda Björgvinsdóttir mun lesa móður og Hlynur Hallsson, forstöðumaður myndlistarsafnsins á Akureyri, mun lesa föður.“ Kristín S.Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur og stofnandi Vonarbrúar Hildur Eir Bolladóttir prestur, Katla Ósk Káradóttir, fulltrúi Stúdentafélags Háskólans á Akureyri og Guðjón Hreinn Hauksson, formaður Félags framhaldsskólakennara fara með ræður en Svavar Knútur, Ösp Kristjánsdóttir og Helga Ragnarsdóttir sjá um tónlistaratriði. Prestar í Glerárkirkju standa fyrir gjörningi í allan dag. „Þar er búið að lesa núna, upp nöfn allra ísraelskra barna sem voru myrt 7. október. Núna stendur yfir lestur nafna þeirra barna á Gaza sem hafa verið myrt. Sá lestur mun líklega standa yfir í sjö klukkustundir. Þetta er það mikið af nöfnum. Ég vona að nú sjái stjórnvöld að það verði að grípa til alvöru aðgerða.“
Palestína Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Sjá meira