Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir, Ragna Ívarsdóttir og Þröstur Sverrisson skrifa 5. september 2025 21:02 Það er erfitt að skilja hvernig sveitarstjórn getur talið það góða stjórnsýsla að reyna að fá fólk skráð út af lögheimili í eigin sveitarfélagi – en það gerðist í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í desember sl. fór lögmaður hreppsins fram á það við Þjóðskrá Íslands að fella niður lögheimili einstaklinga sem búa í frístundahúsum, þrátt fyrir að viðkomandi séu raunverulega búsettir í hreppnum. Ástæðan? Fasteignirnar eru ekki formlega skráðar sem íbúðarhúsnæði. Við þessir íbúar sem skráð erum ótilgreind teljum yfir 20% af íbúafjölda hreppsins.Þetta er grafalvarlegt. Ekki bara vegna þess að það brýtur gegn lögum – sem Þjóðskrá benti réttilega á – heldur vegna þess að það sýnir afstöðu til íbúa sem er bæði kaldlynd og ógn við grundvallarréttindi. Þjóðskrá hafnar beiðninni – réttilega Þjóðskrá Íslands hafnaði kröfunni. Í svari stofnunarinnar segir skýrt að skráning sem „ótilgreint lögheimili“ sé lögleg og nauðsynleg leið þegar fólk býr í húsnæði sem ekki má formlega skrá sem íbúðarhúsnæði – eins og frístundahús.Slík skráning verndar rétt fólks til þjónustu, heilbrigðiskerfis, grunnskóla, atvinnu og félagslegra úrræða. Lögheimili er ekki bara skrá í tölvu – það er mikilvægur hluti af fyrrgreindum grundvallarréttindindum fólks.En af hverju er sveitastjórn Grímsness- og Grafningshrepps að reyna þetta yfirhöfuð?Af hverju ætti sveitarstjórn að reyna að fá fólk skráð burt úr sveitarfélaginu – fólk sem býr þar, eru þar útsvarsgreiðendur, verslar þar, mögulega vinnur þar og er hluti af samfélaginu? Ein möguleg ástæða: Að forðast ábyrgð. Ef fólk er ekki skráð, þarf ekki að veita því þjónustu, félagslega aðstoð, eða taka tillit til þess í skipulagi og stefnumótun. En svona nálgun gengur gegn öllu sem lýðræðisleg og manneskjuleg stjórnsýsla á að standa fyrir.Við hjá Búsetufrelsi - samtökum fólks með búsetu í heilsárshúsi í frístundabyggðum GOGG krefjumst betri stjórnarháttaÞað er ekkert glæpsamlegt við að búa í frístundahúsi! Húsnæðisskortur, lífsaðstæður og val fólks hefur leitt til þess að fleiri kjósa að búa á „óhefðbundinn“ hátt. Það er hlutverk samfélagsins að finna leiðir til að styðja það fólk – ekki strípa það af réttindum.Þetta snýst ekki bara um lögheimili. Þetta snýst um siðferði.Þjóðskrá stóð vörð um rétt fólks til að vera skráð þar sem það býr í raun. Nú þarf sveitarfélagið að gera slíkt hið sama – ekki með útilokun og brottskráningu, heldur með virðingu, ábyrgð og lausnamiðaðri nálgun. Við erum tilbúin að koma að þeirri vinnu með sveitarstjórn og öðrum stjórnvöldum.Við eigum öll rétt á að tilheyra. Sama hvernig húsi við búum í!Höfundar skipa stjórn Búsetufrelsis og eiga heimili í Grímsnes- og Grafningshreppi og búa þar með ótilgreint heimilisfang. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Sjá meira
Það er erfitt að skilja hvernig sveitarstjórn getur talið það góða stjórnsýsla að reyna að fá fólk skráð út af lögheimili í eigin sveitarfélagi – en það gerðist í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í desember sl. fór lögmaður hreppsins fram á það við Þjóðskrá Íslands að fella niður lögheimili einstaklinga sem búa í frístundahúsum, þrátt fyrir að viðkomandi séu raunverulega búsettir í hreppnum. Ástæðan? Fasteignirnar eru ekki formlega skráðar sem íbúðarhúsnæði. Við þessir íbúar sem skráð erum ótilgreind teljum yfir 20% af íbúafjölda hreppsins.Þetta er grafalvarlegt. Ekki bara vegna þess að það brýtur gegn lögum – sem Þjóðskrá benti réttilega á – heldur vegna þess að það sýnir afstöðu til íbúa sem er bæði kaldlynd og ógn við grundvallarréttindi. Þjóðskrá hafnar beiðninni – réttilega Þjóðskrá Íslands hafnaði kröfunni. Í svari stofnunarinnar segir skýrt að skráning sem „ótilgreint lögheimili“ sé lögleg og nauðsynleg leið þegar fólk býr í húsnæði sem ekki má formlega skrá sem íbúðarhúsnæði – eins og frístundahús.Slík skráning verndar rétt fólks til þjónustu, heilbrigðiskerfis, grunnskóla, atvinnu og félagslegra úrræða. Lögheimili er ekki bara skrá í tölvu – það er mikilvægur hluti af fyrrgreindum grundvallarréttindindum fólks.En af hverju er sveitastjórn Grímsness- og Grafningshrepps að reyna þetta yfirhöfuð?Af hverju ætti sveitarstjórn að reyna að fá fólk skráð burt úr sveitarfélaginu – fólk sem býr þar, eru þar útsvarsgreiðendur, verslar þar, mögulega vinnur þar og er hluti af samfélaginu? Ein möguleg ástæða: Að forðast ábyrgð. Ef fólk er ekki skráð, þarf ekki að veita því þjónustu, félagslega aðstoð, eða taka tillit til þess í skipulagi og stefnumótun. En svona nálgun gengur gegn öllu sem lýðræðisleg og manneskjuleg stjórnsýsla á að standa fyrir.Við hjá Búsetufrelsi - samtökum fólks með búsetu í heilsárshúsi í frístundabyggðum GOGG krefjumst betri stjórnarháttaÞað er ekkert glæpsamlegt við að búa í frístundahúsi! Húsnæðisskortur, lífsaðstæður og val fólks hefur leitt til þess að fleiri kjósa að búa á „óhefðbundinn“ hátt. Það er hlutverk samfélagsins að finna leiðir til að styðja það fólk – ekki strípa það af réttindum.Þetta snýst ekki bara um lögheimili. Þetta snýst um siðferði.Þjóðskrá stóð vörð um rétt fólks til að vera skráð þar sem það býr í raun. Nú þarf sveitarfélagið að gera slíkt hið sama – ekki með útilokun og brottskráningu, heldur með virðingu, ábyrgð og lausnamiðaðri nálgun. Við erum tilbúin að koma að þeirri vinnu með sveitarstjórn og öðrum stjórnvöldum.Við eigum öll rétt á að tilheyra. Sama hvernig húsi við búum í!Höfundar skipa stjórn Búsetufrelsis og eiga heimili í Grímsnes- og Grafningshreppi og búa þar með ótilgreint heimilisfang.
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun