Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar 5. september 2025 14:32 Í héraðinu Pampanga á Filippseyjum er við lýði sérstök og heldur öfgafull páskahefð. Þar má sjá menn bera stóra viðarkrossa eftir fjölförnum götum. Fast á hæla þeirra fylgir fjöldi manna sem slær sig ítrekað með svipum á blóði drifinn hátt. Að göngunni lokinni eru þeir sem bera krossana krossfestir. Með þessari iðju vona þeir að Guð sjái aumur á þeim og fyrirgefi syndir þeirra. Líklega munu fæstir sjónarvottar telja þessa hegðun bera merki um skynsemi eða andlegt heilbrigði. Sjálfshýðingar af þessu tagi eru raunar þekktar allt frá miðöldum, sérstaklega meðal munka og einsetumanna. Líkamlegt eðli þessara athafna gerir skaðsemina augljósa. Í öðru samhengi, við atferli sem mætti kalla sálræna sjálfshýðingu, er skaðsemin kannski ekki jafn augljós. Um öll Vesturlönd má finna einstaklinga sem iðka sálrænar sjálfshýðingar. Þær byggja á rótgróinni og hamlandi sektarkennd sem getur litað allt líf einstaklingsins. Áður en lengra er haldið er vert að taka fram að sektarkennd getur verið eðlileg upplifun ef, og aðeins ef, einstaklingur (eða stofnun sem einstaklingurinn ber ábyrgð á) hefur raunverulega gert eitthvað á hlut einhvers. Í því tilfelli getur sektarkenndin drifið einstaklinginn áfram til að leita sátta og þannig haft jákvæð áhrif. Þessi grein fjallar ekki um þessa tegund sektarkenndar, heldur fjallar hún um fyrirbæri sem mætti kalla „samfélagslega sektarkennd“. Utanaðkomandi sektarkennd Samfélagsleg sektarkennd er viðvarandi sektarkennd vegna fyrirbæra sem einstaklingurinn ber ekki persónulega ábyrgð á. Hún er til komin vegna utanaðkomandi áhrifa, hvort sem það er frá fjölmiðlum, trúfélögum eða aðstandendum. Þeir sem reyna að höfða til sektarkenndar fólks eru fyllilega meðvitaðir um að það er auðveldara að stjórna sakbitnu fólki. Því miður virðast margir vera haldnir sektarkennd yfir hlutum sem þeir bera ekki ábyrgð á, til dæmis meðfæddri samfélagsstöðu, loftslagsbreytingum og sögulegri arfleifð. Það er athyglisvert að þetta fyrirbæri er nær eingöngu að finna á Vesturlöndum, sérstaklega hvað viðkemur sögulegri arfleifð. Hvort sem það er vegna þrælahalds, nýlendustefnu eða kynjamisréttis, reyna margir Vesturlandabúar stöðugt að friðþægja fyrir meintar syndir fortíðarinnar. Rússar, Kínverjar og Arabar, svo fá dæmi séu nefnd, hafa alveg jafn myrka sögu og Vesturlönd, fulla af þrælahaldi, nýlendustefnu og kynjamisrétti. Sektarkennd vegna sögunnar þekkist hins vegar ekki meðal þessara þjóða. Sekt og ábyrgð Á ákveðnum tímapunkti gerði ég mér grein fyrir að ég glímdi við mikla samfélagslega sektarkennd. Eftir að hafa íhugað málið vel gerði ég mér grein fyrir því að sektarkenndin var innrætt, ekki sjálfsprottin, og hafði haft skaðleg áhrif á andlega líðan mína. Staðreyndin er sú að við berum ekki ábyrgð á því hvar og hvenær við fæðumst, eða inn í hvaða þjóðfélagshóp. Það ætti að segja sig sjálft að við getum ekki borið sekt vegna einhvers sem við berum ekki ábyrgð á. Það er því algjörlega ómaklegt að leggjast í andlegar sjálfshýðingar yfir því. Sá sem býr við stöðuga sektarkennd er andlega í sárum, ekkert síður en að sá sem hefur húðstrýkt sig til blóðs er líkamlega í sárum. Trúlega gera margir sér ekki grein fyrir að þeir séu haldnir ómaklegri sektarkennd. Til að komast að því gætir þú, lesandi góður, spurt sjálfan þig áleitinna spurninga, til dæmis: „Tel ég mig persónulega ábyrgan fyrir loftslagsbreytingum?“ „Hef ég sektarkennd yfir því að búa í háþróuðum hluta heimsins?“ „Skammast ég mín fyrir sögu mína og menningu?“ Ef þú svarar einhverri þessara spurninga játandi ertu haldinn ómaklegri sektarkennd. Staðreyndin er sú að þú ættir ekki að upplifa sektarkennd yfir neinum þessara hluta. Það getur tekið tíma og fyrirhöfn en það er hægt að segja skilið við þessa tilfinningu, annað hvort á eigin spýtur eða með hjálp fagaðila. Þér mun líða betur ef það tekst. Höfundur er áhugamaður um samfélagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í héraðinu Pampanga á Filippseyjum er við lýði sérstök og heldur öfgafull páskahefð. Þar má sjá menn bera stóra viðarkrossa eftir fjölförnum götum. Fast á hæla þeirra fylgir fjöldi manna sem slær sig ítrekað með svipum á blóði drifinn hátt. Að göngunni lokinni eru þeir sem bera krossana krossfestir. Með þessari iðju vona þeir að Guð sjái aumur á þeim og fyrirgefi syndir þeirra. Líklega munu fæstir sjónarvottar telja þessa hegðun bera merki um skynsemi eða andlegt heilbrigði. Sjálfshýðingar af þessu tagi eru raunar þekktar allt frá miðöldum, sérstaklega meðal munka og einsetumanna. Líkamlegt eðli þessara athafna gerir skaðsemina augljósa. Í öðru samhengi, við atferli sem mætti kalla sálræna sjálfshýðingu, er skaðsemin kannski ekki jafn augljós. Um öll Vesturlönd má finna einstaklinga sem iðka sálrænar sjálfshýðingar. Þær byggja á rótgróinni og hamlandi sektarkennd sem getur litað allt líf einstaklingsins. Áður en lengra er haldið er vert að taka fram að sektarkennd getur verið eðlileg upplifun ef, og aðeins ef, einstaklingur (eða stofnun sem einstaklingurinn ber ábyrgð á) hefur raunverulega gert eitthvað á hlut einhvers. Í því tilfelli getur sektarkenndin drifið einstaklinginn áfram til að leita sátta og þannig haft jákvæð áhrif. Þessi grein fjallar ekki um þessa tegund sektarkenndar, heldur fjallar hún um fyrirbæri sem mætti kalla „samfélagslega sektarkennd“. Utanaðkomandi sektarkennd Samfélagsleg sektarkennd er viðvarandi sektarkennd vegna fyrirbæra sem einstaklingurinn ber ekki persónulega ábyrgð á. Hún er til komin vegna utanaðkomandi áhrifa, hvort sem það er frá fjölmiðlum, trúfélögum eða aðstandendum. Þeir sem reyna að höfða til sektarkenndar fólks eru fyllilega meðvitaðir um að það er auðveldara að stjórna sakbitnu fólki. Því miður virðast margir vera haldnir sektarkennd yfir hlutum sem þeir bera ekki ábyrgð á, til dæmis meðfæddri samfélagsstöðu, loftslagsbreytingum og sögulegri arfleifð. Það er athyglisvert að þetta fyrirbæri er nær eingöngu að finna á Vesturlöndum, sérstaklega hvað viðkemur sögulegri arfleifð. Hvort sem það er vegna þrælahalds, nýlendustefnu eða kynjamisréttis, reyna margir Vesturlandabúar stöðugt að friðþægja fyrir meintar syndir fortíðarinnar. Rússar, Kínverjar og Arabar, svo fá dæmi séu nefnd, hafa alveg jafn myrka sögu og Vesturlönd, fulla af þrælahaldi, nýlendustefnu og kynjamisrétti. Sektarkennd vegna sögunnar þekkist hins vegar ekki meðal þessara þjóða. Sekt og ábyrgð Á ákveðnum tímapunkti gerði ég mér grein fyrir að ég glímdi við mikla samfélagslega sektarkennd. Eftir að hafa íhugað málið vel gerði ég mér grein fyrir því að sektarkenndin var innrætt, ekki sjálfsprottin, og hafði haft skaðleg áhrif á andlega líðan mína. Staðreyndin er sú að við berum ekki ábyrgð á því hvar og hvenær við fæðumst, eða inn í hvaða þjóðfélagshóp. Það ætti að segja sig sjálft að við getum ekki borið sekt vegna einhvers sem við berum ekki ábyrgð á. Það er því algjörlega ómaklegt að leggjast í andlegar sjálfshýðingar yfir því. Sá sem býr við stöðuga sektarkennd er andlega í sárum, ekkert síður en að sá sem hefur húðstrýkt sig til blóðs er líkamlega í sárum. Trúlega gera margir sér ekki grein fyrir að þeir séu haldnir ómaklegri sektarkennd. Til að komast að því gætir þú, lesandi góður, spurt sjálfan þig áleitinna spurninga, til dæmis: „Tel ég mig persónulega ábyrgan fyrir loftslagsbreytingum?“ „Hef ég sektarkennd yfir því að búa í háþróuðum hluta heimsins?“ „Skammast ég mín fyrir sögu mína og menningu?“ Ef þú svarar einhverri þessara spurninga játandi ertu haldinn ómaklegri sektarkennd. Staðreyndin er sú að þú ættir ekki að upplifa sektarkennd yfir neinum þessara hluta. Það getur tekið tíma og fyrirhöfn en það er hægt að segja skilið við þessa tilfinningu, annað hvort á eigin spýtur eða með hjálp fagaðila. Þér mun líða betur ef það tekst. Höfundur er áhugamaður um samfélagsmál.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar