Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar 5. september 2025 12:32 Á Austurlandi búa aðeins um 2,9% þjóðarinnar en niðurstöður greiningar Analytica á efnahagsumsvifum Austurlands frá árinu 2023 sýna glögglega að landshlutinn stendur undir um 23% vöruútflutningstekna Íslands. Þrátt fyrir þetta framlag hefur fjárfesting í innviðum setið á hakanum og ógnar þannig frekari verðmætasköpun. Vegir og brýr eru veikburða, fyrirtæki neyðast til að brenna olíu þrátt fyrir mikla orkuframleiðslu svæðisins og fjármunir sem skráðir eru inn á svokallað „Austursvæði“ Samgönguáætlunar renna að stærstum hluta í framkvæmdir í suðurkjördæmi. Einnig má bæta við að af 3 milljarða króna aukaframlagi í vegagerð sem afgreitt var af Alþingi síðastliðið sumar komu einungis 90 milljónir inn á Austurland. Ný Atvinnustefna í mótun Áform um nýja atvinnustefnu Íslands var kynnt á Hilton í gær. Áhersla er á að byggja undir alhliða verðmætasköpun atvinnulífssins sem mun auka jákvæðan hagvöxt Íslands. Innviðaskuldin sem Austurland glímir við ógnar hins vegar áframhaldandi verðmætasköpun svæðisins, um fjórðungi vöruútflutningstekna Íslands. Ljóst er að brýnt er að fjárfesta í Austurlandi til að tryggja núverandi vöruútflutningstekjur svæðisins og efla þær enn frekar. Hlutur Austurlands í orkuöryggi Íslands Þjóðaröryggi á heimsvísu er nú beintengt orkuöryggi. Hlutur Austurlands í að tryggja orkuöryggi þjóðarinnar er stór, um 30% raforkuframleiðsla landsins sem er mikilvæg til að knýja stóran hluta verðmætasköpunar svæðisins og þá eru ótalin gríðarleg tækifæri til frekari orkuframleiðslu. Austurland er einnig laust við jarðhræringar sem gerir landshlutann sérstaklega mikilvægan í þessu samhengi. Forgangsmál Austurlands eru skýr í Svæðisskipulagi Austurlands 2022–2044 Hringtenging Austurlands með jarðgöngum til að mynda eitt atvinnu- og þjónustusvæði. Fyrsti áfanginn, Fjarðarheiðargöng eru tilbúin til útboðs. Uppbygging Suðurfjarðarvegar og ný brú yfir Sléttuá til að tryggja örugga þungaflutninga. Heilsársvegur yfir Öxi sem styttir leið um 70 km. Uppbygging Egilsstaðaflugvallar sem varaflugvallar til að tryggja flugöryggi hér á landi samkvæmt Flugstefnu Íslands, sem samþykkt var á Alþingi 2020. Fjárfesting í Austurlandi með öflugri fjárfestingu í samgönguinnviðum og að Alþingi tryggi einnig sanngjarna hlutdeild tekna af orkuvinnslu getur Alþingi með auðveldum hætti tryggt að Austurland verði áfram ein af verðmætavélum landsins og samhliða tryggt orkuöryggi þjóðarinnar. Höfundur er formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Harpa Svavarsdóttir Norðausturkjördæmi Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Á Austurlandi búa aðeins um 2,9% þjóðarinnar en niðurstöður greiningar Analytica á efnahagsumsvifum Austurlands frá árinu 2023 sýna glögglega að landshlutinn stendur undir um 23% vöruútflutningstekna Íslands. Þrátt fyrir þetta framlag hefur fjárfesting í innviðum setið á hakanum og ógnar þannig frekari verðmætasköpun. Vegir og brýr eru veikburða, fyrirtæki neyðast til að brenna olíu þrátt fyrir mikla orkuframleiðslu svæðisins og fjármunir sem skráðir eru inn á svokallað „Austursvæði“ Samgönguáætlunar renna að stærstum hluta í framkvæmdir í suðurkjördæmi. Einnig má bæta við að af 3 milljarða króna aukaframlagi í vegagerð sem afgreitt var af Alþingi síðastliðið sumar komu einungis 90 milljónir inn á Austurland. Ný Atvinnustefna í mótun Áform um nýja atvinnustefnu Íslands var kynnt á Hilton í gær. Áhersla er á að byggja undir alhliða verðmætasköpun atvinnulífssins sem mun auka jákvæðan hagvöxt Íslands. Innviðaskuldin sem Austurland glímir við ógnar hins vegar áframhaldandi verðmætasköpun svæðisins, um fjórðungi vöruútflutningstekna Íslands. Ljóst er að brýnt er að fjárfesta í Austurlandi til að tryggja núverandi vöruútflutningstekjur svæðisins og efla þær enn frekar. Hlutur Austurlands í orkuöryggi Íslands Þjóðaröryggi á heimsvísu er nú beintengt orkuöryggi. Hlutur Austurlands í að tryggja orkuöryggi þjóðarinnar er stór, um 30% raforkuframleiðsla landsins sem er mikilvæg til að knýja stóran hluta verðmætasköpunar svæðisins og þá eru ótalin gríðarleg tækifæri til frekari orkuframleiðslu. Austurland er einnig laust við jarðhræringar sem gerir landshlutann sérstaklega mikilvægan í þessu samhengi. Forgangsmál Austurlands eru skýr í Svæðisskipulagi Austurlands 2022–2044 Hringtenging Austurlands með jarðgöngum til að mynda eitt atvinnu- og þjónustusvæði. Fyrsti áfanginn, Fjarðarheiðargöng eru tilbúin til útboðs. Uppbygging Suðurfjarðarvegar og ný brú yfir Sléttuá til að tryggja örugga þungaflutninga. Heilsársvegur yfir Öxi sem styttir leið um 70 km. Uppbygging Egilsstaðaflugvallar sem varaflugvallar til að tryggja flugöryggi hér á landi samkvæmt Flugstefnu Íslands, sem samþykkt var á Alþingi 2020. Fjárfesting í Austurlandi með öflugri fjárfestingu í samgönguinnviðum og að Alþingi tryggi einnig sanngjarna hlutdeild tekna af orkuvinnslu getur Alþingi með auðveldum hætti tryggt að Austurland verði áfram ein af verðmætavélum landsins og samhliða tryggt orkuöryggi þjóðarinnar. Höfundur er formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun