Innlent

Sérsveitin kölluð út á Siglu­firði

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Tveir lögreglubílar og sérsveitin eru á Aðalgötunni.
Tveir lögreglubílar og sérsveitin eru á Aðalgötunni. Aðsend

Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út til aðstoðar lögreglu á Norðurlandi eystra. 

Helena Rós Sturludóttir, upplýsingafulltrúi Ríkislögreglustjóra, staðfestir í samtali við fréttastofu að sérsveitin hefði verið kölluð út. Hún gat ekki veitt upplýsingar um hvers konar aðgerð væri að ræða.

Ekki náðist í fulltrúa lögreglunnar á Norðurlandi eystra.

Veistu meira um málið? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði heitið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×