Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Árni Sæberg skrifar 4. september 2025 10:54 Öll spjót hafa staðið á Snorra Mássyni síðan á mánudag. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit Ríkislögreglustjóra höfðu eftirlit með heimili Snorra Mássonar alþingismanns í nótt, í kjölfar þess að heimilisfang hans var birt á samfélagsmiðlum. Líkt og ítarlega hefur verið fjallað um síðustu daga hefur Snorri sætt harði gagnrýni síðan hann mætti Þorbjörgu Þorvaldsdóttur, verkefnastýru hjá Samtökunum '78, í Kastljósi á Rúv á mánudag, þar sem umræðuefnið var bakslag í málefnum hinsegin fólks. Heimildir Vísis herma að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit Ríkislögreglustjóra hafi viðhaft sérstakt eftirlit með heimili Snorra í nótt í tengslum við umræðuna sem spunnist hefur um hann. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Snorri segist í samtali við Vísi ekki ætla að tjá sig um málið. „Frábært, hópferð!!“ Notandi samfélagsmiðilsins Tiktok birti myndskeið á þriðjudag þar sem kallað var eftir upplýsingum um heimilisfang Snorra, þar sem hann býr með eiginkonu og þremur börnum. „Smá pæling eftir Kastljós gærkvöldins, hvar býr Snorri Másson? Veit það einhver? Ég er bara að pæla, mig langar bara að tala við hann, ég er bara að pæla,“ sagði viðkomandi. Aðrir notendur svöruðu og sögðust myndu koma með í „smá heimsókn“ ef einhver gæti upplýst um heimilisfangið. Þegar heimilisfangið var birt sagði notandinn sem birti myndskeiðið „Frábært, hópferð!!“ Ekki liggur fyrir hvort eftirlit lögreglu hafi verið að hennar frumkvæði eða hvort óskað hafi verið eftir því. Þá liggur ekki heldur fyrir hvort nokkur hafi hlýtt ákalli um hópferð. Samkvæmt upplýsingafulltrúa Ríkislögreglustjóra tjáir embættið sig ekki um öryggisráðstafanir einstaklinga. Miðflokkurinn Samfélagsmiðlar Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Sjá meira
Líkt og ítarlega hefur verið fjallað um síðustu daga hefur Snorri sætt harði gagnrýni síðan hann mætti Þorbjörgu Þorvaldsdóttur, verkefnastýru hjá Samtökunum '78, í Kastljósi á Rúv á mánudag, þar sem umræðuefnið var bakslag í málefnum hinsegin fólks. Heimildir Vísis herma að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit Ríkislögreglustjóra hafi viðhaft sérstakt eftirlit með heimili Snorra í nótt í tengslum við umræðuna sem spunnist hefur um hann. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Snorri segist í samtali við Vísi ekki ætla að tjá sig um málið. „Frábært, hópferð!!“ Notandi samfélagsmiðilsins Tiktok birti myndskeið á þriðjudag þar sem kallað var eftir upplýsingum um heimilisfang Snorra, þar sem hann býr með eiginkonu og þremur börnum. „Smá pæling eftir Kastljós gærkvöldins, hvar býr Snorri Másson? Veit það einhver? Ég er bara að pæla, mig langar bara að tala við hann, ég er bara að pæla,“ sagði viðkomandi. Aðrir notendur svöruðu og sögðust myndu koma með í „smá heimsókn“ ef einhver gæti upplýst um heimilisfangið. Þegar heimilisfangið var birt sagði notandinn sem birti myndskeiðið „Frábært, hópferð!!“ Ekki liggur fyrir hvort eftirlit lögreglu hafi verið að hennar frumkvæði eða hvort óskað hafi verið eftir því. Þá liggur ekki heldur fyrir hvort nokkur hafi hlýtt ákalli um hópferð. Samkvæmt upplýsingafulltrúa Ríkislögreglustjóra tjáir embættið sig ekki um öryggisráðstafanir einstaklinga.
Miðflokkurinn Samfélagsmiðlar Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Sjá meira