Erlent

Þjóðar­sorg lýst yfir í Portgúal

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Kláfferjan Glória flytur um það bil þrjár milljónir farþega á milli hverfa á hverju ári. Vagnarnir eru tveir og fara upp og niður til skiptis.
Kláfferjan Glória flytur um það bil þrjár milljónir farþega á milli hverfa á hverju ári. Vagnarnir eru tveir og fara upp og niður til skiptis. Getty/Horacio Villalobos

Stjórnvöld í Portúgal hafa lýst yfir þjóðarsorg en að minnsta kosti fimmtán létust þegar kláfferjan Elevador da Glória í Lissabon fór út af sporinu og skall utan í byggingu.

Viðbragðsaðilar hafa staðfest að erlendir ríkisborgarar séu meðal látnu. Að minnsta kosti átján slösuðust, þeirra á meðal barn. Fimm eru sagðir hafa slasast alvarlega.

Rannsókn er hafin á slysinu.

Kláfferjan virðist hafa runnið stjórnlaust niður og skall á byggingu í stað þess að beygja.Getty/Horacio Villalobos

Vitni hafa lýst því að kláfferjan hafi komið niður hæðina þar sem hún ferðast upp og niður, að því er virðist algjörlega stjórnlaus. Þar sem beygja er á leið hennar hafi hún í stað þess að beygja skollið harkalega á byggingu og krumpast saman eins og pappakassi.

Slysið átti sér stað um klukkan sex í gærkvöldi en Glóría er vinsæl meðal bæði ferðamanna og heimamanna til að komast úr miðborginni og í svokallað „efra hverfi“, þar sem meðal annars má finna blómlegt næturlíf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×