Fækka eftirlitsaðilum verulega Árni Sæberg skrifar 2. september 2025 16:42 Ráðherrarnir ætla að einfalda regluverk. Vísir/Bjarni Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Jóhann Páll Jóhannsson og atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, kynntu í dag á sameiginlegum fundi ráðuneytanna áform um að gera leyfisveitingar og eftirlit með matvælum, hollustuháttum og mengunarvörnum einfaldara og skilvirkara auk þess að bæta þjónustu. Með breytingunum fækkar eftirlitsaðilum úr ellefu í tvo. Í tilkynningu þess efnis á vef Stjórnarráðsins segir að samkvæmt fyrirhuguðum breytingum verði ábyrgð á eftirliti með hollustuháttum og mengunarvörnum færð frá heilbrigðiseftirliti til Umhverfis- og orkustofnunar og ábyrgð á eftirliti með matvælum færist frá heilbrigðiseftirliti til Matvælastofnunar. Þannig verði eftirlitsaðilar tveir í stað ellefu. „Þetta er stærsta breyting á eftirlitsumhverfi fyrirtækja sem ráðist hefur verið í svo áratugum skiptir. Breytingin er jafnframt í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um einföldun regluverks og samræmingu eftirlits og stjórnsýslu í þágu vaxtar og verðmætasköpunar um allt land,“ er haft eftir Jóhanni Páli. Fækka ekki störfum Ráðherrarnir hefðu lagt áherslu á að markmið breytinganna væri ekki fækkun eða tilfærsla opinberra starfa milli landshluta. Þvert á móti yrði lagt upp með að standa vörð um störfin á landsbyggðinni og leitast við að tryggja að störfin haldist í heimabyggð. Eftirlit á landsvísu yrði samræmt og þjónusta þannig bætt til muna. Útgáfa starfsleyfa yrði miðlæg og á vegum fyrrgreindra stofnana. Fram hafi komið í máli ráðherranna að meginhvatinn við fyrirhugaðar breytingar væri að gera ferli vegna eftirlits og leyfisveitinga einfaldara og skilvirkara og bæta þjónustu. Lengi hefði verið bent á að núverandi fyrirkomulag væri flókið að uppbyggingu, ábyrgðarsvið væri á tíðum óljóst, oft væri ósamræmi í aðferðarfræði og erfitt fyrir þjónustuþega að nálgast upplýsingar. Á undanförnum árum hefði fjöldi greininga og skýrslna varpað ljósi á að breytinga væri þörf. „Við erum að einfalda regluverkið og gera eftirlit með matvælum, hollustuháttum og mengunarvörnum traustara og skilvirkara með hagsmuni atvinnulífsins og neytenda að leiðarljósi,“ er haft eftir Hönnu Katrínu. Víðtækst samráð Í tilkynningunni segir að áform ráðherranna byggi meðal annars á vinnu stýrihóps sem skipaður hafi verið fulltrúum ráðuneytanna,Sambands íslenskra sveitarfélaga, Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi, Samtaka atvinnulífsins og innviðaráðuneytisins. Þá hafi áheyrnarfulltrúar frá Matvælastofnun og Umhverfis- og orkustofnun einnig setið fundi hópsins og tekið virkan þátt í rýni. Haldnir hafi verið samráðsfundir með sveitarfélögum, heilbrigðiseftirlitssvæðum og fyrirtækjum þar sem málefnalegar umræður hafi átt sér stað um helstu áskoranir. Einnig hafi borist margar gagnlegar ábendingar, meðal annars í gegnum samráðsgátt stjórnvalda, sem unnið hafi verið úr við gerð skýrslu stýrihópsins. Langur aðdragandi Málið eigi sér langan aðdraganda og framkvæmd eftirlits með matvælum hafi verið til skoðunar í meira en áratug. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hafi í formlegu áminningarbréfi bent á að fyrirkomulag matvælaeftirlits á Íslandi standist ekki kröfur EES-samningsins. Helstu áhyggjuefni varði skort á samræmi, skýrri ábyrgð og yfirstjórn eftirlits. Áformaðar breytingar séu skýrt svar við fyrrgreindum ábendingum. Fyrirhuguð útfærsla sé raunhæf, uppfylli lagakröfur og markmið um skilvirkt, óhlutdrægt og samræmt opinbert eftirlit. Áformaskjal verði lagt fram í samráðsgátt nú í vikunni og drög að frumvarpi í október næstkomandi. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra muni síðan leggja fram frumvarp á Alþingi í nóvember næstkomandi. Heilbrigðiseftirlit Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Viðreisn Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira
Í tilkynningu þess efnis á vef Stjórnarráðsins segir að samkvæmt fyrirhuguðum breytingum verði ábyrgð á eftirliti með hollustuháttum og mengunarvörnum færð frá heilbrigðiseftirliti til Umhverfis- og orkustofnunar og ábyrgð á eftirliti með matvælum færist frá heilbrigðiseftirliti til Matvælastofnunar. Þannig verði eftirlitsaðilar tveir í stað ellefu. „Þetta er stærsta breyting á eftirlitsumhverfi fyrirtækja sem ráðist hefur verið í svo áratugum skiptir. Breytingin er jafnframt í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um einföldun regluverks og samræmingu eftirlits og stjórnsýslu í þágu vaxtar og verðmætasköpunar um allt land,“ er haft eftir Jóhanni Páli. Fækka ekki störfum Ráðherrarnir hefðu lagt áherslu á að markmið breytinganna væri ekki fækkun eða tilfærsla opinberra starfa milli landshluta. Þvert á móti yrði lagt upp með að standa vörð um störfin á landsbyggðinni og leitast við að tryggja að störfin haldist í heimabyggð. Eftirlit á landsvísu yrði samræmt og þjónusta þannig bætt til muna. Útgáfa starfsleyfa yrði miðlæg og á vegum fyrrgreindra stofnana. Fram hafi komið í máli ráðherranna að meginhvatinn við fyrirhugaðar breytingar væri að gera ferli vegna eftirlits og leyfisveitinga einfaldara og skilvirkara og bæta þjónustu. Lengi hefði verið bent á að núverandi fyrirkomulag væri flókið að uppbyggingu, ábyrgðarsvið væri á tíðum óljóst, oft væri ósamræmi í aðferðarfræði og erfitt fyrir þjónustuþega að nálgast upplýsingar. Á undanförnum árum hefði fjöldi greininga og skýrslna varpað ljósi á að breytinga væri þörf. „Við erum að einfalda regluverkið og gera eftirlit með matvælum, hollustuháttum og mengunarvörnum traustara og skilvirkara með hagsmuni atvinnulífsins og neytenda að leiðarljósi,“ er haft eftir Hönnu Katrínu. Víðtækst samráð Í tilkynningunni segir að áform ráðherranna byggi meðal annars á vinnu stýrihóps sem skipaður hafi verið fulltrúum ráðuneytanna,Sambands íslenskra sveitarfélaga, Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi, Samtaka atvinnulífsins og innviðaráðuneytisins. Þá hafi áheyrnarfulltrúar frá Matvælastofnun og Umhverfis- og orkustofnun einnig setið fundi hópsins og tekið virkan þátt í rýni. Haldnir hafi verið samráðsfundir með sveitarfélögum, heilbrigðiseftirlitssvæðum og fyrirtækjum þar sem málefnalegar umræður hafi átt sér stað um helstu áskoranir. Einnig hafi borist margar gagnlegar ábendingar, meðal annars í gegnum samráðsgátt stjórnvalda, sem unnið hafi verið úr við gerð skýrslu stýrihópsins. Langur aðdragandi Málið eigi sér langan aðdraganda og framkvæmd eftirlits með matvælum hafi verið til skoðunar í meira en áratug. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hafi í formlegu áminningarbréfi bent á að fyrirkomulag matvælaeftirlits á Íslandi standist ekki kröfur EES-samningsins. Helstu áhyggjuefni varði skort á samræmi, skýrri ábyrgð og yfirstjórn eftirlits. Áformaðar breytingar séu skýrt svar við fyrrgreindum ábendingum. Fyrirhuguð útfærsla sé raunhæf, uppfylli lagakröfur og markmið um skilvirkt, óhlutdrægt og samræmt opinbert eftirlit. Áformaskjal verði lagt fram í samráðsgátt nú í vikunni og drög að frumvarpi í október næstkomandi. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra muni síðan leggja fram frumvarp á Alþingi í nóvember næstkomandi.
Heilbrigðiseftirlit Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Viðreisn Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira