Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar 2. september 2025 08:47 Við sjáum daglega hér í Hafnarfirði hversu mikilvægt öflugt atvinnulíf er fyrir samfélagið okkar. Sveitarfélagið hefur á undanförum árum lagt ríka áherslu á að skapa aðlaðandi starfsumhverfi fyrir hafnfirsk fyrirtæki. Þetta gerum við bæði fyrir þau rótgrónu og traustu sem og nýju fyrirtækin. Álagning fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði hefur til að mynda verið lækkað úr 1,57% í 1,387% frá árinu 2018. Með því er markvisst verið að létta undir með atvinnulífinu og styðja við áframhaldandi vöxt. Þessi stefna hefur þegar skilað árangri: Fyrirtækjum hefur fjölgað og iðnaðarhverfi Hafnarfjarðar hafa verið að byggjast upp af miklum krafti. Hellnahraun 4 – nýtt athafnasvæði Nú er unnið að nýju deiliskipulagi fyrir athafnasvæði í Kapelluhrauni; Hellnahraun 4. Mikil eftirspurn er eftir lóðum í sveitarfélaginu fyrir fjölbreytta atvinnustarfsemi og er þessu svæði ætlað m.a. ætlað að mæta þeirri þörf. Svæðið er því skilgreint sem athafnarsvæði í Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013–2025. Staðsetningin er ákjósanleg, nálægt öðrum athafna- og iðnaðarsvæðum. Þar verður einkum gert ráð fyrir léttum iðnaði sem ekki veldur mengun, ásamt þjónustustarfsemi samkvæmt skilgreiningu skipulagsreglugerðar. Stöndum með kröftugu atvinnulífi Við erum afar stolt af því hvernig til hefur tekist þessi síðustu ár og munum áfram standa með öflugu atvinnulífi í Hafnarfirði. Ný fyrirtæki auka umsvif, þau fjölga bæði störfum og íbúum. Þau styrkja verslun og þjónustu á svæðinu og efla þannig þá atvinnustarfsemi sem fyrir er. Öflugt atvinnulíf, hvort sem er hér í Hafnarfirði eða á landinu öllu, er forsenda velferðar samfélagsins – góðrar heilbrigðisþjónustu, traustra menntastofnana og blómlegs menningarlífs. Þar viljum við standa sterk og gerum okkar svo hafnfirsk fyrirtæki geri einmitt það. Höfundur er bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valdimar Víðisson Hafnarfjörður Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Sjá meira
Við sjáum daglega hér í Hafnarfirði hversu mikilvægt öflugt atvinnulíf er fyrir samfélagið okkar. Sveitarfélagið hefur á undanförum árum lagt ríka áherslu á að skapa aðlaðandi starfsumhverfi fyrir hafnfirsk fyrirtæki. Þetta gerum við bæði fyrir þau rótgrónu og traustu sem og nýju fyrirtækin. Álagning fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði hefur til að mynda verið lækkað úr 1,57% í 1,387% frá árinu 2018. Með því er markvisst verið að létta undir með atvinnulífinu og styðja við áframhaldandi vöxt. Þessi stefna hefur þegar skilað árangri: Fyrirtækjum hefur fjölgað og iðnaðarhverfi Hafnarfjarðar hafa verið að byggjast upp af miklum krafti. Hellnahraun 4 – nýtt athafnasvæði Nú er unnið að nýju deiliskipulagi fyrir athafnasvæði í Kapelluhrauni; Hellnahraun 4. Mikil eftirspurn er eftir lóðum í sveitarfélaginu fyrir fjölbreytta atvinnustarfsemi og er þessu svæði ætlað m.a. ætlað að mæta þeirri þörf. Svæðið er því skilgreint sem athafnarsvæði í Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013–2025. Staðsetningin er ákjósanleg, nálægt öðrum athafna- og iðnaðarsvæðum. Þar verður einkum gert ráð fyrir léttum iðnaði sem ekki veldur mengun, ásamt þjónustustarfsemi samkvæmt skilgreiningu skipulagsreglugerðar. Stöndum með kröftugu atvinnulífi Við erum afar stolt af því hvernig til hefur tekist þessi síðustu ár og munum áfram standa með öflugu atvinnulífi í Hafnarfirði. Ný fyrirtæki auka umsvif, þau fjölga bæði störfum og íbúum. Þau styrkja verslun og þjónustu á svæðinu og efla þannig þá atvinnustarfsemi sem fyrir er. Öflugt atvinnulíf, hvort sem er hér í Hafnarfirði eða á landinu öllu, er forsenda velferðar samfélagsins – góðrar heilbrigðisþjónustu, traustra menntastofnana og blómlegs menningarlífs. Þar viljum við standa sterk og gerum okkar svo hafnfirsk fyrirtæki geri einmitt það. Höfundur er bæjarstjóri Hafnarfjarðar.
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar