Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Eiður Þór Árnason skrifar 1. september 2025 23:41 Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, og Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins. Vísir Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, fer hörðum orðum um málflutning Snorra Mássonar, þingmanns Miðflokksins, um málefni hinsegin fólks og segir hann merki um bakslag í réttindabaráttu þeirra. „Snorri hefur ákveðið að vera holdgervingur tilraunar til að flytja hingað heim glataða umræðu á kostnað fólks í viðkvæmri stöðu,“ skrifar Dagur og vísar til neikvæðrar umræðu í garð hinsegin fólks og einkum trans fólks sem hefur verið áberandi í stjórnmálaumræðu víða utan landsteinanna. Tilefni skrifa Dags er framkoma Snorra og Þorbjargar Þorvaldsdóttur, verkefnastýru Samtakanna 78, í Kastljósi á RÚV í kvöld. Var þeim boðið í þáttinn í kjölfar ummæla sem Snorri lét nýverið falla í hlaðvarpinu Ein pæling sem Þórarinn Hjartarson stýrir. Þar gagnrýndi Snorri meðal annars notkun á hugtakinu hinsegið fólk, gaf lítið fyrir umræðu um bakslag í réttindabaráttu þeirra, sagðist einungis kannast við tvö kyn og ekki trúa því að einstaklingar geti farið í kynleiðréttingarferli. Minni á gamla tíma Dagur segir í færslu á Facebook-síðu sinni að málflutningur og framkoma Snorra í Kastljósi í kvöld hafi verið gamaldags og minnt hann á umræðuna sem átti sér stað í fjölmiðlum um samkynhneigt fólk þegar hann var á unglingsaldri. „Rauði þráðurinn miðað við málflutninginn í kvöld er fyrst og fremst að upphefja sjálfan sig og Miðflokkinn um leið og að skora ódýr stig hjá einhverjum - á kostnað barna, unglinga, fjölskylda og hinsegin fólks. Veruleika þeirra og lífi lýsir hann sem hugmyndafræði. Og fordómum sínum lýsir hann sem skoðun.“ „Það lýsir fáránleikanum - en er í samræmi við handritið frá Bandaríkjunum - að samtímis lýsir hann sér sem fórnarlambi þöggunar og mér telst til að honum hafi tekist að væla um það einsog kjáni í einum einum þremur viðtölum og hlaðvörpum á svo sem viku. Það var þá þöggunin,“ skrifar Dagur. Hinsegin Málefni trans fólks Samfylkingin Miðflokkurinn Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
„Snorri hefur ákveðið að vera holdgervingur tilraunar til að flytja hingað heim glataða umræðu á kostnað fólks í viðkvæmri stöðu,“ skrifar Dagur og vísar til neikvæðrar umræðu í garð hinsegin fólks og einkum trans fólks sem hefur verið áberandi í stjórnmálaumræðu víða utan landsteinanna. Tilefni skrifa Dags er framkoma Snorra og Þorbjargar Þorvaldsdóttur, verkefnastýru Samtakanna 78, í Kastljósi á RÚV í kvöld. Var þeim boðið í þáttinn í kjölfar ummæla sem Snorri lét nýverið falla í hlaðvarpinu Ein pæling sem Þórarinn Hjartarson stýrir. Þar gagnrýndi Snorri meðal annars notkun á hugtakinu hinsegið fólk, gaf lítið fyrir umræðu um bakslag í réttindabaráttu þeirra, sagðist einungis kannast við tvö kyn og ekki trúa því að einstaklingar geti farið í kynleiðréttingarferli. Minni á gamla tíma Dagur segir í færslu á Facebook-síðu sinni að málflutningur og framkoma Snorra í Kastljósi í kvöld hafi verið gamaldags og minnt hann á umræðuna sem átti sér stað í fjölmiðlum um samkynhneigt fólk þegar hann var á unglingsaldri. „Rauði þráðurinn miðað við málflutninginn í kvöld er fyrst og fremst að upphefja sjálfan sig og Miðflokkinn um leið og að skora ódýr stig hjá einhverjum - á kostnað barna, unglinga, fjölskylda og hinsegin fólks. Veruleika þeirra og lífi lýsir hann sem hugmyndafræði. Og fordómum sínum lýsir hann sem skoðun.“ „Það lýsir fáránleikanum - en er í samræmi við handritið frá Bandaríkjunum - að samtímis lýsir hann sér sem fórnarlambi þöggunar og mér telst til að honum hafi tekist að væla um það einsog kjáni í einum einum þremur viðtölum og hlaðvörpum á svo sem viku. Það var þá þöggunin,“ skrifar Dagur.
Hinsegin Málefni trans fólks Samfylkingin Miðflokkurinn Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira