Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Smári Jökull Jónsson skrifar 1. september 2025 12:13 Sérstök áhersla verður lögð á andlega líðan eldri fólks í Gulum september. Vísir/Magnús Gulur september hefst í dag en það er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Í ár verður sérstök áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem verkefnastjóri hjá Landlækni segir síður leita sér hjálpar en þau sem yngri eru. Verkefnið hefst í dag með opnunarviðburði þar sem landlæknir, borgarstjóri og forseti Íslands taka þátt. Því var fyrst hrundið af stað árið 2023 en árstíminn er valinn þar sem Alþjóðlegur forvarnadagur sjálfsvíga er þann 10. september og Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn 10. október. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Anna Margrét Bjarnadóttir verkefnastjóri Guls september hjá embætti Landlæknis segir mikilvægt að styðja við þá sem glíma við andlega vanlíðan og geðrænar áskoranir. „Sem betur fer hefur umræðan opnast mjög mikið á Íslandi síðustu 20-30 ár en það er því miður þannig að það er oft skömm að ræða þessi mál og þess vegna viljum við líka styðja við aðra,“ sagði Anna Margrét í samtali við fréttastofu Sýnar. „Að styðja við aðstandendur sem hafa misst í sjálfsvígi, það er mjög mikilvægt og hluti af sjálfsvígsforvörnum að styðja við þá.“ Andleg líðan eldra fólks sé falið vandamál Í ár verður sérstök áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks. Anna Margrét segir að tölur frá Píetasamtökunum sýni að eldri kynslóðir leiti sér síður hjálpar en þær yngri. „Við í undirbúningshópnum ræddum það í byrjun árs að okkur fannst lítið rætt um andlega líðan eldra fólks og þetta væri kannski svolítið falið. Þess vegna vildum við leggja áherslu á þetta í ár.“ Hún segir áskoranir þessa hóps vera margþættar. „Það getur verið einmanaleiki, félagsleg einangrun. Einnig líka sorgin eftir ástvinamissi og það er eitt af fræðsluerindunum í mánuðinum að ræða það. Og hvernig er hægt að bæta andlega líðan á eldri árum.“ „Klárlega þarf að bæta þjónustu víða“ Undanfarna daga hefur umræða um sjálfsvíg verið töluverð og ekki síst geðheilbrigðisþjónustu úti á landi. Ung kona á Fáskrúsfirði féll fyrir eigin hendi í vikunni eftir langvarandi baráttu við andleg veikindi og fíknivanda. „Sem betur fer er aðgengi að sálfræðingum orðið meira en það var fyrir 10-15 árum en það er mismunandi eftir hverri og einni heilsugæslu til dæmis og klárlega þarf að bæta þjónustu víða,“ segir Anna Margrét. „Sem betur fer er víða hjálpa að fá og það eru úrræði hjá Rauða krossinum, Heilsuveru og auðvitað Píetasamtökunum og þar er síminn opinn allan sólarhringinn. Það er líka hægt að fá aðstoð í gegnum netið og inni á heimasíðunni okkar,“ en heimasíðan gulurseptember.is opnaði nýverið. Geðheilbrigði Eldri borgarar Félagasamtök Embætti landlæknis Heilbrigðismál Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Verkefnið hefst í dag með opnunarviðburði þar sem landlæknir, borgarstjóri og forseti Íslands taka þátt. Því var fyrst hrundið af stað árið 2023 en árstíminn er valinn þar sem Alþjóðlegur forvarnadagur sjálfsvíga er þann 10. september og Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn 10. október. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Anna Margrét Bjarnadóttir verkefnastjóri Guls september hjá embætti Landlæknis segir mikilvægt að styðja við þá sem glíma við andlega vanlíðan og geðrænar áskoranir. „Sem betur fer hefur umræðan opnast mjög mikið á Íslandi síðustu 20-30 ár en það er því miður þannig að það er oft skömm að ræða þessi mál og þess vegna viljum við líka styðja við aðra,“ sagði Anna Margrét í samtali við fréttastofu Sýnar. „Að styðja við aðstandendur sem hafa misst í sjálfsvígi, það er mjög mikilvægt og hluti af sjálfsvígsforvörnum að styðja við þá.“ Andleg líðan eldra fólks sé falið vandamál Í ár verður sérstök áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks. Anna Margrét segir að tölur frá Píetasamtökunum sýni að eldri kynslóðir leiti sér síður hjálpar en þær yngri. „Við í undirbúningshópnum ræddum það í byrjun árs að okkur fannst lítið rætt um andlega líðan eldra fólks og þetta væri kannski svolítið falið. Þess vegna vildum við leggja áherslu á þetta í ár.“ Hún segir áskoranir þessa hóps vera margþættar. „Það getur verið einmanaleiki, félagsleg einangrun. Einnig líka sorgin eftir ástvinamissi og það er eitt af fræðsluerindunum í mánuðinum að ræða það. Og hvernig er hægt að bæta andlega líðan á eldri árum.“ „Klárlega þarf að bæta þjónustu víða“ Undanfarna daga hefur umræða um sjálfsvíg verið töluverð og ekki síst geðheilbrigðisþjónustu úti á landi. Ung kona á Fáskrúsfirði féll fyrir eigin hendi í vikunni eftir langvarandi baráttu við andleg veikindi og fíknivanda. „Sem betur fer er aðgengi að sálfræðingum orðið meira en það var fyrir 10-15 árum en það er mismunandi eftir hverri og einni heilsugæslu til dæmis og klárlega þarf að bæta þjónustu víða,“ segir Anna Margrét. „Sem betur fer er víða hjálpa að fá og það eru úrræði hjá Rauða krossinum, Heilsuveru og auðvitað Píetasamtökunum og þar er síminn opinn allan sólarhringinn. Það er líka hægt að fá aðstoð í gegnum netið og inni á heimasíðunni okkar,“ en heimasíðan gulurseptember.is opnaði nýverið.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Geðheilbrigði Eldri borgarar Félagasamtök Embætti landlæknis Heilbrigðismál Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira