Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. ágúst 2025 15:03 AÐSEND Mikill hugur er hjá skógræktarfólki um allt land enda víða verið að gróðursetja plöntur í því skyni að fá upp myndarlegan skóg. Forseti Íslands tók þátt í aðalfundi Skógræktarfélags Íslands um helgina í Borgarfirði og gróðursetti meðal annars í Varmalandi. Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands hófst á Varmalandi í Borgarfirði á föstudaginn og lýkur formlega í dag. Skógræktarfólk af öllu landinu sækir fundinn. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa var farið í vettvangsferðir til að skoða skóglendi gestgjafanna, Skógræktarfélags Borgarfjarðar, og flutt voru fjölbreytt fræðsluerindi. Hápunktur fundarins var hátíðarkvöldverður í gærkvöldi þar sem Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra flutti ávarp. Frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands mætti líka á fundinn. Brynjólfur Jónsson er framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands. „Forsetinn okkar mætti, Halla Tómasdóttir og var bjartsýn og horfði til framtíðar og sér skógrækt í samvinnu við æsku landsins og býður okkur á Bessastaði til að ræða málin og reyna að finna einhverja samlegð með íslenskri æsku og við auðvitað tökum því fegins hendi,“ segir Brynjólfur Þannig að Halla er skógræktarkona? „Já mér sýnist það að hún hafi mikinn áhuga á þessu starfi okkar“. Halla gróðursetti síðan myndarlegt tré í Varmalandi, ásamt nokkrum öðrum forsvarsmönnum aðalfundarins. Frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, ávarpaði aðalfund Skógræktarfélags Íslands, sem fór fram um helgina á Varmalandi í Borgarfirði. Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þið eruð að gera mjög góða hluti í Skógræktarfélagi Íslands eða hvað? „Já. við teljum það að okkar hlutverk sé mjög mikilvægt sérstaklega í sambandi við útivistaskóga landsins en ekki síður að huga að loftslagsmálum almennt. Það er stóra verkefnið í framtíðinni, að sjá til þess að jörðin ofhitni ekki og þar kemur skógrækt sterkt inn og við lítum líka á afurðir í framtíðinni, sem við getum nýtt. Skógræktarhreyfingin er til dæmis stærsti jólatrjá framleiðandi íslenskra jólatrjáa,“ sagði Brynjólfur. Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands. Eftir að hafa unnið í sjávarútvegi fór hann til Noregs til þess að læra skógrækt og skógfræði. Þegar hann kom til baka til Íslands tók hann við umsjón með félaginu árið 1988. Síðan hefur hann aukið starfsemi félagsins og hlutverk þess innan umhverfisgeirans. Undir hans umsjón hefur Skógræktarfélag Íslands orðið mjög virkt teymi 8 starfsmanna. Aðsend Heimasiða Skógræktarfélags Íslands Borgarbyggð Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands hófst á Varmalandi í Borgarfirði á föstudaginn og lýkur formlega í dag. Skógræktarfólk af öllu landinu sækir fundinn. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa var farið í vettvangsferðir til að skoða skóglendi gestgjafanna, Skógræktarfélags Borgarfjarðar, og flutt voru fjölbreytt fræðsluerindi. Hápunktur fundarins var hátíðarkvöldverður í gærkvöldi þar sem Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra flutti ávarp. Frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands mætti líka á fundinn. Brynjólfur Jónsson er framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands. „Forsetinn okkar mætti, Halla Tómasdóttir og var bjartsýn og horfði til framtíðar og sér skógrækt í samvinnu við æsku landsins og býður okkur á Bessastaði til að ræða málin og reyna að finna einhverja samlegð með íslenskri æsku og við auðvitað tökum því fegins hendi,“ segir Brynjólfur Þannig að Halla er skógræktarkona? „Já mér sýnist það að hún hafi mikinn áhuga á þessu starfi okkar“. Halla gróðursetti síðan myndarlegt tré í Varmalandi, ásamt nokkrum öðrum forsvarsmönnum aðalfundarins. Frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, ávarpaði aðalfund Skógræktarfélags Íslands, sem fór fram um helgina á Varmalandi í Borgarfirði. Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þið eruð að gera mjög góða hluti í Skógræktarfélagi Íslands eða hvað? „Já. við teljum það að okkar hlutverk sé mjög mikilvægt sérstaklega í sambandi við útivistaskóga landsins en ekki síður að huga að loftslagsmálum almennt. Það er stóra verkefnið í framtíðinni, að sjá til þess að jörðin ofhitni ekki og þar kemur skógrækt sterkt inn og við lítum líka á afurðir í framtíðinni, sem við getum nýtt. Skógræktarhreyfingin er til dæmis stærsti jólatrjá framleiðandi íslenskra jólatrjáa,“ sagði Brynjólfur. Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands. Eftir að hafa unnið í sjávarútvegi fór hann til Noregs til þess að læra skógrækt og skógfræði. Þegar hann kom til baka til Íslands tók hann við umsjón með félaginu árið 1988. Síðan hefur hann aukið starfsemi félagsins og hlutverk þess innan umhverfisgeirans. Undir hans umsjón hefur Skógræktarfélag Íslands orðið mjög virkt teymi 8 starfsmanna. Aðsend Heimasiða Skógræktarfélags Íslands
Borgarbyggð Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira