Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. ágúst 2025 15:03 AÐSEND Mikill hugur er hjá skógræktarfólki um allt land enda víða verið að gróðursetja plöntur í því skyni að fá upp myndarlegan skóg. Forseti Íslands tók þátt í aðalfundi Skógræktarfélags Íslands um helgina í Borgarfirði og gróðursetti meðal annars í Varmalandi. Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands hófst á Varmalandi í Borgarfirði á föstudaginn og lýkur formlega í dag. Skógræktarfólk af öllu landinu sækir fundinn. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa var farið í vettvangsferðir til að skoða skóglendi gestgjafanna, Skógræktarfélags Borgarfjarðar, og flutt voru fjölbreytt fræðsluerindi. Hápunktur fundarins var hátíðarkvöldverður í gærkvöldi þar sem Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra flutti ávarp. Frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands mætti líka á fundinn. Brynjólfur Jónsson er framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands. „Forsetinn okkar mætti, Halla Tómasdóttir og var bjartsýn og horfði til framtíðar og sér skógrækt í samvinnu við æsku landsins og býður okkur á Bessastaði til að ræða málin og reyna að finna einhverja samlegð með íslenskri æsku og við auðvitað tökum því fegins hendi,“ segir Brynjólfur Þannig að Halla er skógræktarkona? „Já mér sýnist það að hún hafi mikinn áhuga á þessu starfi okkar“. Halla gróðursetti síðan myndarlegt tré í Varmalandi, ásamt nokkrum öðrum forsvarsmönnum aðalfundarins. Frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, ávarpaði aðalfund Skógræktarfélags Íslands, sem fór fram um helgina á Varmalandi í Borgarfirði. Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þið eruð að gera mjög góða hluti í Skógræktarfélagi Íslands eða hvað? „Já. við teljum það að okkar hlutverk sé mjög mikilvægt sérstaklega í sambandi við útivistaskóga landsins en ekki síður að huga að loftslagsmálum almennt. Það er stóra verkefnið í framtíðinni, að sjá til þess að jörðin ofhitni ekki og þar kemur skógrækt sterkt inn og við lítum líka á afurðir í framtíðinni, sem við getum nýtt. Skógræktarhreyfingin er til dæmis stærsti jólatrjá framleiðandi íslenskra jólatrjáa,“ sagði Brynjólfur. Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands. Eftir að hafa unnið í sjávarútvegi fór hann til Noregs til þess að læra skógrækt og skógfræði. Þegar hann kom til baka til Íslands tók hann við umsjón með félaginu árið 1988. Síðan hefur hann aukið starfsemi félagsins og hlutverk þess innan umhverfisgeirans. Undir hans umsjón hefur Skógræktarfélag Íslands orðið mjög virkt teymi 8 starfsmanna. Aðsend Heimasiða Skógræktarfélags Íslands Borgarbyggð Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira
Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands hófst á Varmalandi í Borgarfirði á föstudaginn og lýkur formlega í dag. Skógræktarfólk af öllu landinu sækir fundinn. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa var farið í vettvangsferðir til að skoða skóglendi gestgjafanna, Skógræktarfélags Borgarfjarðar, og flutt voru fjölbreytt fræðsluerindi. Hápunktur fundarins var hátíðarkvöldverður í gærkvöldi þar sem Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra flutti ávarp. Frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands mætti líka á fundinn. Brynjólfur Jónsson er framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands. „Forsetinn okkar mætti, Halla Tómasdóttir og var bjartsýn og horfði til framtíðar og sér skógrækt í samvinnu við æsku landsins og býður okkur á Bessastaði til að ræða málin og reyna að finna einhverja samlegð með íslenskri æsku og við auðvitað tökum því fegins hendi,“ segir Brynjólfur Þannig að Halla er skógræktarkona? „Já mér sýnist það að hún hafi mikinn áhuga á þessu starfi okkar“. Halla gróðursetti síðan myndarlegt tré í Varmalandi, ásamt nokkrum öðrum forsvarsmönnum aðalfundarins. Frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, ávarpaði aðalfund Skógræktarfélags Íslands, sem fór fram um helgina á Varmalandi í Borgarfirði. Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þið eruð að gera mjög góða hluti í Skógræktarfélagi Íslands eða hvað? „Já. við teljum það að okkar hlutverk sé mjög mikilvægt sérstaklega í sambandi við útivistaskóga landsins en ekki síður að huga að loftslagsmálum almennt. Það er stóra verkefnið í framtíðinni, að sjá til þess að jörðin ofhitni ekki og þar kemur skógrækt sterkt inn og við lítum líka á afurðir í framtíðinni, sem við getum nýtt. Skógræktarhreyfingin er til dæmis stærsti jólatrjá framleiðandi íslenskra jólatrjáa,“ sagði Brynjólfur. Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands. Eftir að hafa unnið í sjávarútvegi fór hann til Noregs til þess að læra skógrækt og skógfræði. Þegar hann kom til baka til Íslands tók hann við umsjón með félaginu árið 1988. Síðan hefur hann aukið starfsemi félagsins og hlutverk þess innan umhverfisgeirans. Undir hans umsjón hefur Skógræktarfélag Íslands orðið mjög virkt teymi 8 starfsmanna. Aðsend Heimasiða Skógræktarfélags Íslands
Borgarbyggð Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira