Innlent

Google Maps beinir öku­mönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Vegurinn er opinn en hraði hefur verið tekinn niður vegna framkvæmda.
Vegurinn er opinn en hraði hefur verið tekinn niður vegna framkvæmda. Vísir/Egill

Villa á Google Maps hefur valdið misskilningi hjá vegfarendum sem nota forritið til leiðsagnar. Forritið segir ökumönnum að taka Krýsuvíkurleiðina um Grindavík á leiðinni til Keflavíkur og segir Reykjanesbrautina lokaða við Straumsvík.

Á vef Vegagerðarinnar segir að um sé að ræða villu hjá Google. Þar segir að vegurinn sé opinn en að hraði hafi verið tekinn niður vegna framkvæmda á svæðinu.

Vegurinn er opinn en líklega hafa einhverjir tekið löngu leiðina í morgun.Google Maps

Þetta skjáskot var tekið upp úr hádegi í dag og eins og sést hér að ofan er enn mælt með að vegfarendur á leiðinni til og frá Keflavíkurflugvelli aki um Krýsuvík þó að Reykjanesbrautin sé opin. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×