Innlent

Ólafur orðinn nýr þing­flokks­for­maður Sjálf­stæðis­flokksins

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Ólafur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi og fyrsti þingmaður kjördæmisins. Hann tók sæti á þingi eftir Alþingiskosningarnar í nóvember síðastliðnum.
Ólafur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi og fyrsti þingmaður kjördæmisins. Hann tók sæti á þingi eftir Alþingiskosningarnar í nóvember síðastliðnum. Vísir/Ívar Fannar

Ólafur Adolfsson var staðfestur í embætti þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, á fundi þingflokksins í Valhöll dag. Hildur Sverrisdóttir, forveri hans í embætti, tilkynnti um afsögn sína í gær.

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður flokksins, tilnefndi Ólaf í embættið. Þingflokkurinn fundaði klukkan ellefu í dag, og staðfesti tilnefninguna. 

Hildur, sem var yfirlýst stuðningskona Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur í formannseinvíginu í vor, sagðist segja af sér til að forða flokknum frá innri átökum við atkvæðagreiðslu.

Þetta gæti þýtt að Hildur hafi talið að atkvæðagreiðsla um nýjan þingflokksformann myndi kljúfa þingflokkinn eða að hún teldi sig ekki lengur njóta stuðnings meirihluta þingmanna Sjálfstæðisflokksins.

Venjan er sú að flokksformaður leggi fram tillögu um þingflokksformann sem þingmenn samþykkja yfirleitt einróma. Fréttastofu er ekki kunnugt um hvernig atkvæði féllu. Vilhjálmur Árnason verður áfram varaformaður þingflokksins.


Tengdar fréttir

Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun tilnefna Ólaf Adolfsson sem þingflokksformann. Þetta herma heimildir fréttastofu en Ólafur mun þá taka við af Hildi Sverrisdóttur. Hann er dyggur stuðningsmaður Guðrúnar og góður vinur Guðlaugs Þórs Þórðarsonar.

Guðrún hrókerar í þingflokknum

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun á morgun tilnefna nýjan þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins. Sá mun taka við af Hildi Sverrisdóttur, sem sagði af sér í dag til að forða flokknum frá innri átökum, að eigin sögn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×