Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. ágúst 2025 20:05 Leikskólabörnin og starfsfólkið, sem heimsótti Sigurð og Guðrúnu konu hans í Bjarkarásnum í Garðabæ. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þau voru ánægð leikskólabörnin og starfsmenn í leikskólanum þeirra þegar þau heimsóttu 89 ára gamlan harmonikuleikara og konu hans í Garðabænum þar sem var mikið sungið og spilað. Leikskólabörnin af leikskólanum Ásum, sem er Hjallastefnuleikskóli og er rétt hjá heimili Sigurðar Hannessonar, harmonikuleikara og Guðrúnar Böðvarsdóttur, konu hans í Bjarkarásnum í Garðabæ, enda komu leikskólabörnin gangandi í heimsóknina í vikunni en hjónin hafa tekið reglulega á móti börnum úr leikskólanum. Krakkarnir byrjuðu á því að fá að snerta takkana á nikkunni hjá Sigga eins og hann er alltaf kallaður. Svo hófst söngurinn og spilið. „Mér finnst virkilega gaman af þessu, ég bíð alveg í heilt ár þangað til að krakkarnir koma aftur til okkar”, segir Sigurður. Krakkarnir eru greinilega mjög glaðir að koma til þín og ykkar hjóna eða hvað? „Já, já, ég á von á því að þau eigi eftir að muna þetta lengi vel.” Sigurður er hér að heilsa krökkunum þegar þau komu í heimsókn í vikunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þú ert hvað, 89 ára og ert að spila á fullu? „Já, já, það er ekkert að láta af því, ég held ég hafi aldrei spilað eins mikið og undanfarið,” segir Sigurður hlæjandi. Og mikil ánægja var hjá starfsfólki leikskólans með Sigurð og Guðrúnu að bjóða hópnum heim til sín en eftir sönginn fengu krakkarnir að fara út í garð hjá þeim hjónum til að skoða álfana þar og fleira. „Þau eru fjögurra ára, sem koma núna með okkur. Við æfðum og æfðum okkur á nokkrum lögum fyrir heimsóknina,” segir Ásrún Vilbergsdóttir, leikskólastjóri á Ásum alsæl með heimsóknina. Ásrún Vilbergsdóttir, leikskólastjóri á Ásum, sem var alsæl með heimsóknina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kunnið þið að spila á einhver hljóðfæri? „Ég kann að spila á trommur,” segir Urður Rún Þorvaldsdóttir, 4 ára leikskólastelpa á Ásum. „Og ég kann að spila á gítar“, segir Benedikt Ingi Gunnlaugsson, 4 ára leikskólastrákur á Ásum. Urður sem pilar á trommur og Benedikt, sem pilar á gítar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Garðabær Tónlist Leikskólar Krakkar Eldri borgarar Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Leikskólabörnin af leikskólanum Ásum, sem er Hjallastefnuleikskóli og er rétt hjá heimili Sigurðar Hannessonar, harmonikuleikara og Guðrúnar Böðvarsdóttur, konu hans í Bjarkarásnum í Garðabæ, enda komu leikskólabörnin gangandi í heimsóknina í vikunni en hjónin hafa tekið reglulega á móti börnum úr leikskólanum. Krakkarnir byrjuðu á því að fá að snerta takkana á nikkunni hjá Sigga eins og hann er alltaf kallaður. Svo hófst söngurinn og spilið. „Mér finnst virkilega gaman af þessu, ég bíð alveg í heilt ár þangað til að krakkarnir koma aftur til okkar”, segir Sigurður. Krakkarnir eru greinilega mjög glaðir að koma til þín og ykkar hjóna eða hvað? „Já, já, ég á von á því að þau eigi eftir að muna þetta lengi vel.” Sigurður er hér að heilsa krökkunum þegar þau komu í heimsókn í vikunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þú ert hvað, 89 ára og ert að spila á fullu? „Já, já, það er ekkert að láta af því, ég held ég hafi aldrei spilað eins mikið og undanfarið,” segir Sigurður hlæjandi. Og mikil ánægja var hjá starfsfólki leikskólans með Sigurð og Guðrúnu að bjóða hópnum heim til sín en eftir sönginn fengu krakkarnir að fara út í garð hjá þeim hjónum til að skoða álfana þar og fleira. „Þau eru fjögurra ára, sem koma núna með okkur. Við æfðum og æfðum okkur á nokkrum lögum fyrir heimsóknina,” segir Ásrún Vilbergsdóttir, leikskólastjóri á Ásum alsæl með heimsóknina. Ásrún Vilbergsdóttir, leikskólastjóri á Ásum, sem var alsæl með heimsóknina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kunnið þið að spila á einhver hljóðfæri? „Ég kann að spila á trommur,” segir Urður Rún Þorvaldsdóttir, 4 ára leikskólastelpa á Ásum. „Og ég kann að spila á gítar“, segir Benedikt Ingi Gunnlaugsson, 4 ára leikskólastrákur á Ásum. Urður sem pilar á trommur og Benedikt, sem pilar á gítar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Garðabær Tónlist Leikskólar Krakkar Eldri borgarar Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira