Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. ágúst 2025 14:45 FH og Víkingur unnu örugga sigra í gærkvöldi. vísir Tveir leikir fóru fram í Bestu deild kvenna í gærkvöldi, FH vann öruggan 3-0 sigur gegn Þrótti í Kaplakrika og Víkingur sótti 5-1 sigur gegn Tindastóli á Sauðarkróki. Mörkin úr leikjunum má sjá hér fyrir neðan. FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Liðin sátu í öðru og þriðja sæti deildarinnar fyrir leik en eftir þennan sigur er FH með 35 stig í öðru sæti, jafnt Þrótti og fimm stigum frá Breiðabliki. Thelma Lóa Hermannsdóttir náði forystunni fyrir FH með marki skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks. Arna Eiríksdóttir átti þá langa stungusendingu úr hjarta varnarinnar hjá FH og Thelma Lóa lyfti boltanum snyrtilega yfir Mollee Swift í marki Þróttar. Katla María Þórðardóttir kom FH í 2-0 þegar hún skoraði með hnitmiðuðum skalla rúmlega tíu mínútum fyrir leikslok. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir átti þá góða hornspyrnu og Katla María skallaði boltann í netið á fjærstönginni. Berglind Freyja Hlynsdóttir innsiglaði svo sigur FH með marki rétt fyrir lok venjulegs leiktíma en hún skoraði skömmu eftir að hún kom inná sem varamaður. Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Mikilvægur leikur í fallbaráttunni en með sigrinum komst Víkingsliðið upp úr fallsæti og hoppaði upp um þrjú sæti í töflunni. Stólarnir hafa aðeins náð í eitt stig í síðustu fjórum leikjum og sitja nú í staðinn í fallsæti. Víkingur komst yfir strax á sjöundu mínútu leiksins þegar Bergdís Sveinsdóttir átti skalla í stöngina og fylgdi eigin skalla eftir í netið. Bergdís lagði svo annað mark Víkings upp, rétt fyrir hálfleik, þegar hún lagði boltann fyrir Ashley Jordan Clark sem kláraði frábærlega í fjærhornið. Tindastóll byrjaði seinni hálfleik af krafti og minnkaði muninn á 53. mínútu þegar Birgitta Rún Finnbogadóttir stal boltanum á vallarhelmingi Víkings, keyrði í gegnum vörnina og setti skot í stöngina inn. Tindastóll komst síðan nálægt því að jafna en tókst það ekki og Víkingur refsaði. Linda Líf Boama skoraði þriðja markið og lagði svo fjórða markið upp fyrir Shainu Ashouri. Seinasti naglinn í kistu Tindastóls var negldur á fimmtu mínútu uppbótatíma þegar hornspyrna rataði á hausinn á Lindu Líf sem reis hæst í teignum og stýrði boltanum í netið. Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Fleiri fréttir Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Vetraríþróttirnar vilja alls ekki „sumaríþróttir“ inn á sína Ólympíuleika Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjá meira
FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Liðin sátu í öðru og þriðja sæti deildarinnar fyrir leik en eftir þennan sigur er FH með 35 stig í öðru sæti, jafnt Þrótti og fimm stigum frá Breiðabliki. Thelma Lóa Hermannsdóttir náði forystunni fyrir FH með marki skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks. Arna Eiríksdóttir átti þá langa stungusendingu úr hjarta varnarinnar hjá FH og Thelma Lóa lyfti boltanum snyrtilega yfir Mollee Swift í marki Þróttar. Katla María Þórðardóttir kom FH í 2-0 þegar hún skoraði með hnitmiðuðum skalla rúmlega tíu mínútum fyrir leikslok. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir átti þá góða hornspyrnu og Katla María skallaði boltann í netið á fjærstönginni. Berglind Freyja Hlynsdóttir innsiglaði svo sigur FH með marki rétt fyrir lok venjulegs leiktíma en hún skoraði skömmu eftir að hún kom inná sem varamaður. Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Mikilvægur leikur í fallbaráttunni en með sigrinum komst Víkingsliðið upp úr fallsæti og hoppaði upp um þrjú sæti í töflunni. Stólarnir hafa aðeins náð í eitt stig í síðustu fjórum leikjum og sitja nú í staðinn í fallsæti. Víkingur komst yfir strax á sjöundu mínútu leiksins þegar Bergdís Sveinsdóttir átti skalla í stöngina og fylgdi eigin skalla eftir í netið. Bergdís lagði svo annað mark Víkings upp, rétt fyrir hálfleik, þegar hún lagði boltann fyrir Ashley Jordan Clark sem kláraði frábærlega í fjærhornið. Tindastóll byrjaði seinni hálfleik af krafti og minnkaði muninn á 53. mínútu þegar Birgitta Rún Finnbogadóttir stal boltanum á vallarhelmingi Víkings, keyrði í gegnum vörnina og setti skot í stöngina inn. Tindastóll komst síðan nálægt því að jafna en tókst það ekki og Víkingur refsaði. Linda Líf Boama skoraði þriðja markið og lagði svo fjórða markið upp fyrir Shainu Ashouri. Seinasti naglinn í kistu Tindastóls var negldur á fimmtu mínútu uppbótatíma þegar hornspyrna rataði á hausinn á Lindu Líf sem reis hæst í teignum og stýrði boltanum í netið.
Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Fleiri fréttir Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Vetraríþróttirnar vilja alls ekki „sumaríþróttir“ inn á sína Ólympíuleika Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjá meira