Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Kjartan Kjartansson skrifar 28. ágúst 2025 13:41 Donald Trump tilnefndi Susan Monarez sem forstöðumann CDC. Innan við mánuði eftir að skipan hennar var staðfest rak hann hana fyrir að standa uppi í hárinu á Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra. AP/J. Scott Applewhite Þrír af æðstu yfirmönnum Sjúkdómavarnamiðstöðvar Bandaríkjanna, einnar fremstu lýðheilsustofnunar í heimi, sögðu af sér eftir að tíðindi um að Hvíta húsið hefði rekið forstöðumann hennar. Sá varar við því að Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra, „vopnavæði“ nú lýðheilsu í Bandaríkjunum. Allt varð vitlaust innan stofnunarinnar (CDC) eftir að það spurðist að Susan Monarez, forstöðumaður hennar, hefði verið rekin innan við mánuði eftir að Bandaríkjaþing staðfesti skipan hennar í embættið. Þrír af æðstu stjórnendum CDC sögðu af sér. Upphaflega var óljóst hvort Monarez hefði verið rekin þar sem lögmenn hennar héldu því fram að hún hefði hvorki sagt af sér né fengið formlega tilkynningu um brottrekstur. Hvíta húsið staðfesti síðar að Monarez hefði verið rekin vegna þess að hún hefði fylgt stefnu forsetans. Lögmenn Monarez segja aftur á móti að hún hafi verið rekin fyrir að neita að samþykkja gagnrýnislaust „óvísindalegar og glæfralegar tilskipanir“ og að reka sérfræðinga stofnuna án raka. „Þetta snýst ekki um einn embættismann. Þetta snýst um kerfisbundna eyðileggingu á lýðheilsustofnunum, um að þagga niður í sérfræðingum og að blanda pólitík í vísindin á hættulegan hátt,“ sögðu lögmennirnir. Á eftir að leiða til „dauða og örkumlunar“ New York Times heldur því fram að Monarez og Kennedy hafi greint á um stefnu um bóluefni. Kennedy var alræmdur dreifari samsæriskenninga bóluefna áður en Donald Trump skipaði hann heilbrigðisráðherra. Hann hefur í embætti grafið undan bóluefnum, meðal annars með því að reka utanaðkomandi ráðgjafaráð sérfræðinga um bólusetningar og skipa það í staðinn viðhlæjendum sínum. Kennedy og undirsáti hans eru sagðir hafa þrýst á Monarez að segja af sér en hún hafi þvertekið fyrir það. Trump hafi því ákveðið að reka hana sjálfur. Í afsagnarbréfi sínu vegna brottrekstrar Monarez skrifaði Demetra Daskalakis, yfirmaður bólusetninga- og öndunarfærasjúkdómamiðstöðvar CDC, að fólk sem hefði vafasaman ásetning og enn vafasamari nálgun á vísindum hefði verið sett yfir bólusetningarstefnu stjórnvalda. Monarez hefði verið ýtt til hliðar og hendur hennar bundnar af „gerræðislegum leiðtoga“. „Þrá þeirra eftir að þjónka við pólitískt bakland sitt á eftir að leiða til dauðsfalla og örkumlunar viðkvæmra barna og fullorðinna,“ skrifaði Daskalakis sem sagðist ekki geta gegnt stöðu sinni við slíkar aðstæður. Þá varaði Debra Houry, yfirlæknir stofnunarinnar, við vaxandi upplýsingafalsi um bóluefni í bréfi sem hún skrifaði við afsögn sína. Harmaði hún einnig stórfelldan niðurskurð og uppsagnir á starfsfólki stofnunarinnar. Bandaríkin Donald Trump Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vísuðu til rannsókna sem voru ekki til í „heimsklassa“ skýrslu Robert F. Kennnedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, gaf á dögunum út skýrslu þar sem farið var hörðum orðum um framleiðslu matvæla í Bandaríkjunum og lyfjamarkað landsins. Skýrslan, sem bar nafnið „Make Amercia Healthy Again“ hefur þó verið harðlega gagnrýnd eftir að í ljós kom að hún vísar í nokkrum tilfellum í rannsóknir sem voru aldrei framkvæmdar. 30. maí 2025 12:32 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Sjá meira
Allt varð vitlaust innan stofnunarinnar (CDC) eftir að það spurðist að Susan Monarez, forstöðumaður hennar, hefði verið rekin innan við mánuði eftir að Bandaríkjaþing staðfesti skipan hennar í embættið. Þrír af æðstu stjórnendum CDC sögðu af sér. Upphaflega var óljóst hvort Monarez hefði verið rekin þar sem lögmenn hennar héldu því fram að hún hefði hvorki sagt af sér né fengið formlega tilkynningu um brottrekstur. Hvíta húsið staðfesti síðar að Monarez hefði verið rekin vegna þess að hún hefði fylgt stefnu forsetans. Lögmenn Monarez segja aftur á móti að hún hafi verið rekin fyrir að neita að samþykkja gagnrýnislaust „óvísindalegar og glæfralegar tilskipanir“ og að reka sérfræðinga stofnuna án raka. „Þetta snýst ekki um einn embættismann. Þetta snýst um kerfisbundna eyðileggingu á lýðheilsustofnunum, um að þagga niður í sérfræðingum og að blanda pólitík í vísindin á hættulegan hátt,“ sögðu lögmennirnir. Á eftir að leiða til „dauða og örkumlunar“ New York Times heldur því fram að Monarez og Kennedy hafi greint á um stefnu um bóluefni. Kennedy var alræmdur dreifari samsæriskenninga bóluefna áður en Donald Trump skipaði hann heilbrigðisráðherra. Hann hefur í embætti grafið undan bóluefnum, meðal annars með því að reka utanaðkomandi ráðgjafaráð sérfræðinga um bólusetningar og skipa það í staðinn viðhlæjendum sínum. Kennedy og undirsáti hans eru sagðir hafa þrýst á Monarez að segja af sér en hún hafi þvertekið fyrir það. Trump hafi því ákveðið að reka hana sjálfur. Í afsagnarbréfi sínu vegna brottrekstrar Monarez skrifaði Demetra Daskalakis, yfirmaður bólusetninga- og öndunarfærasjúkdómamiðstöðvar CDC, að fólk sem hefði vafasaman ásetning og enn vafasamari nálgun á vísindum hefði verið sett yfir bólusetningarstefnu stjórnvalda. Monarez hefði verið ýtt til hliðar og hendur hennar bundnar af „gerræðislegum leiðtoga“. „Þrá þeirra eftir að þjónka við pólitískt bakland sitt á eftir að leiða til dauðsfalla og örkumlunar viðkvæmra barna og fullorðinna,“ skrifaði Daskalakis sem sagðist ekki geta gegnt stöðu sinni við slíkar aðstæður. Þá varaði Debra Houry, yfirlæknir stofnunarinnar, við vaxandi upplýsingafalsi um bóluefni í bréfi sem hún skrifaði við afsögn sína. Harmaði hún einnig stórfelldan niðurskurð og uppsagnir á starfsfólki stofnunarinnar.
Bandaríkin Donald Trump Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vísuðu til rannsókna sem voru ekki til í „heimsklassa“ skýrslu Robert F. Kennnedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, gaf á dögunum út skýrslu þar sem farið var hörðum orðum um framleiðslu matvæla í Bandaríkjunum og lyfjamarkað landsins. Skýrslan, sem bar nafnið „Make Amercia Healthy Again“ hefur þó verið harðlega gagnrýnd eftir að í ljós kom að hún vísar í nokkrum tilfellum í rannsóknir sem voru aldrei framkvæmdar. 30. maí 2025 12:32 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Sjá meira
Vísuðu til rannsókna sem voru ekki til í „heimsklassa“ skýrslu Robert F. Kennnedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, gaf á dögunum út skýrslu þar sem farið var hörðum orðum um framleiðslu matvæla í Bandaríkjunum og lyfjamarkað landsins. Skýrslan, sem bar nafnið „Make Amercia Healthy Again“ hefur þó verið harðlega gagnrýnd eftir að í ljós kom að hún vísar í nokkrum tilfellum í rannsóknir sem voru aldrei framkvæmdar. 30. maí 2025 12:32