Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Kjartan Kjartansson skrifar 28. ágúst 2025 08:28 Slökkviliðsmenn bera særðan mann á börum úr rústum húss eftir harðar árásir Rússa á Kænugarð í nótt. AP/Efrem Lukatsky Verulegar skemmdir urðu á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði í hörðum dróna- og skotflaugaárásum Rússa á borgina í nótt. Engan sakaði þar en að minnsta kosti tólf óbreyttir borgarar létust í árásum í íbúðabyggð. Búist er við að tala látinna hækki. Katarina Mathernova, sendifulltrúi Evrópusambandsins í Úkraínu, segir bygginguna sem hýsir skrifstofur sendinefndarinnar hafa skemmst verulega í höggbylgjunum frá stórfelldum árásum Rússa á borgina í nótt. Starfsfólk sendinefndarinnar sakaði ekki en Mathernova segir að að minnsta kosti tíu borgarbúar séu látnir og þrjátíu særðir eftir árásirnar. AP-fréttastofan segir tólf látna og 48 særða í árásum næturinnar. Á meðal þeirra látnu séu börn á aldrinum tveggja, fjórtán og sautján ára. Enn var unnið að því að leita að fólki í rústum húsa í morgun. Búist er við því að tala látinna hækki. Russia’s “peace” last night: a massive strike on Kyiv with drones and ballistic missiles.At least 10 killed, 30 injured, many buildings destroyed. The EU Delegation was severely damaged by the shock wave.This is Moscow’s true answer to peace efforts. pic.twitter.com/26pxCwAvxa— Katarina Mathernova 🇪🇺 (@kmathernova) August 28, 2025 Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, fordæmdi árásirnar á borgaralega innviði í Kænugarði og krafðist þess að Rússar létu af þeim þegar í stað. Þær væru skýr vísbending um að Rússa ætluðu sér ekki að semja um frið. António Costa, forseti leiðtogaráðs ESB, sakaði Rússa um að ráðast viljandi á sendiskrifstofurnar í Kænugarði. Andrii Sybiha, utanríkisráðherra Úkraínu, tók í sama streng og sagði árásina á erlenda erindreka klárt brot á Vínarsáttmálanum. Velja skotflaugar fram yfir frið Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, sagði árásirnar sýna að Rússar veldur skotflaugar fram yfir samningaborðið. „Við reiknum með viðbrögðum frá öllum í heiminum sem hafa kallað eftir friði en þegja nú æ oftar í stað þess að taka grundvallarafstöðu,“ skrifaði forsetinn á samfélagsmiðla. Ekkert hefur þokast frekar í friðarumleitunum en rússnesk stjórnvöld hafa dregið lappirnar og jafnvel hert kröfur sínar á undanförnum vikum. Eftir fund Vladímírs Pútín Rússlandsforseta og Donalds Trump Bandaríkjaforseta í Alaska á dögunum boðaði Trump að hann ætlaði að reyna að fá Pútín og Selenskíj saman að borðinu. Ekkert bendir þó til að Pútín ætli sér að gera það. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Evrópusambandið Hernaður Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Friður í Úkraínu virðist enn ekki á sjóndeildarhringnum þótt að nýtt líf hafi færst í viðræður í tengslum við fund Donalds Trump og Vladimírs Pútín, forseta Bandaríkjanna og Rússlands. Pútín virðist hafa sagt eitthvað annað við Trump en sá síðarnefndi heyrði. Á meðan heldur hæg framganga Rússa á víglínunni í Úkraínu. 28. ágúst 2025 06:15 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira
Katarina Mathernova, sendifulltrúi Evrópusambandsins í Úkraínu, segir bygginguna sem hýsir skrifstofur sendinefndarinnar hafa skemmst verulega í höggbylgjunum frá stórfelldum árásum Rússa á borgina í nótt. Starfsfólk sendinefndarinnar sakaði ekki en Mathernova segir að að minnsta kosti tíu borgarbúar séu látnir og þrjátíu særðir eftir árásirnar. AP-fréttastofan segir tólf látna og 48 særða í árásum næturinnar. Á meðal þeirra látnu séu börn á aldrinum tveggja, fjórtán og sautján ára. Enn var unnið að því að leita að fólki í rústum húsa í morgun. Búist er við því að tala látinna hækki. Russia’s “peace” last night: a massive strike on Kyiv with drones and ballistic missiles.At least 10 killed, 30 injured, many buildings destroyed. The EU Delegation was severely damaged by the shock wave.This is Moscow’s true answer to peace efforts. pic.twitter.com/26pxCwAvxa— Katarina Mathernova 🇪🇺 (@kmathernova) August 28, 2025 Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, fordæmdi árásirnar á borgaralega innviði í Kænugarði og krafðist þess að Rússar létu af þeim þegar í stað. Þær væru skýr vísbending um að Rússa ætluðu sér ekki að semja um frið. António Costa, forseti leiðtogaráðs ESB, sakaði Rússa um að ráðast viljandi á sendiskrifstofurnar í Kænugarði. Andrii Sybiha, utanríkisráðherra Úkraínu, tók í sama streng og sagði árásina á erlenda erindreka klárt brot á Vínarsáttmálanum. Velja skotflaugar fram yfir frið Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, sagði árásirnar sýna að Rússar veldur skotflaugar fram yfir samningaborðið. „Við reiknum með viðbrögðum frá öllum í heiminum sem hafa kallað eftir friði en þegja nú æ oftar í stað þess að taka grundvallarafstöðu,“ skrifaði forsetinn á samfélagsmiðla. Ekkert hefur þokast frekar í friðarumleitunum en rússnesk stjórnvöld hafa dregið lappirnar og jafnvel hert kröfur sínar á undanförnum vikum. Eftir fund Vladímírs Pútín Rússlandsforseta og Donalds Trump Bandaríkjaforseta í Alaska á dögunum boðaði Trump að hann ætlaði að reyna að fá Pútín og Selenskíj saman að borðinu. Ekkert bendir þó til að Pútín ætli sér að gera það.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Evrópusambandið Hernaður Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Friður í Úkraínu virðist enn ekki á sjóndeildarhringnum þótt að nýtt líf hafi færst í viðræður í tengslum við fund Donalds Trump og Vladimírs Pútín, forseta Bandaríkjanna og Rússlands. Pútín virðist hafa sagt eitthvað annað við Trump en sá síðarnefndi heyrði. Á meðan heldur hæg framganga Rússa á víglínunni í Úkraínu. 28. ágúst 2025 06:15 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Friður í Úkraínu virðist enn ekki á sjóndeildarhringnum þótt að nýtt líf hafi færst í viðræður í tengslum við fund Donalds Trump og Vladimírs Pútín, forseta Bandaríkjanna og Rússlands. Pútín virðist hafa sagt eitthvað annað við Trump en sá síðarnefndi heyrði. Á meðan heldur hæg framganga Rússa á víglínunni í Úkraínu. 28. ágúst 2025 06:15