Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar 28. ágúst 2025 08:02 Samkvæmt lögum ber að brunatryggja öll hús á Íslandi og er tryggingaupphæðin byggð á brunabótamati hússins, en mikilvægt er að fylgjast með brunabótamatinu. Í Vegvísi að brunabótamati sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) gaf út í sumar kemur fram að vísbendingar séu um að brunabótamat á landsvísu sé vanmetið um 4-8% sökum þess að eigendur hafi ekki tilkynnt HMS um framkvæmdir, viðbætur eða viðhald fasteigna. Í sumum tilfellum er vanmatið mun meira. Reynslan í kjölfar jarðhræringanna við Grindavík sýnir þetta skýrt, en þar reyndist brunabótamat íbúðarhúsa vera vanmetið um að meðaltali 9,7%. Lögum samkvæmt er það á ábyrgð húseigenda að óska eftir endurmati á forsendum brunabótamats sé ráðist í meiriháttar framkvæmdir, viðbætur og endurbætur á húseignum. Undir þetta geta t.d. fallið endurbætur innanhúss, til að mynda á eldhúsi, baðherbergi eða á ytra byrði fasteigna á borð við viðbyggingar, pallar eða aðrar meiriháttar breytingar. Á vef HMS er hægt að fletta upp fasteignum og finna þar upplýsingar um hvenær endurmat brunabótamats fór síðast fram, ásamt upplýsingum um hvernig óska megi eftir endurmati sé tilefni til. Hefur þú kannað brunabótamat þinnar fasteignar? Miklu skiptir að brunabótamat endurspegli sem best endurstofnverð fasteignar svo það þjóni tilgangi sínum að bæta tjón, en bætur vegna bruna, náttúruhamfara og vatnsleka taka mið af brunabótamati. Brunabótamati er ætlað að endurspegla hvað það kostar að endurbyggja tiltekna fasteign eftir altjón að teknu tilliti til hreinsunar brunarústa og afskrifta vegna aldurs og ástands þannig að fasteignin verði sambærileg og fyrir brunann. Brunabótamat íbúðarhúsnæðis ótengt fasteignamati Rétt er að taka fram að brunabótamat hefur ekki bein áhrif á fasteignamat eða fasteignagjöld íbúðarhúsa en kann í sumum tilfellum að hafa áhrif á fasteignamat atvinnuhúsnæðis. Gjöld sem hið opinbera leggur á samhliða brunatryggingum taka hins vegar mið af brunabótamati, en það eru verulega lágar fjárhæðir í samanburði við fasteignagjöld eða tjónið sem verður ef kemur til bruna og fasteign reynist vantryggð. Þörf á lagabreytingum – takmörkuð úrræði þó mannslífum sé ógnað Í Vegvísinum er að finna tillögur um breytingar á lögum og reglum, sem og tækniumhverfi um brunabótamat, þar sem eru ýmis tækifæri til úrbóta. Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu hafa lengi bent á að tilefni sé til að ráðast í endurskoðun á lögum um brunatryggingar sem sett voru fyrir ríflega þremur áratugum. Það snýr ekki síst að úrræðum í kringum búsetu í illa förnum húsum þar sem brunavörnum er verulega ábótavant eða í iðnaðarhúsnæði þar sem lífi íbúa getur verið stefnt í hættu vegna ófullnægjandi brunavarna. Iðgjöld vegna brunatrygginga renna að mestu til hins opinbera Í Vegvísinum kemur fram að stærstur hluti iðgjalda vegna brunatrygginga í dag renni til ríkisins í formi fimm opinberra gjalda. Um er að ræða gjald vegna náttúruhamfaratrygginga, gjald í Ofanflóðasjóð, byggingaöryggisgjald, gjald fyrir afnot af brunabótamati og tengdum kerfum sem og tímabundið gjald vegna varnargarða og hamfara. Kynntu þér málið, áður en það er um seinan Það er gríðarlegt áfall að missa heimili sitt í bruna en lífið verður ekki samt ef fólk missir heilsu eða ástvini. Sé brunabótamatið vanmetið bætist við fjárhagslegt áfall sem hægt er að koma í veg fyrir. Því skiptir miklu að skoða reglulega brunabótamat eigna sinna áður en ófyrirséð áföll dynja á. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu (SFF). Þann 4. september næstkomandi standa SFF, HMS, Samtök iðnaðarins og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins að ráðstefnunni Brunavarnir og öryggi til framtíðar – Samhæfð viðbrögð, lagaumgjörð og hlutverk stofnana og atvinnulífs þar sem fjallað verður um málaflokkinn frá ýmsum hliðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Jónsdóttir Slökkvilið Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt lögum ber að brunatryggja öll hús á Íslandi og er tryggingaupphæðin byggð á brunabótamati hússins, en mikilvægt er að fylgjast með brunabótamatinu. Í Vegvísi að brunabótamati sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) gaf út í sumar kemur fram að vísbendingar séu um að brunabótamat á landsvísu sé vanmetið um 4-8% sökum þess að eigendur hafi ekki tilkynnt HMS um framkvæmdir, viðbætur eða viðhald fasteigna. Í sumum tilfellum er vanmatið mun meira. Reynslan í kjölfar jarðhræringanna við Grindavík sýnir þetta skýrt, en þar reyndist brunabótamat íbúðarhúsa vera vanmetið um að meðaltali 9,7%. Lögum samkvæmt er það á ábyrgð húseigenda að óska eftir endurmati á forsendum brunabótamats sé ráðist í meiriháttar framkvæmdir, viðbætur og endurbætur á húseignum. Undir þetta geta t.d. fallið endurbætur innanhúss, til að mynda á eldhúsi, baðherbergi eða á ytra byrði fasteigna á borð við viðbyggingar, pallar eða aðrar meiriháttar breytingar. Á vef HMS er hægt að fletta upp fasteignum og finna þar upplýsingar um hvenær endurmat brunabótamats fór síðast fram, ásamt upplýsingum um hvernig óska megi eftir endurmati sé tilefni til. Hefur þú kannað brunabótamat þinnar fasteignar? Miklu skiptir að brunabótamat endurspegli sem best endurstofnverð fasteignar svo það þjóni tilgangi sínum að bæta tjón, en bætur vegna bruna, náttúruhamfara og vatnsleka taka mið af brunabótamati. Brunabótamati er ætlað að endurspegla hvað það kostar að endurbyggja tiltekna fasteign eftir altjón að teknu tilliti til hreinsunar brunarústa og afskrifta vegna aldurs og ástands þannig að fasteignin verði sambærileg og fyrir brunann. Brunabótamat íbúðarhúsnæðis ótengt fasteignamati Rétt er að taka fram að brunabótamat hefur ekki bein áhrif á fasteignamat eða fasteignagjöld íbúðarhúsa en kann í sumum tilfellum að hafa áhrif á fasteignamat atvinnuhúsnæðis. Gjöld sem hið opinbera leggur á samhliða brunatryggingum taka hins vegar mið af brunabótamati, en það eru verulega lágar fjárhæðir í samanburði við fasteignagjöld eða tjónið sem verður ef kemur til bruna og fasteign reynist vantryggð. Þörf á lagabreytingum – takmörkuð úrræði þó mannslífum sé ógnað Í Vegvísinum er að finna tillögur um breytingar á lögum og reglum, sem og tækniumhverfi um brunabótamat, þar sem eru ýmis tækifæri til úrbóta. Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu hafa lengi bent á að tilefni sé til að ráðast í endurskoðun á lögum um brunatryggingar sem sett voru fyrir ríflega þremur áratugum. Það snýr ekki síst að úrræðum í kringum búsetu í illa förnum húsum þar sem brunavörnum er verulega ábótavant eða í iðnaðarhúsnæði þar sem lífi íbúa getur verið stefnt í hættu vegna ófullnægjandi brunavarna. Iðgjöld vegna brunatrygginga renna að mestu til hins opinbera Í Vegvísinum kemur fram að stærstur hluti iðgjalda vegna brunatrygginga í dag renni til ríkisins í formi fimm opinberra gjalda. Um er að ræða gjald vegna náttúruhamfaratrygginga, gjald í Ofanflóðasjóð, byggingaöryggisgjald, gjald fyrir afnot af brunabótamati og tengdum kerfum sem og tímabundið gjald vegna varnargarða og hamfara. Kynntu þér málið, áður en það er um seinan Það er gríðarlegt áfall að missa heimili sitt í bruna en lífið verður ekki samt ef fólk missir heilsu eða ástvini. Sé brunabótamatið vanmetið bætist við fjárhagslegt áfall sem hægt er að koma í veg fyrir. Því skiptir miklu að skoða reglulega brunabótamat eigna sinna áður en ófyrirséð áföll dynja á. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu (SFF). Þann 4. september næstkomandi standa SFF, HMS, Samtök iðnaðarins og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins að ráðstefnunni Brunavarnir og öryggi til framtíðar – Samhæfð viðbrögð, lagaumgjörð og hlutverk stofnana og atvinnulífs þar sem fjallað verður um málaflokkinn frá ýmsum hliðum.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar