Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Kjartan Kjartansson skrifar 27. ágúst 2025 09:17 Kafari leitar að steinaldarminjum á botni Árósaflóa, vopnaður nokkurs konar neðansjávarryksugu. AP/Søren Christian Bech Steinverkfæri, örvaroddar og dýrabein eru á meðal þess sem kafarar hafa fundið í leifum steinaldarbyggðar á botni Árósaflóa í Danmörku í sumar. Byggðin fór á kaf þegar sjávarstaða hækkaði hratt eftir síðustu ísöld. Uppgröfturinn er hluti af alþjóðlegu verkefni sem Evrópusambandið fjármagnar til þess að kortleggja hafsbotninn í Eystrasalti og Norðursjó. Markmið þess er að finna mannabyggðir frá miðri steinöld og kanna landsvæði sem fór undir sjó fyrir þúsundum ára. Flestar mannvistarleifar frá steinöld sem hafa fundist í Danmörku til þessa hafa verið inni í landi. Minjarnar sem fundust í Árósaflóa í sumar voru á um átta metra dýpi rétt utan við ströndina. „Hér erum við í raun og veru með gamla strandlengju. Við erum með byggð sem var beint við strandlengjuna. Við erum að reyna að komast að því hér hvernig lífið var í strandbyggðum,“ segir Peter Moe Astrup, danskur fornleifafræðingur sem stýrir uppgreftrinum við Árósar, við AP-fréttastofuna. Eins og tíminn hafi stöðvast Sjávarstaða hækkaði hratt þegar síðustu ísöld sleppti. Jöklar sem þökktu stóran hluta norðurhvels bráðnuðu og áætlað er að yfirborð sjávar hafi hækkað um um það bil tvo metra á öld fyrir um 8.500 árum, að sögn Moe Astrup. Við þessar breytingar fóru mannabyggðir á steinöld undir vatn og fólk færði sig lengra upp á land. Minjarnar sem það skildi eftir sig eru vel varðveittar. „Þetta er eins og tímahylki. Þegar sjávarstaðan hækkaði var allt varðveitt í súrefnislausu umhverfi. Tíminn bara stöðvaðist,“ segir fornleifafræðingurinn. Vísindamaður skoðar trjábol sem fór undir sjó fyrir um 8.500 árum í smásjá á safni í Árósum í Danmörku.AP/James Brooks Til viðbótar við það sem hefur þegar fundist á hafsbotninum vonast vísindamennirnir til þess að finna skutla, króka eða aðrar leifar um fiskveiðar frá þessum forsögulega tíma. Varpar ljósi á hvernig sjávarstaða hækkaði Rannsóknirnar varpa einnig frekara ljósi á hvernig sjávarstaðan hækkaði við lok síðustu ísaldar. Vísindamennirnir nota leifar af trjám sem finnast á hafsbotninum og trjáhringi þeirra til þess að áætla hvenær trén drápust þegar þau fóru undir vatn með mikilli nákvæmni. Þetta hefur ekki síst þýðingu nú þegar sjávarstaða á jörðinni hækkar aftur, nú vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Áætlað er að hún nemi um 4,3 sentímetrum á áratug að meðaltali og mun aðeins hækka hraðar eftir því sem stórfelld losun manna á gróðurhúsalofttegundum heldur áfram. Peter Moe Astrup, fornleifafræðingur, skoðar agnarsmátt dýrabein sem fannst í leifum steinaldarbyggðar á hafsbotni við Árósa.AP/James Brooks Tímabil ísalda og hlýskeiða á jörðinni síðustu 2,6 milljón árin orsakast af náttúrulegum sveiflum í sporbraut og möndulhalla jarðar auk vaggi í snúningsási hennar. Þessar sveiflur, sem eru nefndar Mílankovitsjsveiflur, hafa áhrif á dreifingu sólarljóss og þannig á loftslag jarðar á tímaskala sem er mældur í allt frá tugum þúsunda og upp í hundruð þúsunda ára. Danmörk Fornminjar Loftslagsmál Hafið Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Uppgröfturinn er hluti af alþjóðlegu verkefni sem Evrópusambandið fjármagnar til þess að kortleggja hafsbotninn í Eystrasalti og Norðursjó. Markmið þess er að finna mannabyggðir frá miðri steinöld og kanna landsvæði sem fór undir sjó fyrir þúsundum ára. Flestar mannvistarleifar frá steinöld sem hafa fundist í Danmörku til þessa hafa verið inni í landi. Minjarnar sem fundust í Árósaflóa í sumar voru á um átta metra dýpi rétt utan við ströndina. „Hér erum við í raun og veru með gamla strandlengju. Við erum með byggð sem var beint við strandlengjuna. Við erum að reyna að komast að því hér hvernig lífið var í strandbyggðum,“ segir Peter Moe Astrup, danskur fornleifafræðingur sem stýrir uppgreftrinum við Árósar, við AP-fréttastofuna. Eins og tíminn hafi stöðvast Sjávarstaða hækkaði hratt þegar síðustu ísöld sleppti. Jöklar sem þökktu stóran hluta norðurhvels bráðnuðu og áætlað er að yfirborð sjávar hafi hækkað um um það bil tvo metra á öld fyrir um 8.500 árum, að sögn Moe Astrup. Við þessar breytingar fóru mannabyggðir á steinöld undir vatn og fólk færði sig lengra upp á land. Minjarnar sem það skildi eftir sig eru vel varðveittar. „Þetta er eins og tímahylki. Þegar sjávarstaðan hækkaði var allt varðveitt í súrefnislausu umhverfi. Tíminn bara stöðvaðist,“ segir fornleifafræðingurinn. Vísindamaður skoðar trjábol sem fór undir sjó fyrir um 8.500 árum í smásjá á safni í Árósum í Danmörku.AP/James Brooks Til viðbótar við það sem hefur þegar fundist á hafsbotninum vonast vísindamennirnir til þess að finna skutla, króka eða aðrar leifar um fiskveiðar frá þessum forsögulega tíma. Varpar ljósi á hvernig sjávarstaða hækkaði Rannsóknirnar varpa einnig frekara ljósi á hvernig sjávarstaðan hækkaði við lok síðustu ísaldar. Vísindamennirnir nota leifar af trjám sem finnast á hafsbotninum og trjáhringi þeirra til þess að áætla hvenær trén drápust þegar þau fóru undir vatn með mikilli nákvæmni. Þetta hefur ekki síst þýðingu nú þegar sjávarstaða á jörðinni hækkar aftur, nú vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Áætlað er að hún nemi um 4,3 sentímetrum á áratug að meðaltali og mun aðeins hækka hraðar eftir því sem stórfelld losun manna á gróðurhúsalofttegundum heldur áfram. Peter Moe Astrup, fornleifafræðingur, skoðar agnarsmátt dýrabein sem fannst í leifum steinaldarbyggðar á hafsbotni við Árósa.AP/James Brooks Tímabil ísalda og hlýskeiða á jörðinni síðustu 2,6 milljón árin orsakast af náttúrulegum sveiflum í sporbraut og möndulhalla jarðar auk vaggi í snúningsási hennar. Þessar sveiflur, sem eru nefndar Mílankovitsjsveiflur, hafa áhrif á dreifingu sólarljóss og þannig á loftslag jarðar á tímaskala sem er mældur í allt frá tugum þúsunda og upp í hundruð þúsunda ára.
Danmörk Fornminjar Loftslagsmál Hafið Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira