Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Atli Ísleifsson skrifar 27. ágúst 2025 07:45 Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, segir það óásættanlegt að menn reyni að hafa áhrif á innri málefni konungdæmisins. EPA Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, hefur ákveðið að kalla bandarískan erindreka í Danmörku á teppið í kjölfar umfjöllunar danska ríkissjónvarpsins um tilraunir manna með tengsl við Donald Trump Bandaríkjaforseta til að hafa áhrif á Grænlandi. Í umfjöllun DR, sem birt var í dag, eru afhjúpaðar tilraunir manna, með tengsl við Bandaríkjaforseta, til að grafa undan ríkjasambandi Grænlands og Danmerkur. „Við sjáum að það eru erlendir aðilar sem sýna Grænlandi áhuga og núverandi stöðu þess í konungdæminu,“ segir Rasmussen í samtali við Ritzau. „Það ætti því ekki að koma okkur á óvart á næstunni að sjá tilraunir erlendra aðila til að hafa áhrif á framtíð konungríkisins.“ Listi með grænlenskum stuðningsmönnum hugmynda Trump Ónafngreindir heimildarmenn DR fullyrða að menn með tengsl við Donald Trump Bandaríkjaforseta reyni nú að „lauma sér inn“ og hafa áhrif á stjórn Grænlands. Í umfjöllun DR segir að ekki sé hægt að fullyrða hvort mennirnir starfi á eigin vegum eða fari eftir skipunum. Dönsk yfirvöld og ríkisstjórn landsins fylgjast þó grannt með mönnunum. Fram kemur að fyrr á árinu á bandarískur maður, með náin tengsl við Trump, að hafa tekið saman lista af grænlenskum ríkisborgurum sem styðja hugmyndir um að Grænland verði hluti af Bandaríkjunum líkt og Trump hefur áður talað fyrir. Maðurinn á sömuleiðis að hafa tekið saman lista yfir grænlenska og danska andstæðinga Bandaríkjaforseta, að því er er segir í frétt DR. „Tilraunir til blanda sér í innri málefni konugsríkisins eru að sjálfsögðu óásættanlegar. Í ljósi þessa hef ég beðið utanríkisráðuneytið um að kalla sendifulltrúa [chargé d'affaires] Bandaríkjanna til fundar á Asiatisk Plads,“ segir Rasmussen og vísar þar til utanríkisráðuneytis Danmerkur í Kaupmannahöfn sem er að finna á Asiatisk Plads. 100 prósent öruggt Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað lýst yfir þeirri skoðun sinni að Bandaríkin ættu að fara með stjórn Grænlands. „Við komum til með að fá Grænland. Já, það er 100 prósent öruggt,“ sagði Trump í samtali við NBC í mars. Sagði forsetinn þá að góðar líkur væru á að slíkt gæti gerst án þess að hervaldi yrði beitt, en hann vildi þó ekkert útiloka í þeim efnum. Danmörk Bandaríkin Grænland Donald Trump Norðurslóðir Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Í umfjöllun DR, sem birt var í dag, eru afhjúpaðar tilraunir manna, með tengsl við Bandaríkjaforseta, til að grafa undan ríkjasambandi Grænlands og Danmerkur. „Við sjáum að það eru erlendir aðilar sem sýna Grænlandi áhuga og núverandi stöðu þess í konungdæminu,“ segir Rasmussen í samtali við Ritzau. „Það ætti því ekki að koma okkur á óvart á næstunni að sjá tilraunir erlendra aðila til að hafa áhrif á framtíð konungríkisins.“ Listi með grænlenskum stuðningsmönnum hugmynda Trump Ónafngreindir heimildarmenn DR fullyrða að menn með tengsl við Donald Trump Bandaríkjaforseta reyni nú að „lauma sér inn“ og hafa áhrif á stjórn Grænlands. Í umfjöllun DR segir að ekki sé hægt að fullyrða hvort mennirnir starfi á eigin vegum eða fari eftir skipunum. Dönsk yfirvöld og ríkisstjórn landsins fylgjast þó grannt með mönnunum. Fram kemur að fyrr á árinu á bandarískur maður, með náin tengsl við Trump, að hafa tekið saman lista af grænlenskum ríkisborgurum sem styðja hugmyndir um að Grænland verði hluti af Bandaríkjunum líkt og Trump hefur áður talað fyrir. Maðurinn á sömuleiðis að hafa tekið saman lista yfir grænlenska og danska andstæðinga Bandaríkjaforseta, að því er er segir í frétt DR. „Tilraunir til blanda sér í innri málefni konugsríkisins eru að sjálfsögðu óásættanlegar. Í ljósi þessa hef ég beðið utanríkisráðuneytið um að kalla sendifulltrúa [chargé d'affaires] Bandaríkjanna til fundar á Asiatisk Plads,“ segir Rasmussen og vísar þar til utanríkisráðuneytis Danmerkur í Kaupmannahöfn sem er að finna á Asiatisk Plads. 100 prósent öruggt Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað lýst yfir þeirri skoðun sinni að Bandaríkin ættu að fara með stjórn Grænlands. „Við komum til með að fá Grænland. Já, það er 100 prósent öruggt,“ sagði Trump í samtali við NBC í mars. Sagði forsetinn þá að góðar líkur væru á að slíkt gæti gerst án þess að hervaldi yrði beitt, en hann vildi þó ekkert útiloka í þeim efnum.
Danmörk Bandaríkin Grænland Donald Trump Norðurslóðir Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira