Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. ágúst 2025 22:57 Guðjón Rúnar Sveinsson, rannsóknarlögreglumaður hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Bjarni Svikahrappar hafa haft að minnsta kosti hálfan milljarð af íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum það sem af er ári. Fjöldi fjársvikamála hefur ríflega tvöfaldast á milli ára en óttast er að tilfellin séu mun fleiri en lögreglu er kunnugt um. Lögreglan hefur á undanförnum misserum unnið að því að bæta skráningu hvað lýtur að hvers kyns fjársvikamálum. Tilkynningum hefur farið fjölgandi og líka þeim tilfellum þar sem svikurum tekst að hafa fé af fólki. „Magnið sem er að berast inn til okkar er að tvöfaldast ef ekki meira. Það er það sem við erum að sjá þessa dagana,“ segir Guðjón Rúnar Sveinsson, rannsóknarlögreglumaður hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Raunveruleg upphæð mun hærri „Við getum með nokkurri vissu sagt að það sé hálfur milljarður farinn nú þegar, bara á þessu ári, og það er nú þegar komið yfir það sem var allt árið í fyrra. Og það er bara það sem við vitum,“ segir Guðjón. Þarna eigi eftir að taka tillit til mála sem búið er að tilkynna um en ekki liggur fyrir enn hve mikið svikarar hafi haft af fórnarlömbum sínum. Þar að auki nær þessi tala ekki yfir þau svik sem lögreglu er ekki kunnugt um. „Þessi tala er hærri. Hversu mikið hærri vitum við ekki, en hún er talsvert hærri,“ segir Guðjón. „Samkvæmt áætlunum bæði hér og á Norðurlöndum þá er talið að svona tíu til þrjátíu prósent mála eru tilkynnt til lögreglu. Þannig þá eigum við allt hitt eftir.“ Mannlegt að falla fyrir brögðum atvinnuglæpamanna Brotin geta verið af ýmsum toga. Netsvik í gegnum svikatölvupósta og smáskilaboð eru algeng, en einnig fjárfestinga-, ástarsvik og svokallaðar fyrirframgreiðslur, þar sem vara er ekki afhent eftir að greitt hefur verið fyrir. Mörg þessara mála eru aldrei tilkynnt og í flestum tilfellum reynist nær ómögulegt að endurheimta peningana. „Skömmin er oft og tíðum mikil, að láta plata sig. En það gleymist náttúrlega alltaf að við erum að eiga við atvinnumenn, þetta er þeirra vinna. Þetta gera þeir, og þá eru þeir ekki í átta tíma vinnu heldur jafnvel miklu meira. Kunnáttan þar er gífurleg og það að láta glepjast af einhverju þessu er ekkert óeðlilegt og það er bara mannlegt,“ segir Guðjón. Fjársvikamál eru ekki endilega einkamál þeirra sem verða fyrir barðinu á svikahröppum heldur er um samfélagslegt vandamál að ræða að sögn Guðjóns. Hann hvetur alla til að tilkynna um svik, hvort sem þau heppnast eða ekki, enda geti það hjálpað næsta manni sem lendir í klónum á svikahröppum. „Þetta er samfélagslegt vandamál allan daginn, og það fer stækkandi,“ segir Guðjón. „númer eitt, tvö og þrjú að hafa samband við bankann sinn og númer tvö að hafa samband við okkur,“ segir Guðjón. „Tíminn skiptir einna mestu máli.“ Efnahagsbrot Netglæpir Netöryggi Lögreglumál Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Sjá meira
Lögreglan hefur á undanförnum misserum unnið að því að bæta skráningu hvað lýtur að hvers kyns fjársvikamálum. Tilkynningum hefur farið fjölgandi og líka þeim tilfellum þar sem svikurum tekst að hafa fé af fólki. „Magnið sem er að berast inn til okkar er að tvöfaldast ef ekki meira. Það er það sem við erum að sjá þessa dagana,“ segir Guðjón Rúnar Sveinsson, rannsóknarlögreglumaður hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Raunveruleg upphæð mun hærri „Við getum með nokkurri vissu sagt að það sé hálfur milljarður farinn nú þegar, bara á þessu ári, og það er nú þegar komið yfir það sem var allt árið í fyrra. Og það er bara það sem við vitum,“ segir Guðjón. Þarna eigi eftir að taka tillit til mála sem búið er að tilkynna um en ekki liggur fyrir enn hve mikið svikarar hafi haft af fórnarlömbum sínum. Þar að auki nær þessi tala ekki yfir þau svik sem lögreglu er ekki kunnugt um. „Þessi tala er hærri. Hversu mikið hærri vitum við ekki, en hún er talsvert hærri,“ segir Guðjón. „Samkvæmt áætlunum bæði hér og á Norðurlöndum þá er talið að svona tíu til þrjátíu prósent mála eru tilkynnt til lögreglu. Þannig þá eigum við allt hitt eftir.“ Mannlegt að falla fyrir brögðum atvinnuglæpamanna Brotin geta verið af ýmsum toga. Netsvik í gegnum svikatölvupósta og smáskilaboð eru algeng, en einnig fjárfestinga-, ástarsvik og svokallaðar fyrirframgreiðslur, þar sem vara er ekki afhent eftir að greitt hefur verið fyrir. Mörg þessara mála eru aldrei tilkynnt og í flestum tilfellum reynist nær ómögulegt að endurheimta peningana. „Skömmin er oft og tíðum mikil, að láta plata sig. En það gleymist náttúrlega alltaf að við erum að eiga við atvinnumenn, þetta er þeirra vinna. Þetta gera þeir, og þá eru þeir ekki í átta tíma vinnu heldur jafnvel miklu meira. Kunnáttan þar er gífurleg og það að láta glepjast af einhverju þessu er ekkert óeðlilegt og það er bara mannlegt,“ segir Guðjón. Fjársvikamál eru ekki endilega einkamál þeirra sem verða fyrir barðinu á svikahröppum heldur er um samfélagslegt vandamál að ræða að sögn Guðjóns. Hann hvetur alla til að tilkynna um svik, hvort sem þau heppnast eða ekki, enda geti það hjálpað næsta manni sem lendir í klónum á svikahröppum. „Þetta er samfélagslegt vandamál allan daginn, og það fer stækkandi,“ segir Guðjón. „númer eitt, tvö og þrjú að hafa samband við bankann sinn og númer tvö að hafa samband við okkur,“ segir Guðjón. „Tíminn skiptir einna mestu máli.“
Efnahagsbrot Netglæpir Netöryggi Lögreglumál Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Sjá meira