Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar 26. ágúst 2025 12:31 Íbúar Skorradalshrepps og Borgarbyggðar kjósa í september með eða á móti sameiningu. Skorradalshreppur óskaði snemma á yfirstandandi kjörtímabili eftir samtali við Borgarbyggð með það að markmiði að skoða tækifæri sveitarfélaganna til sameiningar. Sveitarfélögin áttu í óformlegum viðræðum frá febrúar til júlí 2024. Verkefnishópur á vegum sveitarfélaganna lagði svo til í framhaldi af því samtali við sveitarstjórnirnar að ráðist yrði í formlegar viðræður og íbúum gefinn kostur á að kjósa um sameiningu. Samstarfsnefnd sem skipuð var fulltrúum beggja sveitarfélaga hefur m.a. nýtt þær upplýsingar sem fram hafa komið á íbúafundum og vinnustofum með lykilsstarfsmönnum og kjörnum fulltrúum og nefndarfólki til að kortleggja styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri í starfsemi sveitarfélaganna. Í tengslum við óformlegu viðræðurnar voru teknar saman upplýsingar um fjárhagsstöðu sveitarfélaganna, skipurit, fyrirkomulag þjónustu, samstarfsverkefni, íbúafjölda, mannfjöldaspá, álagningu og fleira. Í júní 2025 skilaði samstarfsnefnd áliti sínu til sveitarstjórna og lagði til að kosningar yrðu á tímabilinu 5. september til 20. september 2025. Jafnframt lagði samstarfsnefnd til að heimild til að lækka kosningaaldurinn í 16 ár yrði nýttur. Báðar tillögur voru samþykktar. Það liggur því fyrir að íbúar Skorradalshrepps og Borgarbyggðar mun kjósa með eða á móti sameiningu í September og taka þar með ákvörðun um hvort verður að áframhaldandi samstarfi sveitarfélaganna. En sveitarfélögin hafa átt í góðu og farsælu samstarfi síðustu ár um flesta þætti er koma að lögbundinni þjónustu við íbúa. Mannlegar tilfinningar Umræðan um sameiningu sveitarfélaga er og hefur alltaf verið meira en bara samtal um stjórnsýsluna því mannlegar tilfinningar hafa ávallt leikið stóran þátt og ekki ástæða til að gera lítið úr slíkri upplifun. Þá er eðlilegt að íbúar almennt velti fyrir sér tilgangi, ávinning og göllum þess að sameinast öðru sveitarfélaga. Sitt sýnist hverjum og nauðsynlegt að velta við öllum steinum. Í tengslum við þær kosningar sem fram undan eru langar mig að nota tækifærið til sjóða niður í einfaldri útgáfu nokkur sjónarmið. Þessar hugleiðingar tengjast ekki með beinum hætti þeim sameiningakosningum sem fram undan, heldur eru til þess að varpa ljósi á hlutverk, verkefni og áskoranir sveitarfélaganna í stærra samhengis í umræðunni um sameiningar sveitarfélaga í bráð og lengd. Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í þjónustu við íbúa. Lagaleg skylda sveitarfélaga er að sinna rekstri grunnskóla, félagsþjónustu og umhverfis- og skipulagsmálum og fleiri verkefnum sem varða daglegt líf fólks. Sveitarfélögin hér á landi eru misjöfn að stærð, bæði hvað varðar íbúafjölda, innviði og fjárhagslegan styrk. Þessi mikli breytileiki hefur vakið spurningar um hvort sameining sveitarfélaga geti verið leið til að bæta þjónustu, nýta mannauð, styrkja stjórnsýsluna, auka hagkvæmni og efla lýðræðislega þátttöku íbúa. Hagkvæmari rekstur og sparnaður Ein helsta röksemdin sem bent hefur verið á fyrir sameiningu sveitarfélaga lítur að hagkvæmari rekstri og sparnaði á fjármagni, að með stærri einingum nýtist fjármunir , innviði og mannauður betur. Með stærra skattstofni og sameinuðum rekstri minnkar tvíverknaður, skriffinnska og yfirbygging í stjórnsýslunni. Fjármunum sé þá frekar streymt í átt að þjónustu við íbúa og uppbyggingu innviða. Ljóst er að mörg smærri sveitarfélög eiga erfitt með að veita alla þá þjónustu sem lög gera ráð fyrir, í félagsþjónustu, skólaþjónustu, skipulagsmálum og þurfa alfarið eða að hluta til að reiða sig á þjónustusamninga við nágranna sveitarfélög til að uppfylla lagalega skildu sína gagnvart íbúum. Mannauður er takmörkuð auðlind. Sveitarfélögin og hið opinbera er í samkeppni við einkageirann um sérfræðinga með þekkingu og reynslu. Í stærra sveitarfélagi er oft auðveldara að ráða til starfa reynslumikla sérfræðinga á ólíkum sviðum, til dæmis í skipulags -og umhverfismálum, félagsþjónustu, fræðslumálum og stjórnun skólastofnananna. fagmennska í ákvörðunartöku eykst og minni hætta er á að stjórnsýslan byggi á veikri stoð. Stærri einingar þar sem sérfræðingar hafa tækifæri til að vinna í þverfaglegu teymi fólks með breiða þekkingu gengur einfaldlega oft betur að laða til sín mannauð þar sem fagfólk dregur almennt að sér fagfólk. Með sameiningu sveitarfélaga geta fjárhagslegir burðir til að standa að uppbyggingu innviða aukist. Samkeppnishæfni sveitarfélagsins eykst og tækifæri skapast til að byggja á sterkari grunni fyrir atvinnulíf og búsetu. Í umræðunni um sameiningu sveitarfélaga kemur stundum upp sú umræða að sameining dragi úr nánd milli íbúa og fulltrúa. Stækkandi sveitarfélögum er þó í lófa lagt að efla lýðræði með fjölbreyttari kosningum og öflugri stjórnmálaumræðu. Þá eru fordæmi fyrir því að við sameiningar taki til starfa nefndir og ráð sem gera stjórnsýsluna gegnsærri og lýðræðislegri. En sveigjanleiki og þol gagnvart breytingum í smærri sveitarfélögum getur orðið brothættur þegar íbúum fækkar eða þegar tekjur sveiflast vegna atvinnulífs eða breytinga í opinberri stefnu. Stærri sveitarfélag hafa oft á tíðum meiri sveigjanleika til að bregðast við breytingum og jafna út sveiflur. Sameining sveitarfélaga á Íslandi hefur marga kosti, bæði fyrir stjórnsýslu og íbúa. Hún getur stuðlað að sterkari rekstri, hagkvæmari nýtingu fjármuna, betri þjónustu og auknum möguleikum til uppbyggingar í samfélaginu. Mikilvægt verður eftir sem áður óháð stærð sveitarfélaga að huga að lýðræðislegum þáttum, þannig að íbúar finni áfram fyrir tengslum við sitt nærsamfélag og að ákvarðanir séu teknar með þeirra hagsmuni að leiðarljósi. Höfundur er forseti sveitarstjórnar í Borgarbyggð og formaður Samstarfsnefndar um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarbyggð Skorradalshreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Íbúar Skorradalshrepps og Borgarbyggðar kjósa í september með eða á móti sameiningu. Skorradalshreppur óskaði snemma á yfirstandandi kjörtímabili eftir samtali við Borgarbyggð með það að markmiði að skoða tækifæri sveitarfélaganna til sameiningar. Sveitarfélögin áttu í óformlegum viðræðum frá febrúar til júlí 2024. Verkefnishópur á vegum sveitarfélaganna lagði svo til í framhaldi af því samtali við sveitarstjórnirnar að ráðist yrði í formlegar viðræður og íbúum gefinn kostur á að kjósa um sameiningu. Samstarfsnefnd sem skipuð var fulltrúum beggja sveitarfélaga hefur m.a. nýtt þær upplýsingar sem fram hafa komið á íbúafundum og vinnustofum með lykilsstarfsmönnum og kjörnum fulltrúum og nefndarfólki til að kortleggja styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri í starfsemi sveitarfélaganna. Í tengslum við óformlegu viðræðurnar voru teknar saman upplýsingar um fjárhagsstöðu sveitarfélaganna, skipurit, fyrirkomulag þjónustu, samstarfsverkefni, íbúafjölda, mannfjöldaspá, álagningu og fleira. Í júní 2025 skilaði samstarfsnefnd áliti sínu til sveitarstjórna og lagði til að kosningar yrðu á tímabilinu 5. september til 20. september 2025. Jafnframt lagði samstarfsnefnd til að heimild til að lækka kosningaaldurinn í 16 ár yrði nýttur. Báðar tillögur voru samþykktar. Það liggur því fyrir að íbúar Skorradalshrepps og Borgarbyggðar mun kjósa með eða á móti sameiningu í September og taka þar með ákvörðun um hvort verður að áframhaldandi samstarfi sveitarfélaganna. En sveitarfélögin hafa átt í góðu og farsælu samstarfi síðustu ár um flesta þætti er koma að lögbundinni þjónustu við íbúa. Mannlegar tilfinningar Umræðan um sameiningu sveitarfélaga er og hefur alltaf verið meira en bara samtal um stjórnsýsluna því mannlegar tilfinningar hafa ávallt leikið stóran þátt og ekki ástæða til að gera lítið úr slíkri upplifun. Þá er eðlilegt að íbúar almennt velti fyrir sér tilgangi, ávinning og göllum þess að sameinast öðru sveitarfélaga. Sitt sýnist hverjum og nauðsynlegt að velta við öllum steinum. Í tengslum við þær kosningar sem fram undan eru langar mig að nota tækifærið til sjóða niður í einfaldri útgáfu nokkur sjónarmið. Þessar hugleiðingar tengjast ekki með beinum hætti þeim sameiningakosningum sem fram undan, heldur eru til þess að varpa ljósi á hlutverk, verkefni og áskoranir sveitarfélaganna í stærra samhengis í umræðunni um sameiningar sveitarfélaga í bráð og lengd. Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í þjónustu við íbúa. Lagaleg skylda sveitarfélaga er að sinna rekstri grunnskóla, félagsþjónustu og umhverfis- og skipulagsmálum og fleiri verkefnum sem varða daglegt líf fólks. Sveitarfélögin hér á landi eru misjöfn að stærð, bæði hvað varðar íbúafjölda, innviði og fjárhagslegan styrk. Þessi mikli breytileiki hefur vakið spurningar um hvort sameining sveitarfélaga geti verið leið til að bæta þjónustu, nýta mannauð, styrkja stjórnsýsluna, auka hagkvæmni og efla lýðræðislega þátttöku íbúa. Hagkvæmari rekstur og sparnaður Ein helsta röksemdin sem bent hefur verið á fyrir sameiningu sveitarfélaga lítur að hagkvæmari rekstri og sparnaði á fjármagni, að með stærri einingum nýtist fjármunir , innviði og mannauður betur. Með stærra skattstofni og sameinuðum rekstri minnkar tvíverknaður, skriffinnska og yfirbygging í stjórnsýslunni. Fjármunum sé þá frekar streymt í átt að þjónustu við íbúa og uppbyggingu innviða. Ljóst er að mörg smærri sveitarfélög eiga erfitt með að veita alla þá þjónustu sem lög gera ráð fyrir, í félagsþjónustu, skólaþjónustu, skipulagsmálum og þurfa alfarið eða að hluta til að reiða sig á þjónustusamninga við nágranna sveitarfélög til að uppfylla lagalega skildu sína gagnvart íbúum. Mannauður er takmörkuð auðlind. Sveitarfélögin og hið opinbera er í samkeppni við einkageirann um sérfræðinga með þekkingu og reynslu. Í stærra sveitarfélagi er oft auðveldara að ráða til starfa reynslumikla sérfræðinga á ólíkum sviðum, til dæmis í skipulags -og umhverfismálum, félagsþjónustu, fræðslumálum og stjórnun skólastofnananna. fagmennska í ákvörðunartöku eykst og minni hætta er á að stjórnsýslan byggi á veikri stoð. Stærri einingar þar sem sérfræðingar hafa tækifæri til að vinna í þverfaglegu teymi fólks með breiða þekkingu gengur einfaldlega oft betur að laða til sín mannauð þar sem fagfólk dregur almennt að sér fagfólk. Með sameiningu sveitarfélaga geta fjárhagslegir burðir til að standa að uppbyggingu innviða aukist. Samkeppnishæfni sveitarfélagsins eykst og tækifæri skapast til að byggja á sterkari grunni fyrir atvinnulíf og búsetu. Í umræðunni um sameiningu sveitarfélaga kemur stundum upp sú umræða að sameining dragi úr nánd milli íbúa og fulltrúa. Stækkandi sveitarfélögum er þó í lófa lagt að efla lýðræði með fjölbreyttari kosningum og öflugri stjórnmálaumræðu. Þá eru fordæmi fyrir því að við sameiningar taki til starfa nefndir og ráð sem gera stjórnsýsluna gegnsærri og lýðræðislegri. En sveigjanleiki og þol gagnvart breytingum í smærri sveitarfélögum getur orðið brothættur þegar íbúum fækkar eða þegar tekjur sveiflast vegna atvinnulífs eða breytinga í opinberri stefnu. Stærri sveitarfélag hafa oft á tíðum meiri sveigjanleika til að bregðast við breytingum og jafna út sveiflur. Sameining sveitarfélaga á Íslandi hefur marga kosti, bæði fyrir stjórnsýslu og íbúa. Hún getur stuðlað að sterkari rekstri, hagkvæmari nýtingu fjármuna, betri þjónustu og auknum möguleikum til uppbyggingar í samfélaginu. Mikilvægt verður eftir sem áður óháð stærð sveitarfélaga að huga að lýðræðislegum þáttum, þannig að íbúar finni áfram fyrir tengslum við sitt nærsamfélag og að ákvarðanir séu teknar með þeirra hagsmuni að leiðarljósi. Höfundur er forseti sveitarstjórnar í Borgarbyggð og formaður Samstarfsnefndar um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar