„Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. ágúst 2025 14:18 Júlíus Mar Júlíusson segir KR-inga spennta fyrir kvöldinu og ákveðna í því að gera vel fyrir stuðningsmenn á sínum heimavelli. vísir / jón gautur Júlíus Mar Júlíusson, leikmaður KR, segir spennu í hópnum fyrir leik við Stjörnuna að Meistaravöllum í Vesturbæ í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. „Þetta leggst mjög vel í menn. Þeir eru spenntir fyrir verkefninu og allir tilbúnir að gera sitt besta í dag og skila stuðningsmönnum glöðum heim,“ segir Júlíus við íþróttadeild. KR vann Fram 1-0 í síðasta leik og var það í fyrsta skipti sem liðið tengir saman tvo sigra í sumar og sömuleiðis fyrsti útisigur liðsins - ef heimaleikir á hálfgerðum útivelli í Laugardal framan af sumri eru undanskildir. Það er því létt yfir mönnum. „Það hefur góð áhrif á hópinn að vinna en fyrst og fremst er það frammistaðan sem þarf að vera góð og vaxandi í leiknum hjá okkur. Þetta er ákveðið ferli og við þurfum að halda áfram að bæta okkur dag frá degi,“ segir Júlíus. KR féll heldur mikið til baka í síðari hálfleik gegn Fram í síðasta leik og voru heldur ólíkir því sem maður hefur vanist frá liðinu í sumar. Enda 1-0 ekki algengar lokatölur. Þarf að laga eitthvað frá leiknum við Fram? „Við leikmenn þurfum að stíga upp og gera okkar besta. Að fylgja leikplaninu og þá gerist það líklega ekki aftur. Þetta er bara á okkur, við þurfum bara að vera klárir og styðja við bakið á hvort öðrum.“ Von á skemmtilegum leik Stjarnan hefur verið á mikilli siglingu síðustu vikur og getur með sigri farið upp í þriðja sæti deildarinnar. Garðbæingar setja stefnuna á Evrópusæti og eftir sigur Vestra í bikarúrslitum er ljóst að aðeins efstu þrjú sæti deildarinnar gefa keppnisrétt í Evrópu að ári. Bæði lið þurfa þrjú stig í jafnri deildinni. „Ég held að þetta verði mjög skemmtilegur leikur. Bæði lið vilja sækja til sigurs. Ég held það verði spilaður flottur fótbolti í kvöld, svo er veðrið gott svo aðstæður eru mjög góðar fyrir góðan fótboltaleik í kvöld,“ segir Júlíus sem er þá spenntur fyrir því að spila fyrir framan stuðningsmenn KR-inga í Vesturbænum. „Það gefur okkur ótrúlega mikið að spila á Meistaravöllum því við eigum bestu stuðningsmenn á landinu. Þeir eru alltaf duglegir að mæta og það eru alltaf yfir 1.500 manns á hverjum leik. Við eigum þeim vel að þakka fyrir það og ætlum að gera vel fyrir stuðningsmennina í kvöld. Leikur KR og Stjörnunnar hefst klukkan 18:00 á Meistaravöllum í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Sport Ísland og hefst útsending klukkan 17:50. KR Stjarnan Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
„Þetta leggst mjög vel í menn. Þeir eru spenntir fyrir verkefninu og allir tilbúnir að gera sitt besta í dag og skila stuðningsmönnum glöðum heim,“ segir Júlíus við íþróttadeild. KR vann Fram 1-0 í síðasta leik og var það í fyrsta skipti sem liðið tengir saman tvo sigra í sumar og sömuleiðis fyrsti útisigur liðsins - ef heimaleikir á hálfgerðum útivelli í Laugardal framan af sumri eru undanskildir. Það er því létt yfir mönnum. „Það hefur góð áhrif á hópinn að vinna en fyrst og fremst er það frammistaðan sem þarf að vera góð og vaxandi í leiknum hjá okkur. Þetta er ákveðið ferli og við þurfum að halda áfram að bæta okkur dag frá degi,“ segir Júlíus. KR féll heldur mikið til baka í síðari hálfleik gegn Fram í síðasta leik og voru heldur ólíkir því sem maður hefur vanist frá liðinu í sumar. Enda 1-0 ekki algengar lokatölur. Þarf að laga eitthvað frá leiknum við Fram? „Við leikmenn þurfum að stíga upp og gera okkar besta. Að fylgja leikplaninu og þá gerist það líklega ekki aftur. Þetta er bara á okkur, við þurfum bara að vera klárir og styðja við bakið á hvort öðrum.“ Von á skemmtilegum leik Stjarnan hefur verið á mikilli siglingu síðustu vikur og getur með sigri farið upp í þriðja sæti deildarinnar. Garðbæingar setja stefnuna á Evrópusæti og eftir sigur Vestra í bikarúrslitum er ljóst að aðeins efstu þrjú sæti deildarinnar gefa keppnisrétt í Evrópu að ári. Bæði lið þurfa þrjú stig í jafnri deildinni. „Ég held að þetta verði mjög skemmtilegur leikur. Bæði lið vilja sækja til sigurs. Ég held það verði spilaður flottur fótbolti í kvöld, svo er veðrið gott svo aðstæður eru mjög góðar fyrir góðan fótboltaleik í kvöld,“ segir Júlíus sem er þá spenntur fyrir því að spila fyrir framan stuðningsmenn KR-inga í Vesturbænum. „Það gefur okkur ótrúlega mikið að spila á Meistaravöllum því við eigum bestu stuðningsmenn á landinu. Þeir eru alltaf duglegir að mæta og það eru alltaf yfir 1.500 manns á hverjum leik. Við eigum þeim vel að þakka fyrir það og ætlum að gera vel fyrir stuðningsmennina í kvöld. Leikur KR og Stjörnunnar hefst klukkan 18:00 á Meistaravöllum í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Sport Ísland og hefst útsending klukkan 17:50.
KR Stjarnan Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira