Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar 25. ágúst 2025 10:32 Fjárfestatengsl (e. investor relations) eru samheiti yfir aðferðir sem fyrirtæki nota til að byggja upp traust og skýra framtíðarsýn sína fyrir fjárfestum. Meðal þess sem fjárfestatenglar þurfa að huga að er seljanleiki (e. liquidity), þ.e. hversu auðvelt er að kaupa eða selja hlutabréf með litlum tilkostnaði. Góður seljanleiki getur skipt fjárfesta miklu máli og jafnvel leitt til hærra hlutabréfaverðs[1]. Flestir fjárfestatenglar leitast við að laða að öfluga langtímafjárfesta. En án skammtímafjárfesta verður takmarkaður seljanleiki – sem getur jafnvel verið fráhrindandi fyrir langtímafjárfesta. Fjárfestatengsl snúast því m.a. um að finna rétta jafnvægið í hluthafahópnum: trausta langtímafjárfesta (t.d. lífeyrissjóði) í bland við annars konar fjárfesta sem styðja við seljanleika og verðmyndun (t.d. almenning eða verðbréfasjóði). Öflugri markaður leiðir til aukinnar hagsældar En hvernig koma fjárfestatengsl stjórnvöldum við? Fyrir utan að sinna eigin fjárfestatengslum vegna fjármögnunar ríkissjóðs (sem væri efni í aðra grein) þá geta stjórnvöld haft heilmikil áhrif á fjárfestingar á hlutabréfamarkaðnum með lagasetningu. Stjórnvöld þurfa því stundum að setja sig í spor fjárfestatengla fyrir markaðinn í heild sinni til að finna rétta jafnvægið. Í dag erum við með afar öfluga langtímafjárfesta í lífeyrissjóðunum, en þeim fylgir eðli málsins samkvæmt ekki mikill seljanleiki. Þó seljanleiki á íslenska markaðnum sé mun betri en margir vilja meina vantar engu að síður fleiri og fjölbreyttari fjárfesta til að bæta skoðanaskipti og auka gæði markaðarins. Rannsóknir benda til þess að öflugri markaður geti leitt til aukinnar hagsældar, svo það er til mikils að vinna.[2] Skattalegir hvatar jafna tækifæri fólks til fjárfestinga Fjárfestatenglar myndu sjá mikil tækifæri í þessari stöðu. Það er vel þekkt að þátttaka almennings getur aukið seljanleika og gæði hlutabréfamarkaða[3]. Stjórnvöld eiga hrós skilið fyrir nýlegt útboð á hlutum í Íslandsbanka, þar sem fjölmargir einstaklingar tóku sitt fyrsta skef í fjárfestingum, en betur má ef duga skal. Norðurlandaþjóðirnar og Bretar hafa t.d. innleitt ákveðna skattalega hvata til fjárfestinga almennings í hlutabréfum, m.a. með það í huga að jafna tækifæri til fjárfestinga og bæta samkeppnishæfi – og við ættum síst af öllu að vera eftirbátar þeirra á því sviði. Einnig mætti skoða leiðir til að efla beina þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði með því að draga úr vægi lífeyrissjóða í ævisparnaði án þess að minnka heildarsparnað, til dæmis með auknu frelsi við ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar eða öðrum sparnaðarleiðum utan lífeyriskerfisins. Loks mætti einfalda erlendum fjárfestum að eiga viðskipti með minniháttar breytingum á skattkerfinu, heimila verðbréfalán lífeyrissjóða og efla hlutverk banka sem viðskiptavaka. Útfærslurnar skipta minna máli en viljinn til úrbóta. Rétt eins og fjárfestatenglar ættu stjórnvöld að spyrja sig: Hvernig getum við skapað umhverfi sem laðar að fleiri og fjölbreyttari fjárfesta – og þannig stuðlað að bættum seljanleika, öflugri markaði og auknum hagvexti? Höfundur er framkvæmdastjóri skráninga hjá Nasdaq Iceland. [1] Sjá t.d. Kumar, G. og Misra, A. K. (2015). Closer view at the stock market liquidity: A literature review. [2] Sjá t.d. Demir (2025). The role of stock markets in economic growth: Empirical evidence from panel data analysis. [3] Sjá t.d. Abudy (2020). Retail Investors’ Trading and Stock Market Liquidity. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Fjárfestatengsl (e. investor relations) eru samheiti yfir aðferðir sem fyrirtæki nota til að byggja upp traust og skýra framtíðarsýn sína fyrir fjárfestum. Meðal þess sem fjárfestatenglar þurfa að huga að er seljanleiki (e. liquidity), þ.e. hversu auðvelt er að kaupa eða selja hlutabréf með litlum tilkostnaði. Góður seljanleiki getur skipt fjárfesta miklu máli og jafnvel leitt til hærra hlutabréfaverðs[1]. Flestir fjárfestatenglar leitast við að laða að öfluga langtímafjárfesta. En án skammtímafjárfesta verður takmarkaður seljanleiki – sem getur jafnvel verið fráhrindandi fyrir langtímafjárfesta. Fjárfestatengsl snúast því m.a. um að finna rétta jafnvægið í hluthafahópnum: trausta langtímafjárfesta (t.d. lífeyrissjóði) í bland við annars konar fjárfesta sem styðja við seljanleika og verðmyndun (t.d. almenning eða verðbréfasjóði). Öflugri markaður leiðir til aukinnar hagsældar En hvernig koma fjárfestatengsl stjórnvöldum við? Fyrir utan að sinna eigin fjárfestatengslum vegna fjármögnunar ríkissjóðs (sem væri efni í aðra grein) þá geta stjórnvöld haft heilmikil áhrif á fjárfestingar á hlutabréfamarkaðnum með lagasetningu. Stjórnvöld þurfa því stundum að setja sig í spor fjárfestatengla fyrir markaðinn í heild sinni til að finna rétta jafnvægið. Í dag erum við með afar öfluga langtímafjárfesta í lífeyrissjóðunum, en þeim fylgir eðli málsins samkvæmt ekki mikill seljanleiki. Þó seljanleiki á íslenska markaðnum sé mun betri en margir vilja meina vantar engu að síður fleiri og fjölbreyttari fjárfesta til að bæta skoðanaskipti og auka gæði markaðarins. Rannsóknir benda til þess að öflugri markaður geti leitt til aukinnar hagsældar, svo það er til mikils að vinna.[2] Skattalegir hvatar jafna tækifæri fólks til fjárfestinga Fjárfestatenglar myndu sjá mikil tækifæri í þessari stöðu. Það er vel þekkt að þátttaka almennings getur aukið seljanleika og gæði hlutabréfamarkaða[3]. Stjórnvöld eiga hrós skilið fyrir nýlegt útboð á hlutum í Íslandsbanka, þar sem fjölmargir einstaklingar tóku sitt fyrsta skef í fjárfestingum, en betur má ef duga skal. Norðurlandaþjóðirnar og Bretar hafa t.d. innleitt ákveðna skattalega hvata til fjárfestinga almennings í hlutabréfum, m.a. með það í huga að jafna tækifæri til fjárfestinga og bæta samkeppnishæfi – og við ættum síst af öllu að vera eftirbátar þeirra á því sviði. Einnig mætti skoða leiðir til að efla beina þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði með því að draga úr vægi lífeyrissjóða í ævisparnaði án þess að minnka heildarsparnað, til dæmis með auknu frelsi við ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar eða öðrum sparnaðarleiðum utan lífeyriskerfisins. Loks mætti einfalda erlendum fjárfestum að eiga viðskipti með minniháttar breytingum á skattkerfinu, heimila verðbréfalán lífeyrissjóða og efla hlutverk banka sem viðskiptavaka. Útfærslurnar skipta minna máli en viljinn til úrbóta. Rétt eins og fjárfestatenglar ættu stjórnvöld að spyrja sig: Hvernig getum við skapað umhverfi sem laðar að fleiri og fjölbreyttari fjárfesta – og þannig stuðlað að bættum seljanleika, öflugri markaði og auknum hagvexti? Höfundur er framkvæmdastjóri skráninga hjá Nasdaq Iceland. [1] Sjá t.d. Kumar, G. og Misra, A. K. (2015). Closer view at the stock market liquidity: A literature review. [2] Sjá t.d. Demir (2025). The role of stock markets in economic growth: Empirical evidence from panel data analysis. [3] Sjá t.d. Abudy (2020). Retail Investors’ Trading and Stock Market Liquidity.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun