Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Kjartan Kjartansson skrifar 25. ágúst 2025 09:23 Sjókvíar í Skutulsfirði á Vestfjörðum. Verulegur munur er á afstöðu svarenda í könnuninni gagnvart laxastofninum eftir því hvort þeir búa þar sem fiskeldi er stundað eða ekki. Vísir/Anton Rúmur helmingur svarenda í skoðanakönnun segist hafa miklar áhyggjur á því að íslenski laxastofninn sé í hættu. Afgerandi munur er hins vegar á afstöðu eftir landhlutum. Íbúar á Vestfjörðum og Austurlandi þar sjóeldi á laxi er mest stundað hafa áberandi minnstar áhyggjur af stofninum. Sjókvíaeldi hefur verið heitt deiluefni á sumum stöðum á landinu. Stangveiðimenn hafa þannig verið með böggum hildar yfir því að eldilax sem losnar í sjókvíum geti ratað upp í ár og spillt villta laxastofninum. Nýlega voru fréttir um að eldislax hefði fundist í Haukadalsá á Vesturlandi. Í skoðanakönnun Maskínu sem var gerð í síðustu viku sögðust 56 prósent svarenda hafa miklar áhyggjur af framtíð íslenska laxastofnsins. Tæpur fjórðungur sagðist litlar eða engar áhyggjur hafa. Vestfirðingar afgerandi áhyggjulausastir Meirihluti svarenda í öllum landshlutum utan Vestfjarða og Austurland sagðist hafa miklar áhyggjur af stofninum. Hæst var hlutfallið í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur (60 prósent) og í Reykjavík sjálfri (58 prósent). Allt aðra sögu var að segja af Vestfjörðum og Austurlandi. Í báðum landshlutum er lax alinn í sjókvíum í fjörðum. Á Austurlandi höfðu engu að síður flestir áhyggjur af laxastofninum, 38 prósent. Rúmur þriðjungur sagðist hafa litlar eða engar áhyggjur. Vestfirðingar voru mun afdráttarlausari. Aðeins 29 prósent þeirra lýstu áhyggjum af laxastofninum en 63 prósent sögðust litlar eða engar áhyggjur hafa. Vinstri græn með mestar áhyggjur en sjálfstæðismenn minnstar Töluverður munur var á afstöðu fólks eftir stjórnmálaskoðunum. Kjósendur Vinstri grænna (77,9 prósent) og Sósíalistaflokksins (73,1 prósent) sögðust hafa afgerandi mestar áhyggjur af laxastofninum. Á hinum endanum sögðust aðeins 29,8 prósent sjálfstæðismanna hafa áhyggjur og 42 prósent framsóknarmanna. Meirihluti stuðningsmanna hinna flokkanna sagðist hafa áhyggjur af stofninum. Skoðanakannanir Lax Fiskeldi Stangveiði Sjókvíaeldi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira
Sjókvíaeldi hefur verið heitt deiluefni á sumum stöðum á landinu. Stangveiðimenn hafa þannig verið með böggum hildar yfir því að eldilax sem losnar í sjókvíum geti ratað upp í ár og spillt villta laxastofninum. Nýlega voru fréttir um að eldislax hefði fundist í Haukadalsá á Vesturlandi. Í skoðanakönnun Maskínu sem var gerð í síðustu viku sögðust 56 prósent svarenda hafa miklar áhyggjur af framtíð íslenska laxastofnsins. Tæpur fjórðungur sagðist litlar eða engar áhyggjur hafa. Vestfirðingar afgerandi áhyggjulausastir Meirihluti svarenda í öllum landshlutum utan Vestfjarða og Austurland sagðist hafa miklar áhyggjur af stofninum. Hæst var hlutfallið í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur (60 prósent) og í Reykjavík sjálfri (58 prósent). Allt aðra sögu var að segja af Vestfjörðum og Austurlandi. Í báðum landshlutum er lax alinn í sjókvíum í fjörðum. Á Austurlandi höfðu engu að síður flestir áhyggjur af laxastofninum, 38 prósent. Rúmur þriðjungur sagðist hafa litlar eða engar áhyggjur. Vestfirðingar voru mun afdráttarlausari. Aðeins 29 prósent þeirra lýstu áhyggjum af laxastofninum en 63 prósent sögðust litlar eða engar áhyggjur hafa. Vinstri græn með mestar áhyggjur en sjálfstæðismenn minnstar Töluverður munur var á afstöðu fólks eftir stjórnmálaskoðunum. Kjósendur Vinstri grænna (77,9 prósent) og Sósíalistaflokksins (73,1 prósent) sögðust hafa afgerandi mestar áhyggjur af laxastofninum. Á hinum endanum sögðust aðeins 29,8 prósent sjálfstæðismanna hafa áhyggjur og 42 prósent framsóknarmanna. Meirihluti stuðningsmanna hinna flokkanna sagðist hafa áhyggjur af stofninum.
Skoðanakannanir Lax Fiskeldi Stangveiði Sjókvíaeldi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira