Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Valur Páll Eiríksson skrifar 22. ágúst 2025 15:31 Glasner segist mögulega þurfa að taka skóna fram vegna miðvarðakrísu Palace. Sebastian Frej/Getty Images Oliver Glasner, þjálfari Crystal Palace á Englandi, virðist þreyttur á aðgerðaleysi félagsins á leikmannamarkaðnum í sumar. Útlit er fyrir brotthvarf tveggja lykilmanna á meðan fáir sem engir hafa komið til liðsins, þrátt fyrir sögulega góðan árangur. Crystal Palace hefur alls eytt þremur milljónum punda á leikmannamarkaðnum í sumar. Þær greiddu félagið fyrir vinstri bakvörðinn Borna Sosa frá Ajax og þá kom varamarkvörðurinn Walter Benítez frítt frá PSV Eindhoven. Það þykir heldur klént þar sem útlit er fyrir að Palace muni spila umtalsvert fleiri leiki í ár en á síðustu leiktíð, vegna þátttöku í Evrópukeppni í fyrsta sinn. Oliver Glasner stýrði liðinu til bikarmeistaratitils í sumar og þá vann liðið einnig Samfélagsskjöldinn í byrjun tímabils. Útlit er fyrir að tveir lykilleikmenn séu á förum. Sóknartengiliðurinn Eberechi Eze verði seldur til Arsenal og Liverpool einnig talið líklegt til að kaupa fyrirliðann og miðvörðinn Marc Guéhi. Meiðsli herja á varnarlínu liðsins og það getur ekki bætt leikmönnum við Evrópuhóp sinn fyrir síðari leik þess við norska liðið Fredrikstad í umspili um sæti í Sambandsdeildinni. Palace vann fyrri leik liðanna á Selhurst Park í gærkvöld 1-0. „Ef Marc fer og missir af síðari leiknum við Fredrikstad, erum við í vandræðum, sagði Glasner á blaðamannafundi í dag. Það er ljóst, því við getum ekki bætt öðrum leikmanni í Evrópuhópinn. Fyrir mér þarf hann að vera áfram. Við vorum með Jefferson Lerma í miðverði í gær og hann er miðjumaður. Við eigum enga miðverði sem stendur,“ „Ef Marc fer þá þarf ég líklega að reima aftur á mig skóna. Ég var miðvörður á sínum tíma, það gæti verið eini kosturinn í stöðunni,“ segir Glasner. Glasner hefur áhyggjur af stöðunni sem Palace hefur komið sér í með aðgerðaleysi á markaðnum hingað til í sumar. „Við þurfum að gera eitthvað. Við þurfum á þessu að halda og þetta er framtíð Crystal Palace sem er í húfi. Það kemur ekki sérlega á óvart að Eze sé að fara, en við erum búnir að missa af tækifærinu til að finna mann í hans stað tímanlega. Það er okkur sjálfum að kenna og engum öðrum,“ segir Glasner. Crystal Palace mætir Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni klukkan 13:00 á sunnudag. Sá leikur og allir hinir í enska boltanum verða sýndir beint á Sýn Sport um helgina. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Sjá meira
Crystal Palace hefur alls eytt þremur milljónum punda á leikmannamarkaðnum í sumar. Þær greiddu félagið fyrir vinstri bakvörðinn Borna Sosa frá Ajax og þá kom varamarkvörðurinn Walter Benítez frítt frá PSV Eindhoven. Það þykir heldur klént þar sem útlit er fyrir að Palace muni spila umtalsvert fleiri leiki í ár en á síðustu leiktíð, vegna þátttöku í Evrópukeppni í fyrsta sinn. Oliver Glasner stýrði liðinu til bikarmeistaratitils í sumar og þá vann liðið einnig Samfélagsskjöldinn í byrjun tímabils. Útlit er fyrir að tveir lykilleikmenn séu á förum. Sóknartengiliðurinn Eberechi Eze verði seldur til Arsenal og Liverpool einnig talið líklegt til að kaupa fyrirliðann og miðvörðinn Marc Guéhi. Meiðsli herja á varnarlínu liðsins og það getur ekki bætt leikmönnum við Evrópuhóp sinn fyrir síðari leik þess við norska liðið Fredrikstad í umspili um sæti í Sambandsdeildinni. Palace vann fyrri leik liðanna á Selhurst Park í gærkvöld 1-0. „Ef Marc fer og missir af síðari leiknum við Fredrikstad, erum við í vandræðum, sagði Glasner á blaðamannafundi í dag. Það er ljóst, því við getum ekki bætt öðrum leikmanni í Evrópuhópinn. Fyrir mér þarf hann að vera áfram. Við vorum með Jefferson Lerma í miðverði í gær og hann er miðjumaður. Við eigum enga miðverði sem stendur,“ „Ef Marc fer þá þarf ég líklega að reima aftur á mig skóna. Ég var miðvörður á sínum tíma, það gæti verið eini kosturinn í stöðunni,“ segir Glasner. Glasner hefur áhyggjur af stöðunni sem Palace hefur komið sér í með aðgerðaleysi á markaðnum hingað til í sumar. „Við þurfum að gera eitthvað. Við þurfum á þessu að halda og þetta er framtíð Crystal Palace sem er í húfi. Það kemur ekki sérlega á óvart að Eze sé að fara, en við erum búnir að missa af tækifærinu til að finna mann í hans stað tímanlega. Það er okkur sjálfum að kenna og engum öðrum,“ segir Glasner. Crystal Palace mætir Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni klukkan 13:00 á sunnudag. Sá leikur og allir hinir í enska boltanum verða sýndir beint á Sýn Sport um helgina.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Sjá meira