Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Samúel Karl Ólason skrifar 21. ágúst 2025 15:13 Frá þinginu í Texas í gærkvöldi. AP/Eric Gay Repúblikanar í Texas í Bandaríkjunum samþykktu í gær umdeildar breytingar á kjördæmum ríkisins. Það eru breytingar sem Donald Trump, forseti, hefur kallað eftir og er þeim ætlað að fjölga þingmönnum Repúblikanaflokksins í ríkinu um fimm fyrir þingkosningarnar á næsta ári. Breytingarnar eiga enn eftir að fara fyrir öldungadeild ríkisþings Texas og svo á borð Gregs Abbott, ríkisstjóra, sem þarf að skrifa undir þær áður en þær taka gildi, eins og bent er á í frétt AP fréttaveitunnar. Sambærilegar þreifingar eiga sér stað í öðrum ríkjum sem Repúblikanar stjórna, að miklu leyti vegna þrýstingi frá Trump, og hafa Demókratar hótað að gera hið sama í ríkjum þar sem þeir eru við stjórnvölinn, hafi þeir yfir höfuð tök á því. Ríkisþingmenn Demókrataflokksins í Texas flúðu ríkið til að koma í veg fyrir að nýju kjördæmin yrðu samþykk en sneru aftur á dögunum, eftir að þingfundi lauk. Þá var boðaður nýr þingfundur og lögregluþjónar fylgdu þingmönnunum um hvert fótmál, til að tryggja að þeir færu ekki aftur í felur. Sjá einnig: Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Við venjulegar kringumstæður er kjördæmum breytt á um tíu ára fresti, í kjölfar reglulegs manntals í Bandaríkjunum. Þá er 435 þingsætum í fulltrúadeildinni deilt á ríki í hlutfalli við íbúafjölda. Það að breyta kjördæmum með þessum hætti, í hag annars flokksins í Bandaríkjunum, kallast á „Gerrymandering“ á ensku. Í einföldu mál sagt er þetta gert með því að þjappa mörgum kjósendum eins flokks í fá kjördæmi og þynna út atkvæði annarra eins til stendur í Texas með því að skera borgir í litlar sneiðar og gera þau hluta af stærri svæðum þar sem kjósendur Repúblikanaflokksins eru fleiri. Það að gera þetta mitt á milli kjördæma og með eins pólitískum hætti og Repúblikanar í Texas eru að gera, hefur reitt marga Demókrata til reiði. Eins og áður segir hafa Demókratar hótað sambærilegum aðgerðum en þær eru lengst komnar á veg í Kaliforníu. Kjördæmi þar hafa lengi verið teiknuð af ópólitískri nefnd og til að breyta því og í senn kjördæmum í ríkinu þarf að fá íbúa ríkisins til að greiða atkvæði um breytingarnar. Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lýsti í vikunni yfir stuðning við að Demókratar breyttu kjördæmum í ríkjum þar sem þeir stjórna og nefndi viðleitnina í Kaliforníu sérstaklega og þau ummæli Gavins Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu, um að þetta væri gert í viðbragði við aðgerðum Repúblikana og væri eingöngu ætlað að jafna leikinn. Það sagði Obama, samkvæmt New York Times, að væri skynsöm leið. Hann sagðist sjálfur vera alfarið mótfallinn því að teikna kjördæmi ríkja upp með pólitískum hætti og því hefði hann þurft að hugsa vel um afstöðu sína. Obama sagði að það sem ráðið hefði úrslitum í huga hans væri að Trump-liðar og Repúblikanar víða um Bandaríkin virtust ekki trúa á almennt lýðræði og að ef þeir fengju að ráða, myndu þeir ekki hætta að bæta stöðu sína með ólýðræðislegum hætti. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Breytingarnar eiga enn eftir að fara fyrir öldungadeild ríkisþings Texas og svo á borð Gregs Abbott, ríkisstjóra, sem þarf að skrifa undir þær áður en þær taka gildi, eins og bent er á í frétt AP fréttaveitunnar. Sambærilegar þreifingar eiga sér stað í öðrum ríkjum sem Repúblikanar stjórna, að miklu leyti vegna þrýstingi frá Trump, og hafa Demókratar hótað að gera hið sama í ríkjum þar sem þeir eru við stjórnvölinn, hafi þeir yfir höfuð tök á því. Ríkisþingmenn Demókrataflokksins í Texas flúðu ríkið til að koma í veg fyrir að nýju kjördæmin yrðu samþykk en sneru aftur á dögunum, eftir að þingfundi lauk. Þá var boðaður nýr þingfundur og lögregluþjónar fylgdu þingmönnunum um hvert fótmál, til að tryggja að þeir færu ekki aftur í felur. Sjá einnig: Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Við venjulegar kringumstæður er kjördæmum breytt á um tíu ára fresti, í kjölfar reglulegs manntals í Bandaríkjunum. Þá er 435 þingsætum í fulltrúadeildinni deilt á ríki í hlutfalli við íbúafjölda. Það að breyta kjördæmum með þessum hætti, í hag annars flokksins í Bandaríkjunum, kallast á „Gerrymandering“ á ensku. Í einföldu mál sagt er þetta gert með því að þjappa mörgum kjósendum eins flokks í fá kjördæmi og þynna út atkvæði annarra eins til stendur í Texas með því að skera borgir í litlar sneiðar og gera þau hluta af stærri svæðum þar sem kjósendur Repúblikanaflokksins eru fleiri. Það að gera þetta mitt á milli kjördæma og með eins pólitískum hætti og Repúblikanar í Texas eru að gera, hefur reitt marga Demókrata til reiði. Eins og áður segir hafa Demókratar hótað sambærilegum aðgerðum en þær eru lengst komnar á veg í Kaliforníu. Kjördæmi þar hafa lengi verið teiknuð af ópólitískri nefnd og til að breyta því og í senn kjördæmum í ríkinu þarf að fá íbúa ríkisins til að greiða atkvæði um breytingarnar. Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lýsti í vikunni yfir stuðning við að Demókratar breyttu kjördæmum í ríkjum þar sem þeir stjórna og nefndi viðleitnina í Kaliforníu sérstaklega og þau ummæli Gavins Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu, um að þetta væri gert í viðbragði við aðgerðum Repúblikana og væri eingöngu ætlað að jafna leikinn. Það sagði Obama, samkvæmt New York Times, að væri skynsöm leið. Hann sagðist sjálfur vera alfarið mótfallinn því að teikna kjördæmi ríkja upp með pólitískum hætti og því hefði hann þurft að hugsa vel um afstöðu sína. Obama sagði að það sem ráðið hefði úrslitum í huga hans væri að Trump-liðar og Repúblikanar víða um Bandaríkin virtust ekki trúa á almennt lýðræði og að ef þeir fengju að ráða, myndu þeir ekki hætta að bæta stöðu sína með ólýðræðislegum hætti.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira